Víkurfréttir - 22.12.2016, Qupperneq 18
18 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR
Eyþór Sæmundsson
eythor@vf.is
„Góðan daginn! Er möguleiki fyrir
þig að hittast klukkan 13:00,“ segir
Brenton og tekur þannig af allan vafa
blaðamanns um hvort hann hafi átt
að senda viðtalsbeiðnina á íslensku
eða ensku. Brenton, sem fyrst kom
til Íslands fyrir 18 árum hefur náð
góðum tökum á íslenskunni og talar
hana vel. Hann er giftur Njarðvík-
ingnum Berglindi Sigþórsdóttur og
saman eiga þau þrjá drengi sem hann
tjáir sig við á ensku, enda vill hann að
þeir læri hans móðurmál. Foreldrar
Brentons áttu spænsku að móðurmáli
og er hann satt að segja frekar súr að
þau hafi ekki kennt honum spænsku
þegar hann var að alast upp í Bronx
hverfi New York borgar. Hann á rætur
að rekja til Karíbahafsins. Móðir hans
flúði Kúbu þegar Castro komst þar til
valda. Faðir hans á svo uppruna sinn
að rekja til Jamaíka og Kúbu. Lífið í
Bronx var ekki auðvelt á áttunda ára-
tug síðustu aldar þar sem mikið var
um gengi og ofbeldi. Brenton segist
þó ekki hafa upplifað ofbeldi eða neitt
slíkt af eigin raun enda alinn upp til
þess að halda sig á mottunni. Hann
náði alfarið að sniðganga vandræði
og öll vímuefni og var snemma farinn
að stunda íþróttir. Brenton var góður
íþróttamaður og frambærilegur náms-
maður. Hann komst inn í mennta-
skóla í Brooklyn þar sem hann byrjaði
að mæta á körfuboltaæfingar. Hann
segir sjálfur að hann hafi verið hrár
leikmaður í fyrstu en hafði góðan
grunn til að byggja á.
Versti leikur ferilsins
fyrir framan stóru skólana
Ekki voru margir af stóru háskólunum
sem sýndu Brenton áhuga þrátt fyrir
fínan feril í framhaldsskóla. Skólar
úr 2. og 3. deild sýndu honum áhuga.
Aðeins einn skóli úr 1. deild háskóla-
boltans vildi fá Brenton í sínar raðir.
Það var Brooklyn háskólinn, sem er
lítill einkaskóli sem lék utan deildar
í þá daga. Brenton þekkti aðstoðar-
þjálfarann sem vildi ólmur fá hann,
en aðalþjáfarinn var ekki sannfærður.
Brenton spilaði mikilvægan leik í úr-
slitakeppni í borginni sem þjálfararnir
komu að sjá. Þarna var stóra tæki-
færið fyrir ungan leikmann. „Við töp-
uðum leiknum og ég hitti úr einu af
18 skotum mínum í leiknum,“ rifjar
Brenton upp og skellihlær. „Þetta er
ennþá versti leikurinn á ferli mínum
og það er óhætt að segja að þjálfar-
arnir hafi ekki verið sannfærðir.“
Þjálfarar frá öðrum stórum skólum
voru á leiknum og ljóst að nafn Bren-
ton var strikað af mörgum listum þetta
kvöld. Brenton fékk þó annað tæki-
færi og komst í Brooklyn skólann á
hálfum skólastyrk þar sem hann þótti
ekki nægilega góður. Með góðri spila-
mennsku vann Brenton sér inn fullan
styrk og lék með skólanum í tvö ár.
Þá fékk hann slæmar fréttir. Skólinn
var í fjárhagskröggum og þurfti að
leggja niður allar íþróttir. Þá var Bren-
ton á byrjunarreit og þurfti að leita
sér af nýjum skóla. Flestir skólarnir
í umdæminu voru áhugasamir enda
komst Brenton í úrvalslið í fylkinu
eftir annað árið sitt í Brooklyn. „Ég
gerði munnlegt samkomulag við Da-
vidson skólann í Norður Karolínu en
komst ekki inn þar sem einkunnirnar
voru ekki nægilega góðar. Það var al-
gjör vendipunktur í lífi mínu og ég var
mjög vonsvikinn. Ég var bara að
gera það sem þurfti til að skrimta
námslega séð en það kom mér
í koll á endanum.“ Á síðustu
stundu kom Manhattan skólinn
til sögunnar þar sem Brenton
kláraði háskólaferilinn. Þar var
Brenton í frægðarhöllinni og átti
glæstan feril og leiddi liðið meðal
annars til NCAA-úrslita þar sem
liðið tapaði gegn sterku Virgina liði.
Brenton varð besti leikmaður liðsins
og einn af þeim bestu í New York um-
dæminu auk þess sem hann bætti úr
námsárangrinum og var verðlaunaður
á þeim vettvangi. Hann taldi því að
hann ætti möguleika á að verða at-
vinnumaður. Ef ekki NBA deildin
þá Evrópa. „Ef þú ferð í lítinn skóla
þarftu að gera eitthvað stórkostlegt
til þess að vekja athygli á þér. Þeir fá
ekki mikla umfjöllun,“ segir Brenton
en hann hlaut ekki náð fyrir augum
NBA liða eða stóru liðanna í Evrópu.
Hann þurfti virkilega að hafa fyrir því
að komast í atvinnumennsku.
Skrykkjótt leiðin í atvinnumennsku
Eftir að ljóst varð að Brenton myndi
ekki að ná að upplifa drauminn strax
eftir útskrift lék hann með liði sem
ferðaðist um landið og spilaði æf-
ingaleiki við háskólalið. Hann segir
það hafa verið mikið hark. „Við
spiluðum 22 leiki á 30 dögum og
fórum vítt og breitt um Banda-
ríkin. Þjálfarinn í því liði kom mér
á fyrsta samninginn minn sem at-
vinnumaður í Finnlandi.“ Þar lék
Brenton aðeins hluta af tímabili en
fékk ekki áframhaldandi samn-
ing. Á besta aldri sagði Brenton
því skilið við körfubolta í þrjú ár.
Hann þjálfaði þá kvennaliðið við
gamla háskólann sinn. „Ég leit svo
á að ég væri hættur
í körfubolta 22 ára
gamall. Ég ætlaði þá
að snúa mér að þjálfun
og gera starfsframa úr
því.“ Ástríðan var ekki
beint til staðar í þjálfun en
Brenton hafði gaman af því
að vera í kringum körfubolta.
Þegar Brenton greip í körfubolta
þá fór hann jafnan illa með and-
stæðinga sína. Fólk furðaði sig á því
af hverju hann væri ekki að spila.
Fór í áheyrnarprufu hjá Spike Lee
og lék vonda gaurinn í bíómynd
Þegar hann var í fríi frá körfubolta
daðraði Brenton við kvikmynda-
iðnaðinn þar sem hann lék vonda
gaurinn í körfuboltamyndinni
Game day sem fór beint á dvd.
Hann lék líka í auglýsingum sem
sýndar voru um öll Bandaríkin
og gáfu vel í aðra höndina.
Brenton var einn af þeim sem
komu til greina í stórmyndina
He got game og fór í áheyrnar-
prufu hjá sjálfum Spike Lee.
„Það gekk ekki vel og ég
var mjög stressaður. Ég er
enginn leikari og hafði enga
þannig þjálfun, ég las bara
beint upp af blaðinu,“ rifjar
Brenton upp og hlær. Brenton var
hvattur til þess að leggja auglýsingar
fyrir sig en þá var hann þegar farinn
að huga að körfuboltanum aftur.
Eftir þrjú ár í dvala fékk hann boð
um að reyna fyrir sér hjá liði í
Kýpur. Í lélegu formi skoraði
Brenton 30 stig gegn sterku liði
í sínum fyrsta leik. „Í lok leiks-
ins komst ég í hraðaupphlaup og
lagði boltann ofan í í stað þess
●● Átti●erindi●í●NBA● Ætlaði●að●hætta●22●ára
●● Lék●vonda●gaurinn●í●körfuboltamynd● Fór●í●áheyrnarprufu●hjá●Spike●Lee
Flugumferðarstjórinn Brenton Birmingham
um ferilinn og lífið eftir körfuboltann
ÍSLENDINGUR
MEÐ BANDARÍSKT VEGABRÉF
Það mætti alveg deila um það hvort örlögin hafi hreinlega ætlað Bandaríkjamann-
inum Brenton Birmingham að setjast að á Íslandi. Það var fyrir algjöra tilviljun að hann
endaði hér þegar hann eltist við æskudrauminn. Í hans tilfelli féllu öll vötn til Njarð-
víkur en þar hefur hann endað oftar en einu sinni eftir að hafa leitað á önnur mið. Þar
fann hann ástina og átti ákaflega farsælan feril í körfubolta. Nú sér hann um að stjórna
flugumferðinni á Keflavíkurflugvelli þar sem hinn yfirvegaði Brenton nýtur sín til fulls.