Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 14
14 umræða DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 24. nóvember 2017 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson Ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Umbreyting bókabúðanna Á liðnum árum hefur orðið sú vonda þróun að bóka- búðir landsins eru farnar að minna æ meir á minja- gripabúðir en bókabúðir. Alls kyns dót er þar orðið jafn áber- andi og bækurnar. Stundum hvarflar að manni að bókabúðar- eigendur hafi hreinlega gefist upp við að halda bókum að viðskipta- vinum og því kosið að fylla búð- irnar af auðseljanlegri smávöru og minjagripum. Þetta er ansi dapurleg þróun. Gleðileg umbreyting verður í nóvember og desember þegar búðarborðin svigna undan jóla- bókum. Þá er ekki hægt að kvarta undan því að viðskiptavinir láti ekki sjá sig. Þeir mæta áhugasam- ir og fletta bókunum, spá og spek- úlera. Manna á milli er rætt um bækur, oftar en ekki glæpa- og spennusögurnar sem svo þægi- legt er að gleyma sér yfir á þess- um tíma. „Hvernig er Arnaldur?“, „Hvernig er nýja bókin hennar Yrsu?“ er spurt. Svo kemur hinn frábærlega ritfæri Jón Kalman og stillir sér upp við hlið þeirra á metsölulistum. Hinir fjölmörgu unnendur bóka hans er alveg jafn sannfærðir um ágæti síns manns og aðdáendur glæpasagnahöf- undanna eru um snilli sinna höf- unda. Gunnar Helgason, Ævar Þór Benediktsson og fleiri barna- bókahöfundar slá svo rækilega í gegn hjá yngri kynslóðunum. Starf þeirra höfunda sem skrifa fyrir börn er gríðarlega mikil- vægt, eins og þeir átta sig örugg- lega sjálfir á. Launaumslagið er kannski ekki þykkt og mikið en þakklæti ungra lesenda er ósvikið. Blessunarlega er enn siður á Íslandi að gefa bækur í jólagjöf. Bók er þakklát gjöf á þessum árstíma. Þá er ekkert sem bend- ir til minnkandi bóklesturs og lítil ástæða virðist til að hafa áhyggj- ur af hnignun íslenskunnar. Þessi tími stendur reyndar alltof stutt. Nokkrum vikum eftir jól eru bóka- búðirnar aftur farnar að minna á minjagripaverslanir. Er ekki hægt að snúa þessari þróun við? Það ætti að vera hægt að auka bókaúrval í bókabúð- um svo þær standi undir nafni. Þar eiga búðarborðin að svigna undan bókum allan ársins hring, ekki bara um jól. Bókabúð á að vera samkomustaður þar sem bókaunnendur geta mætt, rabbað við starfsfólk um bækur og unað sér þar lengi. Bókaunnendur eiga ekki að þurfa að skima eftir bók- um innan um alls kyns dót heldur ganga fagnandi inn í verslun þar sem bækur blasa við hvert sem litið er. Heyra má þær spár að tími eigin legra bókabúða muni líða undir lok innan einhverra ára- tuga. Eigum við ekki að líta svo á að þar sé enn ein dómsdags- spáin sem ekki muni rætast? Alltaf á að vera pláss fyrir bækur. Helst ætti bókabúð að vera allan ársins hring jafn skemmtilegur og forvitnilegur staður og hún er í nóvember og desember. n Geirssaga Niðurstaða Mannréttinda- dómstóls Evrópu í máli Geirs Haarde hefur farið misjafnlega í menn. Stuðningsmenn Geirs hafa haldið því á lofti að málið hafi ekki snúist um niðurstöðu Landsdóms, heldur miklu frekar þá meintu pólitísku að- för sem átti sér stað á Alþingi, þar sem ráðherrar Samfylk- ingar sluppu á meðan Geir var krossfestur. Andstæðingar hans telja niðurstöðuna sönnun þess að þeir hafi allan tímann haft rétt fyrir sér. Eitt eru þó nánast allir sammála um – það er að Landsdómur sé barn síns tíma og fara þurfi aðrar leiðir ef gera eigi ráðamenn ábyrga fyrir gjörðum sínum. Svo er auðvit- að bara spurning hvort ekki sé rétt að láta kjósendum eftir það mat í kjörklefanum. Davíðssaga Margir hafa spáð því að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgun- blaðsins, muni setjast í helgan stein eftir viðburðaríkan feril og þá í janúar þegar hann verð- ur sjötugur. Samkvæmt heim- ildum DV er það heldur ólík- legt. Þannig mun Davíð kunna ágætlega við sig á Morgun- blaðinu þar sem hann mundar beittan pennann þannig að eft- ir er tekið. Reyndar er það svo að Reykjavíkurbréf hans þykja ómissandi lesning, hvort sem menn eru samherjar í pólitík eða ekki. Svo er líka annað sem spilar inn í. Á næsta ári verða 10 ár liðin frá hruni. Davíð mun umhugað um að þeirra tíma- móta verði minnst á viðeigandi hátt og að sagan verði skrif- uð samkvæmt hans höfði, ekki pólitískra andstæðinga. Vond tilfinning að hafa verið lélegt foreldri Eitt atvik? Nei. Má ekki neitt? Jú, með samþykki Ég lifi í lausnum Kári Stefánsson – Fréttablaðið Jóhanna María Sigmundsdóttir – eyjan.is Áslaug Ýr Hjartardóttir – DV Myndin Öræfajökull Jarðhitavatn seytlar undan Öræfajökli þessa dagana og sigketill hefur tekið að myndast ofan á ísfylltri öskju þessa næststærsta eldfjalls Evrópu. Haft er eftir vísindamönnum að gera þurfi nákvæmari mælingar til þess að skilja hvort fjallið sé að búa sig undir eldgos. MynD SiGtryGGur Ari Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Heyra má þær spár að tími eiginlegra bókabúða muni líða undir lok innan einhverra áratuga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.