Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 62
Vikublað 24. nóvember 2017 14 He lgar ma tur inn Gómsætur fiskréttur á sjóðheitri pönnu Snorri Sigfinnsson, veitinga-maður á Messanum, gefur lesendum Birtu helgarupp- skriftina að þessu sinni. Hér erum við með girnilegan fiskrétt sem er í senn einfalt að útbúa og skemmtilegt að bera fram. Hugmyndin kemur upprunalega frá Tjöruhúsinu á Ísafirði en þar eru fiskréttir bornir fram með öllu meðlæti á einni pönnu. „Maður gerir þetta bara allt á pönnunni,“ útskýrir Snorri. „Það þarf ekki að gera sósuna í öðrum potti eða neitt svoleiðis, þetta gerist bara allt á einni pönnu. Þegar fiskurinn og sósan eru klár þá bætir maður við salatinu og öðru með- læti og ber svo réttinn fram – alveg brakandi ferskan.“ Snorri hefur starfað sem mat- reiðslumaður undanfarin tíu til þrettán ár. Fyrir skemmstu opnaði hann veitingastað númer tvö við hliðina á Sjóminjasafninu á Granda en Messinn í Lækjargötu var opn- aður fyrir um það bil ári. „Við erum með hlaðborð á Grandanum. Þar er hægt að borða sig saddan af fersku fiskrétta- hlaðborði í hádeginu fyrir 2.300 krónur. Í Lækjagötu er meiri svona al-a-carte-stemning en þar berum við fram þessar fiskipönnur sem hafa slegið í gegn. Bæði hjá ferða- mönnum og heimamönnum,“ segir Snorri Sigurfinnson að lokum. UPPSKRIFT Þorskhnakkar á pönnu með epla- oG parmesansósu Fyrir tvo INNIHALD n Þorskhnakkar 350–450 g n 2 msk. karrí n 1,5 msk. chili n Salt og svartur pipar eftir smekk n 80 g (u.þ.b. einn fimmti) blaðlaukur n 150 ml hvítvín – sjóða niður um 1/3 n 150 g græn epli, n 50 g parmesanostur n 300 ml rjómi Parmesanostur (eftir smekk til þykkingar) n Karrí í sósuna (ef fólk vill meira) AÐFERÐ Þorskhnakkinn er skorinn í fjóra til fimm bita og velt upp úr hveiti (gott að hafa einhvers konar grillkrydd eða Aromat úti í hveitinu). Byrjið á að taka fram pönnu, um 30 sentimetra breiða, og steikja fiskinn þar til hann verður fallega brúnn. Chili og karrí er sett á þá hlið þorsksins sem snýr upp, svo er blaðlauknum bætt út í. Því næst kemur hvítvínið og það soðið niður um 1/3. Epli skorin í teninga (létt steikt, ekki brúnuð). Parmesanostur rifinn gróft og settur á pönnuna. Því næst er rjóminn settur út í. Svo má bæta parmesanosti og karrí við eftir smekk þar til sósan verður þykk og falleg. Þá eru kartöflur (sem búið er að sjóða) settar til hliðar í pönnuna, ein lúka rúkóla og/eða spínat í miðja pönnuna og lime-sneiðar ofan á fiskbitana. Svo er hægt að reka smiðshöggið á með því að strá rifnum parmesanosti yfir allt. Njótið með glasi af vel kældu hvítvíni eða fersku vatni. Myndir Sigtryggur Ari Föstudagur „Þessa dagana er ég að vinna í því að setja upp leikrit með nemendum Kvennaskólans og undanfarið hef ég verið að taka áhugasama leikara í prufur fyrir þetta leikrit. Þar sem föstudagurinn er bara venjulegur vinnudagur fer hann að mestu í þetta en um kvöldið ætla ég að skella mér á eitthvert gott leikrit í borginni. Kannski Guð blessi Ísland sem ég hef heyrt marga tala nokkuð vel um,“ segir Agnes Wilde leik- kona, zúmbakennari og leikstjóri. Laugardagur „Á morgun ætla ég svo að vakna snemma og mæta sem afleysinga- kennari hjá Reebook Fitness í Kópavogslaug. Ég er sem sagt búin að læra zúmbakennslu líka. Tíminn byrjar klukkan 11.10 og ég er alveg hrikalega spennt að byrja að kenna. Seinni part laugardags ætla ég að skella mér í Keiluhöllina með æskuvinum mínum úr Mosó. Við kynntumst í Gaggó Mos og vorum saman í Lúðrasveit Mosfellsbæjar svo það er mjög viðeigandi að hafa þennan endurfund í Keiluhöllinni sem er rétt hjá Mosó. Eftir keiluna fáum við okkur svo örugglega einhverja kokteila á barnum þarna í sveitinni.“ Sunnudagur „Á sunnudaginn er næst-fyrsti í að- ventu en sem yfirlýst jólabarn hef ég beðið mjög spennt eftir þessum degi í nokkrar vikur. Ég ætla að skreyta allt hátt og lágt heima hjá mér, búa til aðventukrans og gera eitthvað fleira jólalegt og skemmtilegt. Seinni partinn fer ég svo á skrifstofuna þar sem ég er að æfa jólaleikrit með Sig- rúnu Harðardóttur, vinkonu minni. Við ætlum að heimsækja leikskóla og jólaböll um allt Stór-Reykjavíkur- svæðið í desember og sýna krúttlega jólaleikritið Týndu jólin með Þorra og Þuru. Þetta verður sem sagt bara lífleg og skemmtileg helgi hjá mér,“ segir Agnes. Agnes ætlar að drekka kokteila Hvað ætlar þú að gera um helgina? AgNES WILDE Bíður spennt eftir næst-fyrsta í jólum. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.