Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 5
Helgarblað 24. nóvember 2017 fréttir 5 Í dag, föstudaginn 24. nóvember, fagnar Ás­ grímur Ágústsson fimmtugsafmæli sínu. Í stað gleði og notalegheita í tilefni af áfanganum stóra þá mun kvíði og sorg einkenna afmælis­ dag Ásgríms. Hann hefur verið húsnæðislaus í þrjá mánuði og hefur meðal annars neyðst til þess að leita skjóls í Gistiskýli Reykjavíkurborgar að Lindargötu. Ásgrímur er öryrki sem er ekki í neinni óreglu og því er skýlið, sem er fyrst og fremst hugs­ að fyrir einstaklinga í neyslu, slæmur staður sem hefur skaðleg áhrif á heilsu Ásgríms. Aðspurður hver hans heitasta ósk á fimmtudagsafmælinu er, segir Ásgrímur: „Mig langar heim.“ Þann 23. ágúst síðastliðinn, fyrir rúmum þrem­ ur mánuðum, var Ásgrímur borinn út af heimili sínu við Sléttuveg. Í tæpa tvo áratugi hefur hann verið öryrki í kjölfar slyss auk þess sem hann glím­ ir við andleg veikindi, geðhvarfasýki og þunglyndi. Það var því mikill skellur fyrir einstakling í þessari stöðu að missa heimili sitt. „Ég stóð bara á stéttinni með allar mínar persónulegu eigur í ferðatösku og bakpoka og vissi ekki mitt rjúkandi ráð,“ segir Ás­ grímur. Hann hefur í nokkur ár verið á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá Reykjavíkurborg og hefur ekki góða reynslu af þeim vígstöðvum. „Kerfið sem slíkt er ágætt og úrræðin eru til staðar. Það virkar samt ekki sem skyldi út af manneklu og fjárskorti,“ segir Ásgrímur. Hann hefur verið í sambandi við félagsfulltrúa hjá borginni og hafði samband við hann þegar hann stóð ráðþrota á stéttinni. Niður­ staða samtalsins var sú að hann skyldi reyna að fá inni á gistiheimili að minnsta kosti í 1–2 nætur sem félagsmálayfirvöld ætluðu að styrkja hann um. Lögreglan reyndist vel Það var hægara sagt en gert en loks fékk Ásgrímur inni á litlu gistiheimili þar sem nóttin kostaði 9.500 krónur og eingöngu var tekið við reiðufé. „Það var með þeim fyrirvara að ef einhver viðskiptavinur myndi bóka herbergi þá yrði ég að víkja. Ég var alveg búinn á því eftir þennan dag og náði loksins góðum nætursvefni,“ segir Ásgrímur. Hann var þó strax sviptur skjólinu. Herbergið var bókað og aftur tók gatan við. Í örvæntingu sinni fékk Ásgrímur að gista í stof­ unni hjá kunningja sínum. „Ég vissi að hann væri í talsverðri neyslu og það var gestkvæmt á heimil­ inu. Þar fór ekki vel um mig en ég lét það ganga í tvær vikur. Þá fékk ég nóg, pakkaði saman og sagði kunningja mínum og gesti sem var í heimsókn að ég ætlaði að skreppa aðeins út. Ég kom aldrei til baka,“ segir Ásgrímur. Slæmt veður var úti, rok og rigning, og fékk Ás­ grímur því inni á lögreglustöðinni við Hverfis­ götu þar sem hann fékk að sofa um nóttina. „Lög­ reglan reyndist mér afar vel. Þeir gáfu mér kaffi og hengdu fötin mín til þerris. Ég fékk síðan að gista í fangaklefa en þó með þeim fyrirvara að ég þyrfti að víkja ef nota þyrfti klefann,“ segir Ásgrímur. Hann var því aðeins brattari daginn eftir þegar leitin að næsta næturstað hófst. Eftir að hafa geng­ ið um miðbæinn komst hann að þeirri niðurstöðu að Gistiskýlið við Lindargötu væri eini kosturinn í stöðunni. „Kuldinn fer mjög illa í hrygginn á mér en þar er ég margbrotinn. Ég varð því að leita mér skjóls og fór á Lindargötuna. Ég vissi vel að þetta væri enginn staður fyrir einstakling sem ekki væri í neyslu. Örvæntingin var samt svo mikil að ég sá ekki aðra lausn,“ segir Ásgrímur. Þeir sem gista í skýlinu þurfa að yfirgefa húsið fyrir klukkan 10 dag hvern og síðan er opnað fyrir umsóknir um næturgistingu klukkan 16. „Ég mældi bara göturnar þessa klukku­ tíma. Ég er eiginlega kominn með ógeð á Lauga­ veginum og Hverfisgötunni,“ segir Ásgrímur. Hann reyndi alltaf að mæta um klukkan 15.00 í Gistiskýlið til þess að tryggja að hann fengi næturstað. Stöðugt hræddur um eigur sínar „Húsið er opnað klukkan 16.00 og þá eru menn skráðir inn. Það voru yfirleitt alltaf fleiri sem sótt­ ust eftir plássi en húsið rúmaði,“ segir Ásgrímur. Hann hafi síðan haldið til á kuldalegri kaffistofunni til klukkan sjö um kvöldið þegar rúmfötum var út­ deilt og næturgestir fengu upplýsingar um her­ bergisnúmer. „Það var reynt að raða í herbergi eftir ástandi gesta. Sumir voru mjög veikir og þá voru þeir yfirleitt settir í herbergi númer eitt, sem kallað er Ásinn,“ segir Ásgrímur. Sjálfur hafi hann yfirleitt fengið að vera í litlu þriggja manna herbergi með einstaklingum sem voru í sæmilegu ástandi. „Það er gífurleg neysla inni í skýlinu. Áfengið er tekið af mönnum við innganginn en það er ekki amast við því þótt menn taki flöskurnar, sturti í sig fyrir utan og komi svo aftur inn. Þá fá menn að fara inn með litla neysluskammta af eiturlyfjum og starfsfólk útvegar gestum sprautur,“ segir Ásgrím­ ur. Hann segist hafa reynt að hafa hægt um sig og þurfti stanslaust að hafa auga með eigum sínum. „Það er ekki hægt að skilja neitt eftir á glámbekk því þá er það horfið. Ég var því stöðugt stressaður varðandi dótið mitt. Þá er ekkert einkalíf til staðar inni í skýlinu. Þú getur hvergi verið og talað í sím­ ann án þess að aðrir fylgist með,“ segir Ásgrímur. Fyrir mann sem glímir við andleg veikindi þá er augljóst að aðstæður eins og lýst er hér að framan eru ekki heppilegar. „Það er ekki auðvelt að vakna á morgnana og reyna að takast á við daginn í að­ stæðum sem þessum,“ segir Ásgrímur. Eftir rúman mánuð í skýlinu var hann að niðurlotum kominn og ákvað að reyna að finna sér annan samastað. Undanfarnar vikur hefur hann haldið til í átta fermetra herbergi sem hann hefur aðgang að til skamms tíma. Það er þó engin framtíðarlausn. „Ég er þakklátur fyrir herbergið miðað við það sem ég hef þurft að upplifa undanfarna mánuði. Ég vona að innan skamms fái ég úthlutað félagslegu hús­ næði en það getur enginn svarað mér því hvort það verði eftir nokkrar vikur, mánuði eða ár. Þetta ástand er ómannúðlegt með öllu og þessu verður að breyta,“ segir Ásgrímur. n Fagnar Fimmtugs- aFmæli á götunni Ásgrímur Ágústsson hefur verið heimilislaus í þrjá mánuði m y n d ir S ig tr y g g u r A r i m enn eru að komast til sjálfs sín í Gistiskýlinu við Lindargötu. Úti er fimm stiga frost og með norðankaldanum ganga spýjur af sjó upp á Sæbrautina. Ég hef mælt mér mót við tvo menn, sem eiga það sameiginlegt með öðrum skjólstæðingum Gistiskýlisins að eiga ekkert öruggt heimili og hafa enga vissu um hlýtt fleti um kaldar vetrarnætur. Daginn áður hafði ég hitt þessa kappa þegar þeir voru góðglaðir að skrá sig inn til næturgistingar. Það var þokkalega létt yfir mann­ skapnum og auðvelt að eiga sam­ ræður við menn. Einhverjir urðu feimnir við blaðamann en margir voru umsvifalaust til í að segja frá kjörum sínum. Þegar við höfðum talað um hríð var skráningu lokið, allt orðið fullt. Ungur maður sem ég hafði rætt við varð útundan. Hann bölvaði lágt og lét sig hverfa austur eftir Lindargötunni. Hvað verður svo um þá sem að ekki ná að skrá sig inn í Gistiskýlið? Okkar menn höfðu þegar útskýrt að of kalt væri að eyða nóttinni í bílastæðahúsum. „Það eru nokkrir staðir í borginni,“ segir Davíð Ingi, einn þeirra sem hafa samþykkt að sýna okkur inn í veröld heim­ ilislausra í Reykjavík. Davíð eyddi fyrstu nóttinni sinni í Gistiskýlinu árið 1989. Hann hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur. Er listfeng­ ur, kann að teikna og spila á gítar, en hefur gengið brösuglega að feta hefðbundnar slóðir í lífinu. Hann kveðst ekki vera í mikilli neyslu, en er HIV­smitaður og þarf að passa að taka nauðsynleg lyf. Davíð er skrafhreifinn og brosmildur. Blár af kulda Þegar mig ber að garði rétt fyrir klukkan níu á þessum sérlega kuldalega þriðjudagsmorgni þá kemur aðvífandi ungi maðurinn sem náði ekki gistingu kvöldið áður. Hann er órólegur, hendurn­ ar nánast bláar og bólgnar og fötin öll í blettum sem virðast helst geta verið kertavax. Hann segir að á sig hafi verið ráðist og hann rændur. Hann er að sækja dót sem hann á í Gistiskýlinu og lætur sig svo hverfa jafnharðan út í myrkrið. Margir verða frá að hverfa Davíð kippir mér inn fyrir og sýnir mér inn í herbergi í Skýl­ inu. Þar eru fimm rúm meðfram veggjum og menn sofandi í fjór­ um. „Sjáðu, það er ekkert á veggj­ unum. Og dúkurinn á gólfinu og veggjunum er alveg eins og í stein­ inum,“ segir hann. Það er áber­ andi að menn eru þakklátir fyr­ ir aðstöðuna og vilja síður kvarta. En þeim er líka vel ljóst að peninga skortir til þess að bæta aðstöðuna. Leið okkar liggur í bílastæða­ húsið við Vitatorg þar sem heim­ ilislausir hafa oftar en ekki alið manninn. Við komum nið­ ur stigagang ofan í kjallarann og félagarnir Davíð og Örn, vinur hans, benda mér á staði þar sem hægt er að sofa. „Sjáðu, hér eru til dæmis sprautunálar og rusl,“ segir Davíð. „Þetta verðum við að taka. Ef svona er skilið eftir hérna þá verður séð til þess að við getum ekki gist hérna.“ Útsjónarsemi nauðsynleg Á Hverfisgötunni heldur Örn sína leið en Davíð heldur áfram með okkur. Við skáskjótum okkur í gegnum húsasund og endum við bakhús á milli Laugavegar og Hverfisgötu. Við knýjum dyra og einhver svarar. Inni sefur fólk í nokkrum fletum. Þarna eru borð og stólar. Vísir að eldhúsinn­ réttingu og þokkalegasta baðher­ bergi. Ördauf vetrarskíma berst inn um glugga og logar á spritt­ kertum á víð og dreif þannig að rétt er hægt að greina umhverfið. Inni er funheitt. Davíð útskýrir að þau sem á ann­ að borð eigi ekki í hús að venda að vetrinum þurfi alltaf að vera út­ sjónarsöm með gistingu. Í þessu húsi geti þau verið og lögregla amist ekki við veru þeirra þarna, að því gefnu að ekki séu læti eða átök. „Við reynum að gera þetta heimilislegt. Ef nýtilegir hlutir eru skildir eftir á víðavangi þá reynum við að koma þeim strax hingað. Við höfum meira að segja komist yfir hreingeringartól og reynum að halda staðnum hrein­ um.“ Þetta er einn þeirra staða sem heimilislausir geta nýtt sér ef þeir komast ekki að í Gistiskýlinu, eða Konukoti, sem er sambærileg gisting ætluð konum. sigtryggur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.