Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 57
Vikublað 24. nóvember 2017 9 eru skoðanir þínar á þessu? „Það er mikið afþreyingar- framboð fyrir börn í dag, annað en að sitja inni og lesa bækur eins og sumir gerðu hér áður fyrr. Elsta dóttir mín les reyndar mjög mikið sem gleður föður hennar mjög og áhugi hennar er alveg sjálfsprottinn. Ef krakkar finna sig í lestri bóka komast þeir fljótt á bragðið og sækja sjálfkrafa í meira. Það er líka gaman að spila tölvuleik eða horfa á bíómynd og í raun er þetta allt einhvers konar lestur – en íslenskur góður texti er kannski ekki þar á meðal. Því miður. Það er kannski einmitt stóra vandamálið. Það vantar íslenskustuðninginn í megninu af því myndefni sem krakkarnir okkar horfa á og í tölvuumhverf- inu er líka allt meira eða minna á ensku. Ef við ætlum að gera eitthvað í þessu þá þarf að ausa peningum til þessa verkefnis og það er svo sem ekki verið að gera það, þrátt fyrir ýmis loforð.“ Hér erum við enn röflandi Bragi nefnir að reyndar hafi fólk alltaf haft áhyggjur af framtíð ís- lenskunnar. Það sé ekkert nýtt. „Við erum ekki í sömu íslensku bómull- inni og við vorum í fyrir þrjátíu árum, eða hundrað árum – og þó voru menn áhyggjufullir þá. Rask og þessir herramenn vildu sporna við dönskum áhrifum, voru skít- hræddir um að íslenskan væri bara að hverfa – og hér erum við enn röflandi, sem betur fer, enda er þetta áhyggjuefni sem við þurfum að skoða á réttan hátt. Það þýðir ekki að vera með bölmóð og áhyggjur en gera svo ekkert í því. Flest fullorðið fólk les reyndar eitthvað á netinu alla daga, til dæmis á Facebook eða Twitter, en krakkarnir eru ekki þar. Þau finna sér aðrar leiðir til að tjá sig og þetta er allt að gerast mjög hratt. Ef við spornum ekki fljótlega við þá er raunveruleg hætta á að tungumálið fuðri upp,“ segir Bragi sem fylgdist nýlega með afhendingu á íslenskuverðlaunum unga fólksins. „Þar stóðu krakkar í löngum röðum til að taka á móti viður- kenningum. Mörg þeirra voru af erlendum uppruna og eru enn að læra tungumálið. Maður fékk nánast kökk í hálsinn við hvert nafn sem var lesið upp af gleði yfir því að það er enn fullt af fólki sem brennur af ástríðu fyrir þessu máli. Krakkar eru að lesa og það verða alltaf krakkar sem lesa,“ segir Bragi og bendir á að fyrir tvö hundruð árum hafi líklegast verið færri sem lásu bækur sér til fróðleiks og skemmtunar en nú til dags. Flestir hafi verið úti á túni að slá gras eða sinna bústörfum, bókaormarnir sem höfðu áhyggjur af tungumál- inu hafi verið mikið færri. „Kannski svona tíu. Þetta fer eftir umhverfinu og því hvernig við búum og hlúum að þessu,“ segir hann og vindur í því samhengi talinu að þáttunum Orðbragði sem voru styrktir af Námsgagnastofnun og sýndir á RÚV. Orðbragð ætti alltaf að vera aðgengi- legt á netinu Með þáttunum, sem voru hugar- fóstur Brynju Þorgeirsdóttur, leit- uðust Bragi og Brynja við að fræða áhorfendur um tungumálið með skemmtilegum og nýstárlegum hætti. Þeir hafa verið notaðir við íslenskukennslu í grunnskólum en mættu vera aðgengilegri á netinu að mati Braga. „Þessir þættir, eins og aðrir, hverfa af netinu hjá RÚV eftir nokkrar vikur en að mínu mati ættu þeir alltaf að vera aðgengilegir. Allt fræðsluefni ætti að vera mjög aðgengilegt og þá sérstaklega á netinu. Við gerðum einmitt þessa Orðbragðsþætti til að reyna að ná til yngra fólks og ég er mjög sáttur við hvað það tókst vel til enda alls ekki sjálfgefið að búa til skemmtiþátt um tungumálið,“ segir hann og hlær. Auglýsingabransinn er eins og hjá Emil í Kattholti Eins og fyrr segir er Bragi með BA-gráðu í íslensku og starfar sem hugmynda- og textasmiður á auglýsingastofunni Brandenburg. Hann segist stundum skreppa upp í háskóla til að hug- hreysta íslenskunem- ana. Hann vilji gefa von um að það sé framtíð fyrir þetta fólk á vinnumarkaði að náminu loknum. „Það er sjálfsagt að þau viti að í auglýsingabransan- um sé athvarf fyrir hugmyndaríkt textafólk sem veit ekkert hvað það á af sér að gera þegar það klárar skólann. Ég hef allavega haft mjög gaman af þessu í þau tíu ár sem ég hef verið í þessu starfi enda enginn dagur eins. Ég byrjaði fyrst á auglýsingastofunni Fíton en fyrir sex árum stofnuðum við Branden- burg. Nafnið gengur eitthvað út á „branding“ eða markaðssetningu. Gott að íslenskumaðurinn hafi valið nafn sem er ekki íslenskt, en þetta er allavega þýskt. Það er næstbest.“ Hvernig virkar þetta ferli? Hvað gerist áður en auglýsing verður til? „Hugmyndavinnan þarf að vera í forgrunni, maður þarf að fá skemmtilegar og öðruvísi hug- myndir sem eru svo útfærðar af flinku fólki. Allt byrjar á hug- mynd en svo taka við glímur við kúnna og markhópa. Flestar góðu hugmyndirnar lenda reyndar alltaf ofan í skúffu, því miður. Eða … reyndar er þetta svipað og hjá Emil í Kattholti sem sagði að maður vissi aldrei hvort maður hefði gert skammarstrik fyrr en eftir á. Þetta er svipað og þegar maður sendir frá sér lag. Maður veit ekki hvort það hitti í mark fyrr en lagið er komið í loftið.“ Essasú froskurinn sem allir fengu á heilann Viðskiptavinir Braga og vina hans á Brandenburg eru margir, allt frá Íslandsbanka og Nova yfir í minni viðskiptavini og verkefnin eftir því. Stundum fer vinnudagur textamannsins í að lesa innihalds- lýsingar á mat meðan aðrir dagar snúast um að skipuleggja stórar auglýsingaherferðir. Hann á erfitt með að rifja upp sín helstu afrek á þessu sviði en nefnir þó skemmti- lega Essasú froskinn sem allir fengu á heilann fyrir nokkrum árum, dillibossaauglýsingar fyrir Krabba- meinsfélagið og nú síðast allsherjar herferð fyrir Sorpu með Björn Jör- und og Helga Björns í fararbroddi. „Ætli Sorpa sé ekki skrautfjöðrin í augnablikinu? Þegar við stofnuðum þessa stofu þá vildum við hafa hug- myndavinnuna í forgrunni enda þarf frumlegar hugmyndir til að ná athygli fólks í þessu kraðaki.“ Prúður og stilltur en merkilega athyglissjúkur Bragi hefur svolítið sérstakt fas því hann virkar bæði feiminn og galsafenginn í senn. Skemmtilega ólík einkenni sem gera hann að óvenjulegum karakter. En hvort hafði yfirhöndina? Varstu prúður og stilltur, eða prakkari? „Ég held að ég hafi nú verið meira prúður og stilltur. Það fór að minnsta kosti ekki mikið fyrir mér þegar ég var krakki. Ég hef alltaf verið svolítið feiminn en eftir því sem ég fer í fleiri blaðaviðtöl þá rjátlast þetta af mér. Þó ég hafi ekki verið mikið að sprikla þá hef ég alltaf verið merki- lega athyglissjúkur. Á sama tíma og mér finnst ekkert sérstaklega gaman að tala um sjálfan mig þá vil ég endi- lega gera það. Þetta er einhver hæfileg blanda,“ segir hann og bætir við að hann hafi aldrei litið á sjálfan sig sem alvar- legan listamann þótt vissulega hafi hann mjög gaman af því að skrifa hjartnæma dægurlagatexta. „Mér finnst það nauðsynlegt enda ekkert allt of mikið af þeim í umferð. Ég hef mikið bragfræði- blæti og því er það mér hjartans mál að koma frá mér skikkanlegum textum. Það þarf að setja brag- fræðina aðeins í öndunarvél. Jónas Hallgrímsson hraunaði reyndar yfir rímnaskáldin á sínum tíma enda töldu menn fyrir um hundrað árum að fyrst að allir á landinu gætu hvort eð er sett saman vísur, þá gætum við alveg eins sleppt þessu, ef innihaldið hefði ekki listrænt gildi. Svo bara hættum við og nú getur varla nokkur kjaftur komið saman skammlausri vísu, sem er svolítið leiðinlegt því þetta hefur alltaf verið eitt af því merkilegasta við þessa þjóð. Meðan aðrir voru að setja saman flókna tónlist og mála flókin málverk þá vorum við að setja saman fárán- lega flókin kvæði, rímur og vísur sem eru í raun okkar handverk, en þetta er ansi hverfandi í dag. Ég ætti kannski að opna rímnaskóla? Það verður örugglega gríðarleg aðsókn,“ segir hann og hlær. „Ætli þessir ungu rapparar séu ekki að bjarga því sem bjargað verður“ Þótt margir hafi sínar skoðanir á því sem rennur upp úr ungum röppurum í dag segist Bragi taka þeim fagnandi. Önnur eins vitleysa hafi nú runnið upp úr þjóðinni um aldaraðir og lög eins og B.O.B.A virki bara mjög frískandi. „Endur- nýjun kemur sjaldnast úr þeirri átt sem maður gerir ráð fyrir. Ætli þess- ir ungu rapparar séu ekki að bjarga því sem bjargað verður. Þau eru að minnsta kosti að reyna að tjá sig á íslensku sem er mjög gott, svo ég „Reyndar er þetta svip- að og hjá Emil í Kattholti sem sagði að maður vissi aldrei hvort maður hefði gert skammarstrik fyrr en eftir á. „Ég hef alltaf verið svolítið feiminn en eftir því sem ég fer í fleiri blaðaviðtöl þá rjátlast þetta af mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.