Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2016, Síða 32

Víkurfréttir - 22.12.2016, Síða 32
32 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Fisktækniskóli Íslands í Grindavík útskrifaði 29 nemendur frá Fisktækniskóla Íslands nú í desember. Í hópnum voru tíu fisktæknar, ellefu gæðastjórar og átta sem voru útskrif- aðir sem Marel-vinnslutæknar. Þetta var í þriðja skipti sem skólinn útskrifar nemendur frá því að námskrá skólans var formlega samþykkt árið 2012 og hafa nú alls um 90 nem- endur útskrifast frá skólanum. Auk kennslu til grunnnáms á framhaldsskólastigi og sérnáms hefur námskeiðahald verið stór þáttur í starfsemi skólans á árinu og hafa um 800 starfandi einstaklingar úr sjávarútvegi, fiskeldi og vinnslum af öllu landinu, sótt námskeið á vegum skólans. Frá stofnun skólans fyrir nær átta árum hefur verið lögð mikil áhersla á að auk kennslu í Grindavík yrði nám í fisk- tækni í boði sem víðast á landinu. Að sögn Ólafs Jón Arn- björnssonar, skólameistara Fisktækniskóla Íslands hafur það markmið náðst enda stunduðu um 60 nemendur nám á þremur stöðum á landinu í góðu samstarfi við framhalds- skóla, símenntunarmiðstöðvar og hagsmunaaðila í sjávar- útvegi á hverjum stað nú á haustönn. Nú stendur yfir innritun á vorönn og auk tveggja ára grunnáms í Fisktækni og sérnáms í Marel-vinnslutækni og Gæðastjórnun verður í fyrsta skipti boðið upp á nýtt eins árs sérnám í Fiskeldi. Námið er sniðið fyrir þessa vaxandi iðngrein á Íslandi og er unnið í samstarfi við Háskólann á Hólum. 29 nemendur útskrifast frá Fisktækniskóla Íslands ■ Ferðaþjónusta Reykjaness mun áfram sinna akstri fólks með fötlun í Reykjanesbæ. Skrifað var undir samning þess efnis á dögunum. Samn- ingurinn var gerður í kjölfar útboðs þar sem tvö fyrirtæki sendu inn tilboð. Samningurinn er til fimm ára og tekur gildi í apríl á næsta ári. Ferðaþjónusta Reykjaness hefur sinnt þjónustunni undanfarin ár og mun halda sama fyrirkomulagi á þjónustunni og verið hefur. Markmið ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ er að gera fólki kleift að stunda vinnu, nám eða sækja sér þjónustu á sérhæfðar þjónustustofnanir. Ferðaþjónusta Reykjaness áfram með akstur fólks með fötlun Margrét Arna Eggertsdóttir og Kjartan Már Kjartansson við undirritun samnings um akstursþjónustu fyrir fólk með fötlun. Mynd af vef Reykjanesbæjar. ■ Kiwanisklúbburinn Keilir er með sína árlegu jólatréssölu í Húsasmiðj- unni. Auk trjáa eru í boði leiðis- krossar og skreyttar greinar. Þetta er stærsta fjáröflun Keilis og rennur allur ágóði til líknarmála. Það er hluti af jólahefð hjá fjölmörgum fjöl- skyldum á Suðurnesjum að kaupa jólatré af Kiwanisklúbbnum og færir hann þeim sínar bestu þakkir fyrir, segir í tilkynningu frá klúbbnum. Í upphafi sölunnar voru afhentir styrkir til Velferðarsjóðs og Fjöl- skylduhjálpar líkt og undanfarin ár, Skúli Magnússon forseti Keilis og Arnar Ingólfsson formaður styrktar- nefndar sáu um afhendingu styrkj- anna. Þórunn Þórisdóttir tók við styrknum fyrir hönd Velferðarsjóðs og Anna Valdís Jónsdóttir fyrir hönd Fjölskylduhjálpar. Anna Valdis notaði þetta tækifæri og afhendi Kiwanis- klúbbnum viðurkenningu Fjölskyldu- hjálpar, Hjálparengil 2016. Arnar og Björn með Þórunni frá Velferðarsjóði Suðurnesja.Arnar og Björn afhentu Önnu Valdísi styrk frá Kiwanisklúbbnum. Óska Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Kærar þakkir fyrir stuðninginn á liðnum árum. Lifið heil, Páll Valur Björnsson Verðlaunuð verða  íþróttakona og íþróttakarl hjá hverri deild og síðan þau sem hljóta heiðurinn að vera íþróttafólk UMFN 2016.   Hófið verður haldið í Íþróttahúsinu í Njarðvík, fundarsal UMFN, þriðjudaginn 27. desember nk. og hefst kl. 17:30.   Við hvetjum alla  til að mæta og samfagna okkar frábæra íþróttafólki.    Aðalstjórn UMFN Val á íþróttafólki ársins 2016 Ungmennafélag Njarðvíkur Verzlun Fjölskylduhjálpar Íslands Baldursgötu 14, Reykjanesbæ Iðufelli 14, Reykjavík Opið alla virka daga milli 13-18 Ekta leðurhanskar fyrir dömur 3.900 kr Falleg grein á leiðið 1.990 kr Kiwanismenn afhentu styrki

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.