Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 10
10 Helgarblað 24. nóvember 2017fréttir af ævintýramönnum, mörgum kengrugluðum, sem lifðu að- eins fyrir spennuna, en svo var meirihlutinn venjulegir menn eins og ég.“ ZANU-samtökin voru með bækistöðvar í Mósambík og beittu þeirri aðferð að senda fámenna hópa skæruliða yfir landamærin til þess að ráðast á búgarða og lítil þorp og drepa sem flesta sem þeir töldu óvinveitta, bæði hvíta og svarta. Hlutverk herdeildarinnar sem Haraldur var í var að uppræta slíka hópa. Þetta var léttvopnuð sveit, um 40 til 50 menn, sem var sífellt á ferðinni og lenti í átökum á hverjum degi, stundum oft á dag. Haraldur sagði flutningana og næturnar hafa verið erfiðastar. „Það var djöfullegt þegar gerð var fyrirsát á bílalestir, því maður er eiginlega bundinn inni í bíl og ber- skjaldaður.“ Á nóttunni sváfu þeir í holum sem þeir grófu haldandi á riffli í annarri hendinni. Árás- ir voru tíðar um nætur, gerðar úr fjarlægð með sprengjuvörp- um eða vélbyssum. Eina nóttina misstu þeir þrettán menn. Börnin verr útleikin en foreldrarnir Hulda fékk regluleg sendibréf frá Haraldi á þessum tíma. Hún segir: „Þeir fóru í leiðangra yfir landamærin til Mó- sambík og þegar þeir komu til baka skelltu þeir í sig róandi lyfjum. Þessi bréf voru svo óhugnanleg. Hann lýsti því þegar sveitin hans kom inn í þorp og þeir fundu fólk sem var búið að brytja niður. Það hékk á fótunum, hauslaust.“ Skæruliðarnir fóru iðulega inn í lítil þorp smöluðu fólki í strákofa og báru eld að. Þeir sem hlupu út voru skotnir um leið. Í viðtalinu við Mannlíf lýsir Haraldur sjálfur atviki sem snerti hann djúpt. „Þetta gerðist uppi í einu fjallahéraðinu, þar sem mik- ið var af stórum búgörðum. Við vorum kallaðir út eina nóttina og þá hafði verið gerð árás á búgarð, sem á bjó hvít fjölskylda. Þegar við komum þangað var enginn lifandi. Ekki nokkur maður. Það var greinilegt að þau höfðu veitt einhverja mótspyrnu því bænd- urnir voru yfirleitt vopnaðir, en bóndinn á þessum bæ hafði greinilega orðið skotfæralaus. Við fundum þau öll inni í húsinu, hjónin og tvö börn. Þau höfðu öll verið skotin og hafði greinilega verið misþyrmt hrottalega áður en þau voru drepin. Það var augljóst að börnin höfðu verið pynduð fyrst. Hjónin voru bundin saman uppi í rúmi og börnin lágu á gólf- inu. Þau voru miklu verr útleikin en foreldrarnir.“ Særðist í sprengjuárás Haraldur var í stríðinu í sex ár og vann sig upp í stöðu liðþjálfa. Hulda segir að hann hafi drepið menn þarna úti en hann hafi ekki vitað hversu marga, því margar orrusturnar áttu sér stað í myrkri. Eftir að hafa séð grimmdarverk- in hætti samviskan að hafa áhrif á hann. En annar atburður hafði líka mikið að segja. Hulda segir: „Halli átti kærustu út í Ródesíu, frá Suður-Afríku. Hún var á leiðinni til hans með flugvél en skæruliðarnir skutu vélina niður. Það var ofboðsleg reiði í hon- um eftir þetta.“ Heims- mynd hans brenglaðist og hann fór að setja allt svart fólk undir sama hatt. Á meðan allt þetta var að gerast var fjöl- skyldan heima milli vonar og ótta, en Har- aldur var staðráðinn í að halda hermennsk- unni áfram. „Það þýddi ekkert að reyna að fá hann til baka aft- ur. Ég sendi honum bréf þar sem ég sagði honum að koma sér heim í hvelli því það væri allt orðið brjál- að þarna. Maður las um ástandið í blöðunum og heyrði í útvarpi. Ég var sannfærð um að hann yrði drepinn. En hann fór sínu fram. Þetta var skelfilegur tími fyrir okk- ur fjölskylduna og sérstaklega for- eldra okkar. Mamma þorði varla að taka við skeytum.“ Undir lok stríðsins slasaðist Haraldur illa í sprengjuárás á bílalest. Hann hentist í burtu, fékk sprengjubrot í mjöðmina og áverka á höfði. Í kjölfarið var hann færður á spítala þar sem við tók löng spítalalega. „Við fengum skeyti frá hernum um að hann hefði slasast mikið. Ég man að ég kom heim til foreldra minna og mamma lá hágrátandi undir eldhúsborði. Þau gátu ekki lesið skeytið.“ Eftir þetta gat hann ekki sinnt hermennsku og flutti inn til tveggja Íslendinga sem bjuggu í landinu, Magnúsar Marteinssonar og Þor- bjargar Möller. Hann var þá mjög illa haldinn, bæði andlega og lík- amlega, og háður bæði verkjalyfj- um og áfengi. Þá var Mugabe tek- inn við völdum í landinu og var að leita uppi þá hermenn sem barist höfðu gegn honum. Harald- ur var skilríkjalaus og í felum hjá hjónunum sem ákváðu að smygla honum úr landi suður til Jóhann- esarborgar í Suður-Afríku. Þau útveguðu honum bráðabirgða- passa og hann náði flugi heim til Íslands með eina ferðatösku með búningnum hans. Skömmu síðar flúðu Magnús og Þorbjörg einnig úr landi. Martraðir og sjálfsvígshugsanir Þegar Haraldur kom heim til Ís- lands flutti hann inni til Huldu sem segir þann tíma hafa verið mjög erfiðan. „Þetta var hrika- legt. Hann var algjört flak, bæði andlega og líkamlega. Hann vissi ekkert hvað hann vildi gera.“ Hann kjagaði vegna áverkanna á mjöðmunum og gekkst undir skurðaðgerð sem lagaði það lítil- lega. Þá drakk hann mikið og gat ekki losað sig við lyfjafíknina. Erfiðust var hins vegar áfallastreituröskunin sem ein- kennir marga fyrrverandi her- menn. „Á þessum tíma var ekkert hugsað út í svona hluti. Hvað þá að fá Íslending sem hafði barist í svona stríði. Hann fékk enga að- stoð. Við fórum upp á geðdeild en það var ekkert gert fyrir hann. Engin sálfræðiaðstoð eða neitt.“ Haraldur fékk lyf hjá geðlækni sem gerðu þó lítið til að hjálpa honum. Hann hrjáðist af sífelld- um martröðum og íhugaði sjálfs- víg um tíma. Í viðtalinu við Mann- líf segir hann: „Enginn skildi það sem ég var að tala um. Ég var dottinn úr sambandi við allt hér heima.“ Til skamms tíma fór hann á sjó- inn en sneri sér svo aftur að því sem hann gerði best, hótel- og veitingarekstri. Um tíma rak hann Hótel Akureyri og skemmtistaðinn Lautina sem var þar í kjallaran- um. Seinna flutti hann til Dalvík- ur þar sem hann rak veitingastað- inn Sæluhúsið. Síðustu árin vann hann hér og þar í Reykjavík en þá var heilsu hans farið að hraka mjög mikið. Hulda segir: „Hann var alltaf á leiðinni út aftur og vildi halda her- mennskunni áfram en hann hefði aldrei getað það líkamlega. Það vildi hann hins vegar ekki viður- kenna.“ Haraldur komst í samband við ýmsa hópa málaliða og horfði mikið til frönsku útlendinga- hersveitarinnar. „Mér leist ekkert á þetta því það eru aðallega glæpa- menn sem gerast málaliðar. En það var alveg sama hvað ég sagði við hann, hann hlustaði ekki.“ Einnig vildi hann flytja aftur út til Simbabve en hann hataðist mjög út í Mugabe og blótaði honum við öll tækifæri. Haraldur var mikill djass- áhugamaður, spilaði á saxófón og trommur, og kom fram á tón- leikum. Hann var einnig mikill áhugamaður um matargerð og veisluhöld. En þrátt fyrir það var hann mikill einfari alla tíð eftir að hann kom heim frá Afríku. Hann talaði ekki mikið um reynslu sína úr stríðinu við annað fólk. „Hann skammaðist sín ekki fyrir þetta en hann var fúll yfir því að hafa ekki komist aftur út. Honum fannst hann ekki hafa lokið sínu verki,“ segir Hulda. Haraldur lést á Þor- láksmessu árið 2008 á heimili sínu úr hjartaáfalli, 59 ára gamall. Tímamót í Simbabve Valdatími hins 93 ára gamla Roberts Mugabe er nú á enda. Eftir 37 ár af efnahagshnignun, hungursneyð, ofríki, ofsóknum og mannréttindabrotum fengu þegnarnir loksins nóg og herinn svaraði með því að taka völdin í landinu. Vendipunkturinn varð þegar Emmerson Mnangagwa varaforseti var rekinn snemma í nóvember að undirlagi Grace Mugabe, eiginkonu Roberts. Her- inn tók þá völdin og setti Robert Mugabe í stofufangelsi. Mánu- daginn 21. nóvember sagði Muga- be af sér embætti og búist er við að Mnangagwa taki við stjórnartau- munum í landinu föstudaginn 24. nóvember. Verkefni Mnangagwa eru ærin og margir telja hann of tengdan Mugabe til að geta snúið ástandi landsins við. Hann barðist í stríð- inu líkt og Mugabe og saman stýrðu þeir hernaðaraðgerðum frá Mósambík. Hernaðaraðgerðum sem Haraldur Páll og félagar hans í stjórnarher Ian Smith þurftu að takast á við. n „Þessi bréf voru svo óhugnanleg. Hann lýsti því þegar sveitin hans kom inn í þorp og þeir fundu fólk sem var búið að brytja niður. Það hékk á fótunum, hauslaust. Hótel Akureyri „Hann var alltaf á leiðinni út aftur og vildi halda hermennskunni áfram.“ Hótelstjóri við Viktoríufossa Mynd úr Dag blaðinu, 11. mars 1976.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.