Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 12
12 umræða Helgarblað 24. nóvember 2017 Þ að er stundum talað um það sem einhvern langdreginn samkvæmisleik okkar Ís- lendinga að reyna að giska á eða geta sér til um höfund okkar frægustu bókar fyrr og síðar, sjálfr- ar Brennu-Njáls sögu, eða Njálu. Og vissulega hafa margar slíkar ágiskanir verið eins og hreint skot í myrkri; menn hafa verið að nefna til sögunnar biskupa, presta eða veraldlega höfðingja sem við telj- um að hafi verið uppi á ritunar- tíma sögunnar og að auki trúlega bæði læsir og skrifandi, sem var á þeim tímum annars ekki sjálfgefið. Að auki innifela þannig ágiskanir það að þessi úthugsaða og marg- slungna bók sem hér um ræðir hafi þá sennilega verið verk við- vanings; að einhver með litla eða jafnvel enga reynslu af sagnaskrif- um hafi tekið sig til einn góðan veðurdag og farið að skrifa stóra sögulega skáldsögu, með þessari útkomu. Eins og mörgum er kunnugt hef ég sjálfur hallast mjög að eða eigin lega sannfærst um að sú kenning sem aðrir höfðu viðrað á undan mér, meðal annars Matth- ías Johannessen, skáld og ritstjóri, að Sturla Þórðarson hafi samið Njálu, sé hárrétt. Einhverjir kynnu þá að spyrja hvort það sé ekki bara einmitt enn eitt skotið í myrkrinu, ágiskun sem getur aldrei orðið meira en það; að Sturla, skáld og sagnaritari, sé bara enn einn mað- urinn sem hafi verið uppi á ritun- artíma Njálu og verið læs og skrif- andi. En það er aldeilis ekki svo. Þessi kenning byggir nefnilega á þeirri staðreynd að innihalds- legar samsvaranir á milli þekktu- stu bókar sem við vitum að Sturla samdi, og hinsvegar Njálu, eru svo miklar og sláandi að engin hald- bær eða trúleg skýring á því getur verið önnur en sú að sami höfund- ur hafi verið að verki við samningu beggja bóka. „Íslendingasaga,“ sem svo hefur verið kölluð, er veigamesti og mikil vægasti hluti Sturlungusafns- ins, en í fyrsta hluta hennar er kappinn og glæsimennið Sturla Sighvatsson í forgrunni. Upp- gangur hans og sigurganga virð- ist óstöðvandi, hann er bæði dáð- ur og öfundaður, en hann verður einhvers konar ofmetnaði og of- dirfsku að bráð; hann hirðir ekki um aðvörunarorð og ráðleggingar eldri og vitrari manna eins og föð- ur síns. Sturla egnir gegn sér of marga og of volduga andstæðinga, sem mynda bandalag gegn honum og fella svo í bardaga, und- ir forystu Gissurar Þorvaldsson- ar, síðar jarls. Annar hluti bókar- innar segir svo frá hefndinni sem kom yfir Gissur; bær hans er um- kringdur af óvinaflokki sem reynir að brjóta sér leið inn í húsin til að drepa Gissur og syni hans þrjá, en þar sem varist er af hörku taka þeir til bragðs að brenna húsin. Einn þeirra sem drepa átti, Gissur sjálf- ur, sleppur lifandi úr eldinum, og síðasti hluti Íslendingasögu segir svo frá hefnd hans, og drápum á mörgum brennumanna. Sama orðalag Þegar ég var niðursokkinn í að skrifa skáldsöguna „Skáld“ (2012), þar sem Sturla Þórðarson er að- alpersónan, og ég lá í að lesa allt sem ég kom höndum yfir og skrif- að hefur verið um tímann þegar hann lifði, og hafði reyndar verið í áratug með hugann við þrettándu öldina vegna fleiri skáldsagna um sama tímabil, þá uppgötvaði ég að þessum þremur hlutum Ís- lendingasögu mætti lýsa, næst- um í smáatriðum, með sömu orð- um og þeim þremur bókarhlutum sem Njála er samsett úr: hetj- an og glæsimennið í fyrsta hluta sem fer fram úr sér, ofmetnast og fellur; næsti bókarhlutinn er um brennuna, og síðasti hlutinn um hefnd þess sem sleppur lifandi úr eldinum. Áður höfðu ýmsir fræðimenn, meðal annars Barði Guðmundsson, sagnfræðingur og fyrrverandi þjóðskjalavörður og mikill Njálufræðingur, og norski norrænufræðingurinn John Meegaard, bent á ótal- margar hliðstæður á milli beggja bóka, til dæmis hvernig sjón- arhornið er fært í báðum bókum á dramatískum stöð- um á milli andstæðra fylkinga; í brennunni til að mynda frá brennumönnum og svo inn í eldinn þar sem hliðstæðar persónur birtast – húsmóðirin og tengdadóttirin, sem segja og gera nokkurn veginn það sama, og svona mætti lengi telja. Hér er stuttur bút- ur úr Skírnisgrein sem ég birti um þessi mál árið 2011: „En önnur atriði snerta dramatískasta at- burð beggja bóka, er íslenskt höfuð- ból er umkringt af óvinum sem brenna húsin þegar þeim mistekst að brjót- ast inn og drepa húsráðendur. Hér er ein af stórmerki- legum athugunum Barða: „Veturinn eftir Flugumýrar- brennu heppn- aðist Gissuri Þor- valdssyni að fella átta af brennumönnum, og á næsta sumri, er Oddur Þórarins- son hafði tekið við forystunni af Gissuri í baráttunni gegn þeim, felldi hann fimm í Grímsey“ (Grímsey og Flat ey á Skjálfanda. aths. – ek). „Rétt áður en greint er í Njálu frá utanför Flosa og manna hans á skipi Eyjólfs nefs er Kári látinn segja við Þorgeir skorargeir: „Drepa ætla ég Gunnar Lambason og Kol Þor- steinsson, ef færi gefur á. Höfum við þá drep- ið fimmtán menn með þeim fimm, er við dráp- um báðir saman“ Hina átta hafði Kári drepið í hefndaraðförinni með Birni í Mörk. Tvískipt- ingin á tölu hinna felldu brennumanna í Sturl- ungu og Njálu er ná- kvæmlega eins: 8+5.“ (Barði Guðmundsson, sama bls. 63–64) Áfram Barði bls. 64: „Gegnir hér sama máli eins og um dráp Gissurarsona í Flugumýrarbrennu og Njálssona í Njálsbrennu. Tveir bræðurnir far- ast í sjálfri brennunni. Sá þriðji er höggvinn niður fyrir dyrum úti, er hann freistar undankomu með sverð í hendi“. Um svipað leyti og ég var að velta fyrir mér þessum athugun- um Barða rakst ég á grein á netinu, skrifaða á ensku af John Meegaard, sem mun vera norskur norrænu- fræðingur; hún heitir einfaldlega: „Was Njáls saga written by Sturla Þorðarson?“ Hann tekur eftir sama orðalagi á lykilstöðum í báðum brennum, t.d. eru húsmæðurnar á Flugumýri og Bergþórshvoli látnar segja: „Að eitt skyldi yfir þær báðar ganga“ (Fl.brenna), „Að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði“ (Nj.brenna) Og á sama stað í báðum brennulýsing- um stendur: „Tóku þá húsin mjög að loga“ (Fl.brenna) „Nú taka öll húsin að loga“ (Nj.brenna) Í þessum tveimur brennum Samkvæmisleikir og staðreyndir um Njálu Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja „Engin haldbær eða trúleg skýring á því getur verið önnur en sú að sami höfundur hafi verið að verki við samningu beggja bóka Skarphéðinn vegur Þráin Glæsimennið Kári Sölmundarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.