Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 36
36 menning Helgarblað 24. nóvember 2017
S
amsærið er ný skáldsaga
eftir Eirík Bergmann stjórn
málafræðing og er þriðja
skáldsaga hans. „Hinar tvær
voru fyrst og fremst leikur,“ segir
hann. „Þetta er fyrsta skáldsagan
þar sem ég er að gera eitthvað
meira en aðeins að skemmta sjálf
um mér. Það er því munur á þess
um skáldsögum hvað það varð
ar. Í þessari skáldsögu nýti ég mér
meðal annars fræðarannsókn
ir mínar og kem þeim í aðgengi
legan búning.“ Eiríkur hefur áður
sent frá sér átta fræðibækur.
„Fyrr á árinu kom út hjá Pal
grave Macmillan eftir mig fræði
bókin Nordic Nationalism and
Right Wing Populist Politics þar
sem ég fjalla um norræna þjóð
ernishyggju og uppgang þjóð
ernispopúlískra flokka á Norður
löndum. Tilgáta mín er sú að það
sé eitthvað í sköpunarsögu ríkj
anna sem geti skýrt birtingarmynd
þjóðernishyggjunnar á hverjum
stað fyrir sig og af hverju hún er til
að mynda ólík í Noregi og í Svíþjóð
og svo framvegis.
Þegar ég var á sínum
tíma í gagnaöflun vegna
fræðibókarinnar þá fann ég að mig
langaði ekki bara að greina þessa
þróun fræðilega heldur líka koma
þessum einstaklega spennandi
efnivið í dramatískan búning og
þá lá nokkuð beint við að nota
glæpasagnaformið til þess. Ég
bjó til persónur og
smám saman fór
sagan að taka á sig
mynd. Ég endaði á
því að skrifa þessar
tvær bækur, fræði
bókina og spennu
söguna, nokkurn
veginn samhliða.
Það sem mér
finnst lang
áhugaverðast við
spennusöguna
sem form er að
þar er rými fyrir
svo mikla þjóðfé
lagsrýni. Það sem
Dan Brown gerir óskaplega vel er
að flétta fróðleik inn í spennandi
framvindu. Án þess að ég sé að
bera mig saman við Dan Brown
þá langaði mig til að finna mínum
eigin rannsóknum farveg í skáld
skap. Margir höfundar setja fróð
leik héðan og þaðan í bækur sínar,
en nýjungin í minni spennusögu
er kannski sú að ég nota þar mínar
eigin rannsóknir samhliða fræði
bókaskrifum.
Svo er hitt að í fræðiskrifunum
skrifa ég nær eingöngu á ensku,
eins og tíðkast í hinu alþjóðlega
fræðasamfélagi. Í bók eins og
þessari get ég skrifað á mínu eigin
tungumáli og mér finnst það mjög
mikilvægt.“
Missti áhuga á skoðunum
Um hvað fjallar þessi spennusaga?
„Hún hefst á hryðjuverki á
Norðurlandaráðsþingi í Stokk
hólmi og meðal
margra fallinna er
íslensk þingkona.
Í kjölfar þessara
hryðjuverka fer
af stað atburða
rás á Íslandi og hin
um Norðurlöndun
um. Þjóðfélagið
pólariserast á milli
tvennra öfga, hryðju
verkaógnarinnar, ís
lamismans og þjóð
ernispopúlismans.
Þetta hefur gerst víða
í löndunum í kring
um okkur en hefur
ekki áður verið sett fram í svona
sögu, svo ég viti til.
Sagan hverfist um þrjár megin
persónur. Sveinar Sólmundsson
er formaður Íslandsflokksins og
nýtir sér, og býr að mörgu leyti
til, það andrúmsloft sem skap
ast. Síðan er þarna taugatrekktur
fræðimaður sem dregst inn í mál
ið og fremur bráðlynd blaðakona
sem rannsakar málið og þar leyn
ist ýmislegt undir niðri. Svo er
þarna annar þráður sem ég hef
alltaf gaman af sem er hið skrýtna
samfélag á Íslandi þar sem þátt
takendur á sviðinu tengjast oft
persónulegum böndum, nokkuð
sem gerir Ísland skemmtilega frá
brugðið mörgum öðrum löndum.“
Er einhver boðskapur í þessari
sögu?
„Nei. Ég hef satt að segja reynt
að losa mig við allan boðskap.
Fyrir mörgum árum missti ég
áhuga á skoðunum. Ég hafði oft
miklar skoðanir en hef þær ekki
lengur. Kannski af því að ég hef svo
takmarkað heilabú að ég er enn
þá að reyna að skilja þjóðfélagið.
Maður þarf helst að skilja þjóðfé
lagið áður en maður fer að hafa
miklar skoðanir á því.
Þessi bók er samfélagsstúdía.
Ég vinn við það alla daga að reyna
að greina þjóðfélagsþróun og boð
skapur og skoðanir flækja þá vinnu
bara og hjálpa ekki til. Hins vegar
má segja að sýn manns á lífið, til
veruna og þjóðfélagið hafi áhrif
á það hvaða viðfangsefni maður
velur sér. Það eru að sumu leyti
miklar viðsjár í veröldinni þegar
kemur að pólariseringu milli öfga
og það verður til þess að miðjan
hverfur. Ég er ekki að boða tiltekið
viðbragð við slíku ástandi, miklu
fremur að sýna hvað gerist í sam
félagi þar sem hin skynsama rödd
á miðjunni þagnar og heyrist ekki
lengur vegna hinna háværu radda
sem eru á jaðrinum.“
Finnst þér vera mikill hávaði í
þjóðfélagsumræðunni og pólitík-
inni?
„Hávaðinn er gríðarlegur og
stjórnmálaumræðan byggist ekki
sérlega mikið á þekkingu eða
ígrundun. Þar rekur hvert upp
námið annað. Svona er það búið
að vera í áratug og í þannig ástandi
þrífast misjöfn öfl sem þurfa ekki
alltaf að byggja á ígrundaðri stefnu
eða fylgja heildstæðri sýn.
Stjórnmálamaður sem leggur
fram viðamikla áætlun um rekstur
ríkisins þar sem stefnumál eru
fjármögnuð með tilteknum að
gerðum dettur út af sviðinu meðan
sá sem æpir og talar til tilfinninga
fólks á sviðið. Oft er alið á ótta
gagnvart einhverri utanaðkom
andi ógn. Hávaðaseggurinn stillir
síðan sjálfum sér fram sem vörn
inni fyrir fólkið gegn ógninni sem
hann hefur sjálfur skapað í hug
um þess. Ásakar svo elítuna um að
hafa svikið fólkið. Þetta er kjarninn
í þjóðernispopúlisma, eins og ég
reyni að sýna í þessari bók.“
Eins og lauf í vindi
Hvernig finnst þér að taka þátt í
jólabókaflóðinu?
„Það er sumpart mjög skrýtið.
Ég kann það ekki alveg. Í fræði
bókaskrifum er ég á heimavelli,
það kann ég upp á punkt og prik.
Þegar þær bækur mínar koma
út alþjóðlega þá er ég óskaplega
sjálfsöruggur og geng beinn í baki
og veit að ég get mætt hverju sem
er. Núna er þetta allt öðruvísi, líka
að standa í þessu hérna heima. Hér
er ég eins og lauf í vindi og soga
upp hverja jákvæða athugasemd
um bókina á Facebook.“ n
Hef reynt að losa
mig við allan boðskap
n Samsærið er ný spennusaga eftir Eirík Bergmann n Styðst við eigin rannsóknir
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Eiríkur Bergmann
„Maður þarf helst að skilja
þjóðfélagið áður en maður
fer að hafa miklar skoðanir
á því.“ Mynd Sigtryggur Ari
„Nýjungin í minni
spennusögu er
kannski sú að ég nota þar
mínar eigin rannsóknir sam-
hliða fræðibókaskrifum.