Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 39
menning 39Helgarblað 24. nóvember 2017
hafa ráðist í verkið vegna þess að
saga Reynis var að gleymast, sem
er undarlegt en jafnframt satt.
Reynir komst í heimsmetabækur
fyrir aflraunir sínar sem eru svo
lygilegar að bæði kraftajötnar og
töframenn klóra sér í hausnum yfir
þeim. Hann gleymdist þó fljótlega
eftir að hann dó árið 1982 aðeins
43 ára að aldri. Mögulega vegna
þess að Íslendingar öðluðust aðra
kraftajötna sem afrekuðu margt
og náðu heimsfrægð, eins og til
dæmis Skúla Óskarsson, Jón Pál
Sigmarsson og Magnús Ver Magn-
ússon.
Kraftur Reynis var hins vegar af
allt öðrum meiði. Snemma kom
í ljós að hann bjó yfir miklum fít-
onskrafti sem hann sýndi ekki
með hefðbundnum lóðalyfting-
um heldur með því að slíta keðjur,
handjárn og koma sér úr erfiðum
aðstæðum líkt og töframenn gera
jafnan. Reynir var ekki tröllslega
vaxinn eins og margir aflrauna-
menn eru, heldur lágvaxinn og
knár. En þyngdirnar sem hann lyfti
og styrkleiki keðjanna sem hann
sleit var mun meiri en seinni tíma
menn gátu fengist við.
Myndin fjallar þó aðeins að
hluta um þessar aflraunir og
heimsmet. Bróðurparturinn fjall-
ar um Reyni sem manneskju og
að einhverju leyti um samfélag-
ið sem hann þreifst í, eða þreifst
ekki í réttara sagt. Tvö hjóna-
bönd, barnamergð, framhjáhald,
drykkja, peningavandamál, of-
beldi og fleira kemur við sögu og
kafað er djúpt inn í þessa marg-
slungnu persónu.
Ganga nærri sér
Fjölskylda Reynis gaf leyfi fyrir
og tók þátt í gerð myndarinnar
eftir að hafa rætt við Reyni sjálf-
an í gegnum miðil. Stór hluti af
myndinni fjallar um hið yfirnátt-
úrulega og Reynir sjálfur sagðist
hafa fengið aflið frá Jesú sjálfum.
Viðtölin við fjölskyldumeðlimina
eru hjartað og sálin í myndinni
því þau eru svo einlæg og hispurs-
laus bæði um kosti Reynis og galla.
Hér er verið að segja mjög erfiðar
sögur og viðtalsefnin ganga mjög
nærri sér. Hið eina sem er sagt í
hálfsögðum vísum eru frásagnir
af kynferðisofbeldi, bæði af Reyni
sem þolanda og geranda.
Annar styrkleiki myndarinnar
er allt myndefnið frá þessum tíma
sem fannst í kjallara á Suðurnesj-
um, aragrúi af filmum. Mikið af
myndefninu kom úr kvikmynd
sem Reynir sjálfur framleiddi
snemma á áttunda áratugnum
þegar hann dreymdi um að verða
heimsfrægur fyrir aflraunir sínar.
Framsetningin á myndefn-
inu, viðtölunum, ljósmyndum og
blaðaúrklippum er listilega vel
gerð og nokkuð óhefðbundin og
virkar hrá. Bæði framsetningin og
hin ótrúlega en jafnframt gleymda
saga gera það að verkum að áhorf-
andinn er ekki viss um að hann sé
að horfa á alvöru heimildamynd
eða skáldsögu setta fram í heim-
ildamyndastíl.
Niðurstaða
Reynir sterki er mynd sem missir
aldrei dampinn og heldur athygli
áhorfandans allan tímann. Ef
einhver galli er á myndinni þá er
hann hversu stutt hún er því mann
langar til þess að kafa enn dýpra
í líf þessa manns og heyra fleiri
sögur. Þetta er ekki saga af sigr-
um, að minnsta kosti ekki stórum
sigrum, heldur harmsaga manns
sem fann sig ekki í samfélaginu.
Að hluta til vegna eigin breyskleika
og að hluta til vegna ytri aðstæðna.
Áhorfandinn er líka skilinn eftir
með eina risastóra spurningu
sem sennilega enginn getur svar-
að nema Reynir sjálfur: Var þessi
kraftur raunverulegur eða ekki? n
„Ef einhver galli er
á myndinni þá er
hann hversu stutt hún er
því mann langar til þess
að kafa enn dýpra í líf
þessa manns og heyra
fleiri sögur.
Gagntekinn af Íslandskortum
n Reynir Finndal Grétarsson er ástríðufullur landakortasafnari n Hann á 233 mismunandi kort og er höfundur bókar um kortlagningu Íslands
„Það var samt
ekki fyrr en ég
sá gömlu landakortin
á veggnum í bókastofu
Ólafs og Elínar sem
ég hugsaði með sjálf-
um mér: Kannski get ég
keypt upprunaleg landa-
kort af Íslandi, mörg
hundruð ára gömul.
saman Íslandi og hinu ímyndaða
landi Thule. Í bókinni fjalla ég ekki
um árin eftir 1850 því það ár er
kortagerð orðin vísindi, ekki leng-
ur list, og er alfarið orðin hlutverk
opinberra aðila.
Mér fannst vanta yfirlit yfir þau
prentuðu kort sem eru til af Ís-
landi. Haraldur Sigurðsson skrif-
aði Kortasögu Íslands, mikinn
doðrant sem ég náði að kaupa
einhvers staðar á 35.000 krónur.
Sú bók er bæði dýr og þykk og ekki
aðgengileg sem yfirlit yfir þau kort
sem eru til af Íslandi. Einnig hafa
komið fram ýmsar nýjar upplýs-
ingar frá því sú bók kom út. Og svo
eru margir sem hafa
áhuga á kortum af Ís-
landi sem ekki skilja
íslensku. Lands-
bókasafnið er síðan
með vef um Íslands-
kort sem er ágætur.
Þeir sem hafa áhuga
á kortagerð leita
svo oft á netinu eftir
upplýsingum en þar
er ýmisleg vitleysa
í gangi. Þar má finna
fullyrðingar um það
hvaða ár kort voru
gerð og nafn höfunda
þeirra, en þessar
upplýsingar eru stundum rangar.
Mér fannst vanta bók eins og
þessa á markaðinn þar sem saga
kortagerðar af Íslandi er rakin og
sagt frá því hvernig hún þróaðist.“
Bókin kemur bæði út á íslensku
og ensku, en Reynir skrifaði hana
upphaflega á ensku. „Í vor var ég
í viðtali í Morgunblaðinu um við-
skipti. Blaðamaðurinn sá landa-
kort á veggjunum og fór að spyrja
um þau. Hann hafði miklu meiri
áhuga á þeim en rekstrartölum og
það átti reyndar líka við um mig.
Viðtalið snerist því nokkuð um
þessi kort. Kristján B. Jónasson
í Crymogeu las viðtalið og hafði
samband. Hann sagðist hafa
áhuga á að gefa út kortabók og
mér fannst það hið besta mál
og sagði honum að ég væri
að skrifa slíka bók á ensku
fyrir alþjóðlegan markað.
Búin var til íslensk gerð
og bókin kemur því út
bæði á íslensku og
ensku.“
Búið að vera
eins og
maraþon
Reynir er
stofnandi
Creditinfo og er nú stjórnarfor-
maður fyrirtækisins en er í fríi til
áramóta. „Ég var forstjóri fyrirtæk-
isins í tuttugu ár, þangað til í sum-
ar. Þá réð ég nýjan forstjóra og fór
í stjórn. Ég ákvað svo að taka mér
frí fram að áramótum.
Við vorum þrír strákarnir sem
stofnuðum þetta fyrirtæki og
þegar ég hætti sem forstjóri voru
starfsmenn orðnir tæplega 500.
Þetta er búið að vera eins og mara-
þon. Þegar maður hefur klárað
maraþon þarf maður að hvíla sig.
Það var kominn tími til þess.
Um áramótin ætla ég að
ákveða hvað ég geri, hvort ég opna
kannski til dæmis kortasafn eða
fer aftur í fyrirtækið að vinna eða
stofna kannski bara nýtt fyrirtæki.
Satt best að segja hef ég ekki hug-
mynd um hvað ég mun taka mér
fyrir hendur.“ n
Reynir Finndal
Forn bók Þessi forna bók, Eyjalýsing, frá 16. öld
er í eigu
Reynis. Þar er að finna lýsingar á öllum hels
tu eyjum heims.
Við mynd af Íslandi hafa verið skrifaðar no
kkrar setningar og
dagsetningin 1539. MyNd dV ehF / SiGtRyGGuR ARi