Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 40
40 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR
Opnunartíminn yfir hátíðarnar:
Virkadaga kl. 7:00 - 17:30.
Laugardaga kl. 8:00 - 16:00 og sunnudaga kl. 9:00 - 16:00.
Þorláksmessa kl. 7:00 - 17:30. Aðfangadagur jóla kl. 8:00 - 13:00 .
Lokað verður 25. og 26. desember.
Óska öllum Suðurnesjamönnum
gleðilegra hátíðar og
velferðar á nýju ári.
Sigurjónsbakarí // Hólmgarður 2 // 230 Reykjanesbæ // Sími 421-5255
Hafnargötu 29, 230 Reykjanesbær - Sími 421 8585
Full búð af fallegum
skóm á alla fjölskylduna
Gleðilega hátíð
og takk fyrir viðskiptin á árinu.
OP
IÐ
T
IL
K
L.
2
2:0
0
TI
L
JÓ
LA
Jólabíómyndin sem kemur
þér í skapið?
Það koma náttúrulega ekki jól nema
maður horfi á the Holiday.
Sendir þú jólakort eða hefur
Facebook tekið yfir?
Við sendum jólakort fyrstu tvö jólin
eftir að eldri strákurinn okkar fæddist
en svo er ég því miður sek um að hafa
ekki nennt ekki að standa í þessum
jólakortum síðustu tvö ár og frekar
skellt í eina jólakveðju á Facebook.
Stefni samt á að senda jólakort á næsta
ári.. ef ég nenni.
Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað
sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?
Nei er alls ekki vanaföst um jólin. Eina
sem mér dettur í hug er að við systk-
inin höfum alltaf opnað pakkana frá
hvort öðru fyrir matinn á aðfangadag
en annars er ég bara nokkuð slök með
allt annað.
Eftirminnilegasta jólagjöf
sem þú hefur fengið?
Hef fengið alveg ótrúlega margar fal-
legar gjafir en eftirminnilegasta jóla-
gjöfin er líklega karaoke græjan sem
ég fékk frá mömmu og pabba þegar ég
var yngri. Get ekki sungið fyrir fim-
maur og er líklega falskari en flestir á
Íslandi en þetta var svaka sport og var
mikið notað, ætli mamma og pabbi
hafi ekki fljótlega séð eftir þessari gjöf.
Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér
frá yngri árum þínum á jólum?
Eitt sem ég man vel eftir er þegar afi
Pétur datt á aðfangadagskvöld niður
þessar heilu tvær tröppur sem liggja
niður í stofu heima hjá foreldrum
mínum og lenti ofan á Knúti bróður
sem þá var tveggja ára og sat í sínu
mesta sakleysi á nýju snjóþotunni
sinni. Þeir meiddust nú hvorugir sem
betur fer en gamli var eðlilega alveg
miður sín yfir þessu, greyið.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur, brúnaðar kart-
öflur og meðlæti. Svo er alltaf Toble-
rone ís í eftirrétt.
Hvenær eru jólin komin fyrir þér?
Mér finnst jólin ekki vera komin nema
ég fari á Baggalúts-tónleika.
Hefur þú verið eða gætir þú hugsað
þér að vera erlendis um jólin?
Við vorum úti á Tenerife síðustu jól og
áramót, ég ásamt einum bumbubúa,
Danni kærastinn minn, strákurinn
okkar Eyþór, mamma, pabbi, Svein-
laug systir, Davíð mágur minn og
börnin þeirra Hafþór og Elísabet. Svo
hitti svo skemmtilega á að tengda-
foreldrar mínir voru líka úti á Tene á
sama tíma. Okkur fannst rosa nota-
legt að vera úti um jólin og myndum
alveg pottþétt vilja gera það aftur. Allt
öðruvísi jól auðvitað en skemmtilegt
samt að upplifa svona öðruvísi jól einu
sinni.
Áttu þér uppáhalds jólaskraut?
Já, ég á tvö uppáhalds jólaskraut sem
strákurinn minn föndraði í leikskól-
anum.
Hvernig verð þú jóladegi?
Ég fer með fjölskyldunni minni í jóla-
boð bæði til mömmu og pabba og
svo til tengdó seinna um daginn. Svo
höfum við það bara kósý saman um
kvöldið.
Jólaspjall:
Karaoke græjan
þótti mikið sport
Hafdís Ásta Guðmundsdóttir, snyrtifræðingur er búsett í Garð-
inum ásamt fjölskyldu sinni, en þar er hún fædd og uppalin. Henni
finnst jólin koma með Baggalúts-tónleikum ár hvert en er að öðru
leyti ekki vanaföst yfir hátíðarnar.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Þökkum viðskiptin á árinu sem eru að líða
• Fitjabraut 30 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • GSM: 698-5693 •
Bílasprautun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Mössun • Bílrúðuskipti
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Þökkum viðskiptin á árinu sem eru að lí
• Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • GSM: 698-5693 •
Bílasprautun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Mössun • Bílrúðuskipti
Ef þú lendir í tjóni
þá sér Bílnet um málin !
Hjá Bílneti færð þú bestu viðgerð og þjónustu sem völ er á.
Bílnet er gæðavottað verkstæði og með 5 stjörnur frá
Sjóvá. Bílnet leggur áherslu á fagleg og snögg vinnubrögð.
Við notum einungis vottað hágæða lakk frá Du Pont í
samstarfi við Poulsen.
Þjónusta í boði hjá Bílnet
Bílasprautun - Bílaréttingar - Tjónaskoðun - Plastviðgerðir
Bílrúðuskipti - Mössun - Sprautulökkun
Bílnet ehf. - 420 0020 - Brekkustíg 38 - 260 Reykjanesbæ - www.bilnet.is