Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2016, Síða 19

Víkurfréttir - 22.12.2016, Síða 19
19fimmtudagur 22. desember 2016 VÍKURFRÉTTIR að troða. Stjórn liðsins líkaði illa við það. Áhorfendur vildu sjá Banda- ríkjamennina troða.“ Stjórnin var á báðum áttum með að semja við Bren- ton sem var langt frá leikformi. Hann tók ákvörðunina fyrir þá og ákvað að yfirgefa Kýpur. „Ég var svo á Ítalíu á heimleið þegar ég fékk símtal frá um- boðsmanninum mínum þar sem mér var boðið að fara til Íslands. „Okei ég er til,“ sagði Brenton án þess að hugsa sig um. Þannig hafnaði Brenton hjá Njarðvíkingum. Frá Bronx til Njarðlem „Þetta var smá sjokk í fyrstu, komandi frá New York. Ég á hins vegar auð- velt með að aðlagast og liðsfélagarnir mínir létu mér líða eins og heima hjá mér. Ég þurfti bara að venjast því að lífið gekk aðeins hægar fyrir sig en ég var vanur,“ rifjar Brenton upp um fyrstu mánuðina á Íslandi. „Ég skildi ekki hvernig það var hægt að tala á meðan maður dró andann, en fyrir utan það fannst mér Íslendingar yndislegt fólk,“ segir Brenton í gríni. Þetta var árið 1998 og voru Njarð- víkingar og Keflvíkingar með bestu lið landsins. Njarðvíkingar höfðu landað titlinum árið áður. Brenton sá fyrir sér að að nýta Ísland sem stökkpall í stærri deild og bjóst ekki við því að ílengjast hér. Á fyrsta tímabili Brentons á Ís- landi töpuðu Njarðvíkingar svo fyrir erkifjendunum í lokaúrslitum. „Ég var miður mín og vildi koma aftur og vinna titilinn með Njarðvík. Þeir voru hins vegar að setja saman lið ÍRB (sameiginlegt lið Njarðvíkur og Kefla- víkur í Evrópukeppni) og ákváðu að velja stóran erlendan leikmann.“ Brenton var því atvinnulaus og ekkert virtist vera að hlaupa á snærið. „Ég fæ svo símtal frá Sævari Garðarssyni þar sem hann segir mér að Grinda- vík hafi verið að reka Kanann sinn, og hvort ég vilji ekki koma þangað.“ Aftur var hann kominn til Íslands. Einar Einarsson var þjálfari liðsins á þeim tíma. Hann gaf Brenton skot- leyfi og fól honum að leiða liðið. Bren- ton átti sitt besta tímabil á ferlinum með Grindavík það ár og liðið varð bikarmeistari og tapaði í lokaúrslitum gegn KR. Brenton var maður tíma- bilsins og átti von á því að fá gott boð frá Grindvíkingum. „Þeir gerðu mér hins vegar móðgandi tilboð sem ég hafnaði. Njarðvíkingar sögðu hins vegar að þeir vildu fá mig aftur, að þeir hefðu gert mistök með því að láta mig fara og ég samdi við þá.“ Brenton var hálpartinn ættleiddur í Njarðvík þar sem Þórunn Þorbergsdóttir, gjald- keri liðsins og Jón þáverandi maður hennar, tóku Brenton að sér. Hann átti sitt herbergi á heimili þeirra og var með lykil. Þar varð hann eins og einn af fjölskyldunni og heldur enn mjög nánu sambandi við Þórunni og fjöl- skyldu í dag. Fjórfaldar tvennur og fjöldi titla Ýmislegt hefur Brenton afrekað á körfuboltaferlinum þrátt fyrir brösuga byrjun. Tvisvar hefur hann náð því sem kallað er fjórföld tvenna, en það er afar sjaldgæft í körfubolta. Í leik með Grindavík gegn Keflavík í úrslita- keppni árið 1999 skoraði hann 17 stig, tók 14 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og stal 10 boltum. Í lokaúrslitum Njarð- víkur og Tindastóls árið 2001 átti Brenton svo leik þar sem hann skor- aði 28 stig, gaf 11 stoðsendingar, tók 10 fráköst og stal 10 boltum. Þrisvar hefur Brenton orðið Íslandsmeistari með Njarðvík (2001,2002 og 2006) og fjórum sinnum bikarmeistari. Fjórum sinnum hefur hann tapað í lokaúr- slitum, þrisvar gegn KR og einu sinni gegn Keflavík. Eilífð vandræði með bakið Eftir að hafa unnið allt sem var í boði árið 2002 með Njarðvíkingum þá kom loks tækifærið til að leika í stærri deild. Brenton fór þá til Frakklands þar sem hann lék með liði Rueil í B-deildinni. Þá var hann þegar byrjaður að finna verulega til í bakinu og á endanum fór hann í uppskurð vegna brjósk- loss, þá þrítugur að aldri. „Það voru sumir dagar þar sem ég féll í gólfið af sársauka og gat kannski ekki gengið í nokkra daga, ég vissi ekkert hvað var í gangi.“ Upp frá því háði bakið honum mikið og hamlaði því að hann næði að sýna sitt allra besta. „Bakið setti algjörlega strik í reikninginn á mínum ferli,“ viðurkennir Brenton en hann segist ekki sjá eftir neinu. Svona gerast kaupin á eyrinni bara. Nógu góður fyrir NBA deildina Ýmsir örlagavaldar hafa orðið til þess að Brenton endaði á Íslandi en það er eitthvað sem hann óraði ekki fyrir þegar hann var ungur maður í Stóra eplinu. Hann er á þeirri skoðun að til þess að ná langt í körfubolta þá dugi hæfileikarnir einir saman ekki til þess að koma sér í deild þeirra bestu eða stóru háskólana þar sem sviðið er stærst. „Þú þarft að vera á réttum stað á réttum tíma og heppni spilar þarna inn í líka.“ „Ég held að Brenton hefði vel getað spilað í NBA deildinni eða í sterku liði í meistaradeild Evrópu. Hann er stór bakvörður sem er frábær varnar- maður, getur skotið og hefur bolta- tæknina,“ segir Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson, fyrrum samherji og vinur Brenton til fjölda ára. „Ég hef heyrt þessu fleygt fram. Ég trúi í hjarta mínu að ég hefði getað spilað í stórri deild í Evrópu. Bakið eyðilagði það eiginlega fyrir mér þegar ég var kominn með annan fótinn þangað í Frakklandi. Þegar allt kemur til alls þá þýðir lítið að horfa til baka, „it is what it is,“ segir Brenton á móðurmálinu. Brenton er annálað ljúfmenni utan vallar og ótrúlega vel liðinn hvar sem hann drepur niður fæti. „Hann verður þó grimmur inni á vellinum og breyt- ist talsvert mikið. Hann er einn mesti sigurvegari sem hef spilað með,“ bætir Logi við um félaga sinn. Eftir atvinnumennsku í Frakklandi stoppaði Brenton stutt við í London en var sagt upp þar vegna bakmeiðsl- anna. Hann kom því heim til Njarð- víkur aftur og það tók hann í raun tvö ár að ná sér af meiðslunum sem þó há honum enn þann dag í dag. „Ég hefði líklega verið eins og Darrell Lewis að spila eftir fertugt ef það hefði ekki verið fyrir bakið,“ segir Brenton sem þó spilaði til 38 ára aldurs. „Ég vil geta labbað þegar ég verð sextugur og því er ég opinberlega hættur,“ segir hann kíminn. Heilt byrjunarlið: Brenton ásamt sonum sínum. Elstur er Rúnar Ingi, svo er það Róbert Sean, næstur er Patrik Joe og svo Sigþór litli. Brenton kann vel við sig í flug- turninum þar sem mikilvægt er að vera rólegur undir álagi: „Góður flugumferðarstjóri getur séð eitthvað gerast fyrir og brugðist fljótt við án þess að frjósa eða fara á taugum.“ VF/mynd: Eyþór Sæm. Það voru sum- ir dagar þar sem ég féll í gólfið af sársauka og gat kannski ekki gengið í nokkra daga, ég vissi ekkert hvað var í gangi

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.