Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 18
18 sport Helgarblað 24. nóvember 2017 V aldís Þóra Jónsdóttir er einn fremsti kylfingur þjóðarinnar. Þessi tæplega 28 ára Skagastúlka hefur rokið upp heimslistann í golfi, eða um 350 sæti á árinu. Á dögun- um tryggði hún sér þriðja sætið á golfmótinu Sanyo Ladies Open á Hainan-eyju í Kína og skrifaði þar með nýjan kafla í golfsögu Ís- lands. Aldrei áður hefur íslenskur kylfingur hreppt verðlaunasæti á annarri af stærstu mótaröðum heims, þeirri evrópsku og banda- rísku. Sigurinn var ekki síst mikil- vægur fyrir þær sakir að með ár- angrinum tryggði Valdís Þóra sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni að ári. Valdís Þóra verður 28 ára í byrj- un desember. Hún æfði og skaraði fram úr í mörgum íþróttagreinum en golfið komst fljótt í fyrsta sæti. „Ég æfði fótbolta í um 12 ár, en var líka í sundi og karate. Ég komst í landsliðsúrtak í fótboltanum, en golfið var númer eitt frá ferm- ingu. Ég keppti á mínu fyrsta golf- móti átta ára á sumarnámskeiði, en byrjaði að æfa af einhverri alvöru 16 ára. Ég var líka í fótbolta í menntaskóla, en ákvað að leggja meiri vinnu í golfið, því ég vildi verða betri. Ég sakna alltaf fótbolt- ans að vissu leyti, ekki síst félags- lega hlutans, en þegar ég var 16 ára áttaði ég mig á því að ég ætti bara ágætis möguleika á því að geta eitthvað í golfi og ákvað því að klára allt nám áður en ég gæfi þessu alvöru séns,“ segir Valdís Þóra sem fór í nám til Texas á golf- styrk. „Ég var í smábænum San Marcos, sem er milli Austin og San Antonio og lærði innanhúss- hönnun. Mér bauðst að fara til Suður-Karólínu og Hawaii, en leist best á Texas. Þar leist mér best á skólann, umhverfið og stelpurnar í liðinu. Ég fann líka þessa heima- tilfinningu sem er svo mikilvæg.“ Nú er Texas-menningin ansi ólík Íslandi, hvernig gekk að að- lagast? „Texas er mjög áhugavert ríki að búa í,“ segir Valdís. „Það má segja að þetta sé bara nákvæmlega eins og maður sér í bíómyndum og sjónvarpinu. Þar eru allir í kúreka- stígvélum og með kúrekahatta og jafnvel byssur í beltinu! En þetta var mjög skemmtilegt. Þetta var vissulega strembið, það voru stífar æfingar á hverjum degi, auk skól- ans, þannig að það gafst ekki eins mikill tími fyrir félagslífið eins og kannski hjá öðrum nemendum. En það kenndi mér heilmikið að standa á eigin fótum fjarri fjöl- skyldunni á þessum aldri.“ Munar um stuðninginn Valdís Þóra ferðast vítt og breytt um heiminn á keppnisferðalögum sínum. Hún er nýkomin frá Kína og heldur svo áleiðis til Dúbaí í næsta mánuði. Slík ferðalög hljóta að taka á, andlega, líkamlega og ekki síst fjárhagslega? „Jú, þetta tekur mikið á andlega, bara að aðlagast tímamismunin- um er alltaf visst ferli. Ég reyni nú samt að lifa líka og sjá heiminn, skoða borgir og staði sem tengj- ast golfíþróttinni ekki neitt. En svo koma upp mót þar sem mað- ur er bara þreyttur, eða staðir sem maður hefur komið á áður og þá slakar maður á. En þó svo ég sé ein á þessum ferðalögum, ég get ómögulega verið að draga þjálfar- ana mína frá sínum fjölskyldum, finn ég samt gífurlegan stuðning frá fjölskyldu minni og jafnvel fjöl- skyldum þjálfaranna minna þegar ég þarf mest á þeim að halda. Ég er með frábært fólk í kringum mig sem vill mér vel, bæði innan sem utan vallar. Það er ótrúlega gott að finna þann stuðning. Hvað fjár- hagslegu hliðina snertir, þá er ég svo heppin að njóta stuðnings Forskots, sem er styrktarsjóður ís- lenskra kylfinga, samansettur af nokkrum burðugum fyrirtækjum. Sjóðurinn hefur hjálpað okkur ótrúlega mikið við að stunda okkar sport og virðist vera að virka vel.“ Pirringur og keppnisskap Íslenskir kylfingar eru vissulega að gera það gott um þessar mund- ir og verður ekki hjá því komist að nefna Ólafíu Þórunni Kristins- dóttur í því sambandi. Hvernig er sambandi ykkar tveggja háttað? „Ég ætla að fá að sleppa því að svara þessari spurningu. Í öllum viðtölum sem ég fer í er spurt um hana og það er orðið örlítið pirr- andi. Ég vil helst fá að tala um mín afrek,“ segir Valdís Þóra. Er illt á milli ykkar? „Nei, það er alls ekki illt á milli okkar. Það er bara þetta, að í öllum viðtölum sem ég fer í þarf ég alltaf að tala um hana, en ef þú lest við- töl við hana, þá er hún aldrei spurð um mig. Það sem hún er að gera er auðvitað flott og gott að sjá ís- lensku golfi komið á framfæri. Það er mjög gaman að sjá hvað íþróttin er að gera erlendis, bæði karla- og kvennamegin og alltaf gaman að sjá íslenska fánann. En ég nenni bara ekki að tala um hana því hún fær næga athygli og allt það, þannig að mér finnst óþarfi að við- töl við mig fari að snúast um hana,“ segir Valdís Þóra ákveðin, en yfir- veguð og laus við allan hroka. Blaðamaður fellst á þetta, en getur ekki annað í framhaldinu en spurt út í keppnisskap Valdísar og nokkuð frægt viðtal við hana á RÚV, andartökum eftir að hún tapaði fyrir Ólafíu Þórunni á Ís- landsmótinu í höggleik á Akureyri í fyrra. Valdís Þóra var gagnrýnd innan golfheimsins fyrir óíþrótta- mannslega framkomu í viðtalinu, (hún sagðist meðal annars vera „brjáluð“) en hún sendi frá sér yfir lýsingu í kjölfarið þar sem hún afsakaði framkomu sína. „Ég hafði bara ekki fengið tíma til að jafna mig, ég var nýbúin að skila inn skorkortinu og varla búin að átta mig á að ein besta spilamennska á Íslandsmóti hafði ekki dugað til. Fólk var að óska mér til hamingju með annað sætið, sem er alltaf leiðinlegt að heyra. Þótt ég hafi verið ánægð með mína spilamennsku er alltaf leiðinlegt að tapa. En það voru líka aðrir hlutir í gangi sem fólk veit ekki um og ég get ekki tjáð mig um hér. Þannig að þetta kom bara upp á leiðinlegum tíma.“ Dróstu einhvern lærdóm af þessu máli öllu ? „Jú jú, ég lærði heilmikið af þessu. Maður fékk bara í andlitið hvernig íslenskt samfélag get- ur verið ef maður er ekki alltaf í Pollýönnuleiknum. Ég er þannig að ég kem hreint og beint fram, hvernig sem mér líður og ég sýndi bara þær tilfinningar sem ég hafði og það vildi til að það var í beinni útsendingu fyrir framan alþjóð. Maður verður að lifa með því, en ég er ekki að fara breyta sjálfri mér eða keppnisskapi mínu, eða fara í Pollýönnuleik vegna þess að ein- hverjir einstaklingar úti í bæ voru ekki ánægðir með að ég var ekki brosandi þegar ég var nýbúin að tapa,“ segir Valdís Þóra. Jón og séra Jón Að mati blaðamanns voru við- brögðin við viðtalinu fárviðri í fingurbjörg, samanborið við við- töl eftir kappleiki karla í bolta- íþróttum til dæmis. En fer þetta eftir íþrótt, eða kyni? „Ef þú tekur viðtal við fótbolta- mann sem er brjálaður eftir leik, þá er það allt í lagi, en ef einhver stelpa í golfi segist vera brjáluð, þá er það allt í einu heimsendir. En golf er auðvitað heiðursmannaíþrótt. Inni á vellinum haga ég mér auð- vitað samkvæmt því, er sanngjörn og hrósa andstæðingum mínum þegar þeir gera vel. Ég tek ekki pirr- ing minn út á öðru fólki, heldur við sjálfa mig. En ég kem einfaldlega til dyra eins og ég er klædd, ef ég verð fúl þegar ég tapa, þá verð ég bara fúl og ætla ekkert að skammast mín fyrir það. Það þýðir einfaldlega að ég vilji gera betur. Það eru til stelp- ur með meira skap en ég,“ segir Val- dís Þóra að lokum. n „En ég kem einfaldlega til dyra eins og ég er klædd, ef ég verð fúl þegar ég tapa, þá verð ég bara fúl og ætla ekkert að skammast mín fyrir það. „Er ekki að fara að breyta sjálfri mér eða keppnisskapinu“ n Valdís Þóra Jónsdóttir er einn fremsti kylfingur þjóðarinnar n Hefur tryggt sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári Trausti Salvar Kristjánsson ritstjorn@dv.is Valdís Þóra Jónsdóttir Hefur tryggt sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.