Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 13
umræða 13Helgarblað 24. nóvember 2017 má sem sé sjá hliðstæður á milli orða og örlaga húsfreyjunnar á bænum sem er sóttur með eldi, og sömuleiðis sona húsráðand- ans. John Meegaard bendir einnig á hliðstæðu sem varðar tengda- dóttur húsráðenda: bæði Ingi- björg Sturludóttir á Flugumýri og Þórhalla Ásgrímsdóttir á Berg- þórshvoli eru komnar í námunda við dyragætt eftir að eldur hefur læst sig í húsin, og þá er kallað til þeirra að utan og þeim boðin út- ganga. Báðar hika, vilja helst ekki skiljast við eiginmenn sína. Ingi- björg Sturludóttir Þórðarson- ar höfundar frásagnarinnar um Flugumýrarbrennu var þá nýgift Halli Gissurarsyni, en Þórhalla var kona Helga Njálssonar“ (Haust- hefti Skírnis 2012) Stórmerkileg rannsókn í nýjum Skírni Þennan bút læt ég nægja því að ef ég færi að telja upp allar hliðstæð- urnar á milli beggja bóka, jafnt í efnisatriðum sem orðalagi, þá væri ég fljótur að fylla það rými sem ég hef til að birta þessi skrif. Og sam- svaranirnar eru reyndar hafnar yfir vafa og ekki um þær deilt. Ég hef beðið eftir að fá viðbrögð við mín- um skrifum og athugunum, og þá helst eftir að heyra aðrar skýringa sem menn aðhyllast á því hversu hliðstæðar þessar fornu bækur eru – báðar skrifaðar um svipað leyti. Hvaða skýringar aðrar séu yfirleitt tiltækar önnur en sú eina sem mér finnst blasa við, það er að segja að hér sé um sama höfund að ræða? Því er ég nú að rifja þetta upp að eins og margir hafa heyrt þá birtu- st í nýútgefnu hefti hins fornfræga bókmenntatímarits Skírnis niður- stöður nokkurra fræðimanna sem gerðu nýstárlega og stærðfræði- lega rannsókn á stíl ýmissa ís- lenskra miðaldabóka, bæði þeirra sem við þykjumst vita hverjir skrif- uðu og svo annarra, með það fyrir augum að fá vísbendingar um hverjir gætu hafa samið þær sem við teljum ófeðraðar. En niður- stöður þeirra Jóns Karls Helga- sonar íslenskufræðings og stærð- fræðinganna Sigurðar Ingibergs Björnssonar og Steingríms Páls Kárasonar voru kannski þær helstar að margt benti til að Snorri Sturluson hafi samið Egils sögu, eins og margir hafa getið sér til um, en að sömu vísbendingar væri ekki að finna um að Sturla Þórðarson hafi samið Njálssögu, með stíllegri samanburðarrann- sókn á þeirri bók og svo fræg- asta verki Sturlu, Íslendingasögu, sem er mikilvægasti partur Sturl- ungusafnsins. En aðalatriðin standa óhögguð Þar sem, eins og hér hefur komið fram, mörgum er kunnugt um að ég hef á síðari árum verið einna helstur talsmaður þess að ekki sé unnt að líta framhjá þeim líkind- um sem eru á milli þessara tveggja frægu snilldarverka, Íslendinga- sögu og Njálu, hafa menn getið sér þess til að umrædd niðurstaða hljóti að vera mér mikil vonbrigði og að nú verði ég að endurskoða mín sjónarmið. En ég ætla að segja það strax að þótt mér finn- ist umrædd rannsókn stórmerki- leg og tímabær, þá tel ég engu að síður að sem svar við spurn- ingunni um Njálu og Sturlu tel ég hana litlu breyta. Ég held að þótt líkindi í stíl á milli tveggja verka sé vissulega vísbending um að sami höfundur geti verið á ferðinni, þá þarf frábrugðin tækni ekki endi- lega að benda til hins gagnstæða. Einfaldlega vegna þess að list- rænir höfundar geta brugðið fyrir sig ólíkum stílbrigðum. Og það á við um Sturlu Þórðarson; það eru til dæmis mjög ólík- ar bækur Íslendinga- sagan hans og svo ævisagan sem hann skrifaði um Hákon Noregskonung Há- konarson. Sumir höf- undar breyta um stíl í einni og sömu bók- inni; mig minnir að James Joyce geri það að minnsta kosti sex sinnum í Ódysseifi, og mér fljúga í hug ýmsir nútímahöfundar; ég held til dæmis að það væri tæplega hægt með stílrannsókn að komast að þeirri niðurstöðu að bækur Sjóns, Stál- nótt og Rökkurbýsnir, væru eftir sama höfundinn. Engin bókaprentun eða dreifing Einu skýringarnar sem hafa heyrst á þessum sláandi líkindum, aðr- ar en þær sem ég aðhyllist, eru þær að höfundur Njálu hafi verið búinn að lesa Ís- lendingabók Sturlu, og af ein- hverjum ástæðum ákveðið að laga sína bók að henni; eiginlega tekið hana eins og litaspjald með númerum og ákveðið að mála í reitina með öðrum litum. En við verð- um að hafa í huga að á þess- um tímum var engin bóka- útgáfa eða bókaprentun og dreifing. Bækur flugu ekkert um land allt. Hin viðamiklu skrif Sturlu um Sturlungaöldina hafa verið afar þykkur bunki skrif- aðra skinnblaða heima hjá honum á Staðar hóli vestur eða úti í Fagur- ey á Breiðafirði, þangað sem hann síðar flutti. Þetta hefur ekkert ver- ið tvist og bast um landið, og engar heimildir eru um að þetta hafi ver- ið afritað um hans ævidaga, en hann lést 1284. Trúlegt er að fyrsta afritunin hafi verið sú sem einn af hans samstarfsmönnum gerði snemma á fjórtándu öld, er hann steypti saman úr ólíkum bókum Sturlungusafninu eins og við síð- an þekkjum það. Fyrir nú utan það sem blasir við að Sturla er eini höfundurinn á hans tímum sem hafði þá reynslu, þá miklu æfingu, og þá snilli til að bera sem þarf svo hægt sé að skrifa jafn viðamikið, úthugsað og marg- slungið listaverk og sem Brennu- Njáls sögu. n Brennu-Njáls saga í Möðruvallabók jólinÞað eru ekki alltaf Ávaxtaðu betur www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar, sem lífga upp á öll tilefni. Er kannski heilsuátak framundan? Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.