Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Síða 38
38 menning Helgarblað 24. nóvember 2017 Vinsælast á Spotify 22. nóvember 2017 Metsölulisti Eymundsson Vikuna 12.–18.nóvember 1 Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason 2 Gatið - Yrsa Sigurðardóttir 3 Mistur - Ragnar Jónasson 4 Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson 5 Amma best - Gunnar Helgason 6 Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson 7 Jar City - Arnaldur Indriðason 8 Minn tími - Saga Jóhönnu Sigurðar- dóttur - Páll Valsson 9 Heima - Sólrún Diego 10 Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson Vinsælast í bíó Helgina 17.–19. nóvember 1 Justice League 2 Thor: Ragnarok 3 Murder on the Orient Express 4 Litla Vampíran - The Little Vampire 5 A Bad Moms Christmas 6 Nut Job 2 / Hneturánið 2 7 Reynir sterki 8 Undir trénu 9 My little Pony, the movie 10 The Lego Ninjago Movie 1 Já ég veit - Birnir og Herra Hnetusmjör 2 Rockstar - Post Malone og 21 Savage 3 B.O.B.A - JóiPé og Króli 4 Too good at goodbyes - Sam Smith 5 Havana - Camila Cabello og Young Thug 6 Oh Shit - JóiPé og Króli 7 Gucci Gang - Lil Pump 8 Ég vil það - Chase og JóiPé 9 Perfect - Ed Sheeran 10 Sagan af okkur - JóiPé, Króli, Helgi A og Helgi B H eimildamyndin um Reyni Örn Leósson, Reynir sterki, hefur verið í bígerð síðan um aldamótin þegar leik­ stjórinn Baldvin Z viðraði hug­ myndina fyrst við seinni eigin­ konu Reynis. Síðan hafa liðið 17 ár, nokkrir miðilsfundir og óvæntur fundur í kjallara á Reykjanesi og nú er þessi einlæga og áhrifamikla mynd orðin að veruleika. Var að gleymast Í lok myndarinnar segist Baldvin Reynir sterki Aflraunamaður og margslungin persóna. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Kvikmyndir Reynir sterki Leikstjóri: Baldvin Z Reynir breyski Gagntekinn af Íslandskortum n Reynir Finndal Grétarsson er ástríðufullur landakortasafnari n Hann á 233 mismunandi kort og er höfundur bókar um kortlagningu Íslands F yrir rúmu ári varð Reynir Finndal Grétarsson skyndi­ lega ástríðufullur landa­ kortasafnari. Í eigu hans eru nú rúmlega 200 gömul landakort af Íslandi, mörg sjaldgæf og öll algjört augnayndi. Reynir hefur ekki látið sér nægja að safna kortum heldur hefur hann skrifað bók um kort­ lagningu Íslands í gegnum söguna. Bókin sem er vitanlega ríkulega myndskreytt ber heitið Kortlagning Íslands – Íslandskort 1482–1850 og er gefin út af Crymogeu. Forsagan er skemmtileg og áhugaverð. Í fyrravor keypti Reynir, sem er stofnandi Credit­ info og stjórnarformaður fyrir­ tækisins, hús Elínar Berg, ekkju Ólafs Ragnarssonar bókaútgef­ anda. Veggur í bókaherbergi hússins var þakinn landakort­ um, en Ólafur var mikill áhuga­ maður um gömul íslensk landa­ kort. Reyni varð starsýnt á kortin og heillaðist samstundis af þeim. „Mér fannst kortin svo falleg að ég spurði Elínu hvort kortin gætu fylgt húsinu en þau voru ekki til sölu,“ segir hann. „Ég hafði gam­ an af landafræði þegar ég var lítill og skoðaði vandlega landabréfa­ bókina sem við börnin fengum í grunnskóla. Uppi á vegg hjá mér á skrifstofunni voru alltaf landakort og á heimilinu. Það var samt ekki fyrr en ég sá gömlu landakortin á veggnum í bókastofu Ólafs og El­ ínar sem ég hugsaði með sjálfum mér: Kannski get ég keypt upp­ runaleg landakort af Íslandi, mörg hundruð ára gömul. Ég fór að leita að gömlum kort­ um, fyrst um alla Reykjavík og síðan á internetinu. Ég setti mig í samband við menn sem kaupa og selja landakort og sagði þeim að ég væri að leita að prentuðum kortum af Íslandi. Þeir hófu leit og reyndu að selja mér öll möguleg kort þar sem Ísland sást einhvers staðar, stundum bara pínulítið á jaðrinum. Ég fylgist vel með uppboðum, leita þau uppi ef ég er í útlöndum og á við­ skipti við marga í þess­ um bransa. Samböndin nýtast. Um daginn hafði Dani, sem ég keypti nokkur kort af í fyrra, samband við mig. Hann var með spil, hjartaþrist, með landakorti af Ís­ landi á. Ég hafði aldrei heyrt um að þetta spil væri til. Ég keypti það svo af honum.“ Á 233 mismunandi kort Hvað eru elstu kortin sem þú átt gömul? „Ég á 233 mismunandi kort, þau eru öll upprunaleg og það elsta frá 1482. Það er lítið til af landakortum af Íslandi sem gerð voru fyrir 1600. Fyrsta kortið sem Ísland sést á er af Norðurlöndun­ um, en af því svæði eða Norður­ Evrópu eru nánast öll elstu kortin sem sýna Ísland. Fyrr á öldum var upplagsfjöldi landakorta ekki mikill og hver út­ gáfa nokkuð skýrt afmörkuð. Svo ég taki dæmi þá voru kannski árið 1600 gefin út 1.000 kort af ákveðinni tegund og svo giska menn á að af þeim séu kannski 100 enn til. Yfirleitt voru þessi gömlu kort handmáluð eftir að þau voru prentuð og af þess­ um máluðu kortum eru engin tvö eins.“ Spurður hvort það sé góð fjárfesting í því að kaupa göm­ ul landakort segir Reynir: „Það er hægt að fá 300–400 ára gömul kort af Íslandi á 10–20 þúsund krónur en þau sjaldgæfustu eru mun dýr­ ari, allt upp í milljón. Það má segja að þetta sé ekki verri fjárfesting en hvað annað. Þessi kort munu sennilega halda verðmæti sínu frekar en peningar og hlutabréf ef eitthvað kemur upp á í óvissum heimi.“ Vantaði bók eins og þessa Af hverju ákvaðstu að skrifa bók um Íslandskort? „Ég fór að vinna að þessari bók af því að mér finnst að það eigi að vera til kortabók eins og þessi með fyrstu kortunum sem Ísland sést á. Bókin er saga korta af Íslandi frá því að Ísland sést fyrst á yfirlits­ korti 1482 og fram til 1850. Í byrj­ un söfnuðu kortaútgefendur sjálf­ ir upplýsingum um legu landa til að gefa út kort í hagnaðarskyni og þá var ekki mikið hugsað um ná­ kvæmnina. Menn seldu svo sama kortið í áratugi, löngu eftir að komnar voru fram nýjar upplýs­ ingar og rugluðu til dæmis iðulega Ísland Fyrsta skipti sem Ísland sést á prent- uðu korti. Árið er 1482. Hjartaþristur Með landakorti af Íslandi. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.