Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 24. nóvember 2017fréttir Þetta helst Þessar fréttir bar hæst í vikunni Sígarettustubbar og áfengi í pökkum ætluðum fátækum börnum Í vikunni greindi DV frá því að áfengi, gosflaska full af sígarettustubbum og rottueitur væri með­ al þess sem hefði fundist í jólapökkum í Kringlunni og Smáralind. Pakkar þessir eru ætlaðir börnum sem búa við fátækt eða eiga um sárt að binda. Á hverju ári finnast um tuttugu pakkar sem innihalda vafasamar gjafir. Forsvarsmenn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Fjölskylduhjálpar Íslands sögðu að nauðsynlegt væri að opna alla pakka. Ekki kæmi til greina að börn í viðkvæmri stöðu fengju gjafir sem þessar á aðfangadag. Tugir barna ekki í öryggisbúnaði í bílum Í árlegri könnun Samgöngustofu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar kom fram að tugir barna hér á landi voru ekki í neinum öryggisbúnaði í bílum. Ástandið hefur breyst nokk­ uð á undanförnum áratugum, árið 1985 voru 80 prósent barna laus í bílum en rétt rúmlega 2 prósent í dag. Þrátt fyrir þessa miklu fækkun kemur á óvart hversu algengt það er að börn séu ekki fest í bíl. Jóhanna María lýsir kynferðislegri áreitni Jóhanna María Sigmundsdóttir, sem sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árun­ um 2013 til 2016, var meðal þeirra kvenna sem stigu fram í vikunni og lýstu kynferðislegri áreitni í íslenskum stjórnmálum. Sagði Jóhanna María að hún hefði ekki tölu á því hversu oft hún hefði þurft að forða sér á samkomum og taka hendur manna af líkamshlutum sem óásættan­ legt að séu snertir. Sagði hún einnig frá því þegar maður sagði að hún þyrfti að skilja að sem þingmaður væri hún eign þjóðarinnar. Jó­ hanna María sagði að það gæti vel verið en líkami hennar væri það hins vegar ekki. Spurning vikunnar Óttast þú eldsumbrot í Öræfajökli? Nei. Ég held að það verði æðislega gaman ef þetta springur. Það verður ævintýri. Jóshúa Rúben David Já og nei. Eitthvað virðist vera að gerast þarna. Við skulum vona að þetta verði ekki neitt en við þurfum alltaf að vera viðbúin. Séra Þórir Stephensen Já. Þetta gæti farið á versta veg. Nokkrir möguleikar koma til greina og vonandi verður sá skásti ofan á. Hallfríður Jónasdóttir Nei, alls ekki. Samuel Levesque N ú um mánaðamótin mun fataverslun verða opnuð að Óðinsgötu 8b í miðbæ Reykjavíkur. Húsið er í eigu borgarstjórans í Reykjavík, Dags B. Eggertssonar, og eigin­ konu hans, Örnu Daggar Einars­ dóttur. Þau búa á efri hæðum hússins en fataverslunin verður til húsa í kjallara þess. Verslunin heitir Sturla og var áður að Lauga­ vegi 27. Versluninni var lokað þar um miðjan október en eigandi hennar, Ingólfur Arnar Magnús­ son, segist hafa ákveðið að ráð­ ast í breytingarnar því hann var orðinn þreyttur á Laugaveginum. Heillaður af staðsetningunni „Ég var heillaður af þessari stað­ setningu. Ég er mjög hrifinn af Óðinsgötu og svæðinu þar í kring. Verslun mín byggist á nánu sam­ bandi við viðskiptavinina og því held ég að þessi staðsetning henti hugmyndafræði verslunar­ innar betur. Það er meiri þorps­ stemming á þessum slóðum og minni straumur erlendra ferða­ manna. Ég þurfti að komast að­ eins í burtu frá lundabúðunum,“ segir Ingólfur Arnar. Hann stendur í ströngu þessa dagana við að standsetja verslun­ ina. „Við skrifuðum nýlega undir leigusamning og fengum lyklana afhenta í vikunni. Það verður því nóg að gera næstu vikuna,“ segir Ingólfur Arnar. Hann útilokar ekki að borgarstjórinn eigi eftir að líta við í kjallaranum og eiga viðskipti við verslunina. „Við Dagur erum jafnaldrar og kunningjar. Hann er alltaf flottur í tauinu þannig að það er aldrei að vita nema hann verði fastakúnni,“ segir Ingólfur Arnar og hlær. Brakandi ný eigna- skiptayfirlýsing Dagur og Arna Dögg eignuðust kjallaraíbúðina árið 2014. Þau sáu strax að rýmið hentaði vel undir rekstur verslunar og það tækifæri kom þegar að verslunin Frú Lauga, sem þá var staðsett í hverfinu, lenti á hrakhólum. Þá buðu borgar­ stjórahjónin kjallarann til útleigu og síðan var hafist handa við að afla tilskilinna leyfa. Um ári síðar var Matarbúr Kaju opnað í rým­ inu en núna víkja sælkeravörurnar fyrir tískunni. Borgarstjórahjónin geta nú tekið á móti nýjum leigjanda með brakandi ferska eignaskiptayfir­ lýsingu fyrir húsið. Yfirlýsingin var gerð 12. júní síðastliðinn og var henni þinglýst þann 1. september. Samkvæmt henni er kjallarahæðin nú loks skilgreind sem verslun en ekki sem íbúð eins og í fyrri yfirlýs­ ingu. n FataversluN í kjallara borgarstjóra stefnt að opnun fataverslunarinnar sturlu í byrjun desember Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Óðinsgata 8b Eigandi fataverslunarinnar Sturlu stefnir að opnun í byrjun desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.