Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 32
32 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Fisktækniskóli Íslands í Grindavík útskrifaði 29 nemendur frá Fisktækniskóla Íslands nú í desember. Í hópnum voru tíu fisktæknar, ellefu gæðastjórar og átta sem voru útskrif- aðir sem Marel-vinnslutæknar. Þetta var í þriðja skipti sem skólinn útskrifar nemendur frá því að námskrá skólans var formlega samþykkt árið 2012 og hafa nú alls um 90 nem- endur útskrifast frá skólanum. Auk kennslu til grunnnáms á framhaldsskólastigi og sérnáms hefur námskeiðahald verið stór þáttur í starfsemi skólans á árinu og hafa um 800 starfandi einstaklingar úr sjávarútvegi, fiskeldi og vinnslum af öllu landinu, sótt námskeið á vegum skólans. Frá stofnun skólans fyrir nær átta árum hefur verið lögð mikil áhersla á að auk kennslu í Grindavík yrði nám í fisk- tækni í boði sem víðast á landinu. Að sögn Ólafs Jón Arn- björnssonar, skólameistara Fisktækniskóla Íslands hafur það markmið náðst enda stunduðu um 60 nemendur nám á þremur stöðum á landinu í góðu samstarfi við framhalds- skóla, símenntunarmiðstöðvar og hagsmunaaðila í sjávar- útvegi á hverjum stað nú á haustönn. Nú stendur yfir innritun á vorönn og auk tveggja ára grunnáms í Fisktækni og sérnáms í Marel-vinnslutækni og Gæðastjórnun verður í fyrsta skipti boðið upp á nýtt eins árs sérnám í Fiskeldi. Námið er sniðið fyrir þessa vaxandi iðngrein á Íslandi og er unnið í samstarfi við Háskólann á Hólum. 29 nemendur útskrifast frá Fisktækniskóla Íslands ■ Ferðaþjónusta Reykjaness mun áfram sinna akstri fólks með fötlun í Reykjanesbæ. Skrifað var undir samning þess efnis á dögunum. Samn- ingurinn var gerður í kjölfar útboðs þar sem tvö fyrirtæki sendu inn tilboð. Samningurinn er til fimm ára og tekur gildi í apríl á næsta ári. Ferðaþjónusta Reykjaness hefur sinnt þjónustunni undanfarin ár og mun halda sama fyrirkomulagi á þjónustunni og verið hefur. Markmið ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ er að gera fólki kleift að stunda vinnu, nám eða sækja sér þjónustu á sérhæfðar þjónustustofnanir. Ferðaþjónusta Reykjaness áfram með akstur fólks með fötlun Margrét Arna Eggertsdóttir og Kjartan Már Kjartansson við undirritun samnings um akstursþjónustu fyrir fólk með fötlun. Mynd af vef Reykjanesbæjar. ■ Kiwanisklúbburinn Keilir er með sína árlegu jólatréssölu í Húsasmiðj- unni. Auk trjáa eru í boði leiðis- krossar og skreyttar greinar. Þetta er stærsta fjáröflun Keilis og rennur allur ágóði til líknarmála. Það er hluti af jólahefð hjá fjölmörgum fjöl- skyldum á Suðurnesjum að kaupa jólatré af Kiwanisklúbbnum og færir hann þeim sínar bestu þakkir fyrir, segir í tilkynningu frá klúbbnum. Í upphafi sölunnar voru afhentir styrkir til Velferðarsjóðs og Fjöl- skylduhjálpar líkt og undanfarin ár, Skúli Magnússon forseti Keilis og Arnar Ingólfsson formaður styrktar- nefndar sáu um afhendingu styrkj- anna. Þórunn Þórisdóttir tók við styrknum fyrir hönd Velferðarsjóðs og Anna Valdís Jónsdóttir fyrir hönd Fjölskylduhjálpar. Anna Valdis notaði þetta tækifæri og afhendi Kiwanis- klúbbnum viðurkenningu Fjölskyldu- hjálpar, Hjálparengil 2016. Arnar og Björn með Þórunni frá Velferðarsjóði Suðurnesja.Arnar og Björn afhentu Önnu Valdísi styrk frá Kiwanisklúbbnum. Óska Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Kærar þakkir fyrir stuðninginn á liðnum árum. Lifið heil, Páll Valur Björnsson Verðlaunuð verða  íþróttakona og íþróttakarl hjá hverri deild og síðan þau sem hljóta heiðurinn að vera íþróttafólk UMFN 2016.   Hófið verður haldið í Íþróttahúsinu í Njarðvík, fundarsal UMFN, þriðjudaginn 27. desember nk. og hefst kl. 17:30.   Við hvetjum alla  til að mæta og samfagna okkar frábæra íþróttafólki.    Aðalstjórn UMFN Val á íþróttafólki ársins 2016 Ungmennafélag Njarðvíkur Verzlun Fjölskylduhjálpar Íslands Baldursgötu 14, Reykjanesbæ Iðufelli 14, Reykjavík Opið alla virka daga milli 13-18 Ekta leðurhanskar fyrir dömur 3.900 kr Falleg grein á leiðið 1.990 kr Kiwanismenn afhentu styrki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.