Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 22. desember 2017fréttir 46 „Fólk sem býsnast yfir brottrekstri Atla er tíðrætt um mannréttindi, en það eru ekki mannréttindi neinnar manneskju að fá að sitja áfram í starfi þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir um mannréttindabrot gegn öðrum. Það eru ekki mannréttindi að fá að leika í leiksýningum Borgarleikhússins. Það eru hins vegar mannréttindi okkar allra að kynferðisleg mörk okkar séu virt.“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir svaraði fólki sem taldi á mannréttind- um Atla Rafns Sigurðarsonar brotið með brottrekstri hans úr Borgarleikhúsinu. 14 „Þessar dömur ættu að láta ógert að hætta sér inn á vígvöll akademískrar umræðu, þar sem andstæð sjónarmið takast á. Þær ættu frekar að sinna kökubakstri eftir eigin uppskriftum og gagnrýna svo niðurstöðu bakaraofnsins. Hvílík börn.“ Gústaf Níelsson var samkvæmur sjálfum sér þegar hann gagnrýndi nemendur sem hafa kvartað yfir Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. 50 „Forsetinn gaf launahækkun sína. Skora hér með á biskupinn að gera slíkt hið sama.“ Ingi Gunnar Jóhannsson skoraði á Agnesi M. Sigurðardóttur að gefa fátækum launahækkun sína líkt og forseti Íslands og Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður. Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Þessar fréttir bar hæst í vikunni Atli Rafn rekinn úr Borgarleikhúsinu Atli Rafn Sigurðarson leikari var rekinn úr Borgarleikhúsinu á dögunum vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Atli átti að leika burðarhlutverk í sýningunni Medea sem átti að frumsýna eftir jól. DV.is Kvartað undan Hannesi Nemendur í áfanga Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði, kvörtuðu undan kennsluháttum hans í bréfi sem DV fjallaði um í vikunni. DV.is Vörurnar útrunnar Skjólstæðingar Fjölskylduhjálpar Íslands kvörtuðu undan því að vörur úr jólaaðstoðinni væru útrunnar. Þá fylgdi enginn sérstakur jólamatur til að borða yfir hátíðarnar. DV.is Það kostar svona mikið að halda jól Kostnaður vísitölufjölskyldunnar varla undir 150 þúsund krónum Þ að getur kostað meðal- fjölskyldu á Íslandi rúm- lega 150 þúsund krónur að halda heilög jól sam- kvæmt lauslegum útreikningum DV. Þá er miðað er við hjón með tvö ung börn. DV gerði svipaða útreikninga í desember 2014 þar sem stuðst var við sömu útgjalda- liði en í þeirri úttekt nam áætlaður kostnaður vegna jólahalds svip- aðri upphæð og í ár, eða 142 þús- und krónum. Ályktað er að hver Íslendingur hafi að jafnaði varið 53.813 krón- um í jólainnkaup árið 2016 sam- kvæmt áætlun Rannsóknaseturs verslunarinnar. Árið á undan nam þessi upphæð 49.156 og var vöxturinn á milli ára því 9,5 pró- sent. Rannsóknasetur verslunar- innar hefur ekki birt spá fyrir jóla- verslunina nú í ár en þegar DV hafði samband fengust þau svör að ástæðan væri meðal annars aukin netverslun bæði innan- lands og erlendis auk þess sem jólainnkaup hafa dreifst víðar yfir mánuðina. Samkvæmt árlegri jólaspá Capacent í ár hækkar jólavísitalan um 0,27 prósent og samkvæmt verðbólguspá mun 12 mánaða verðbólgan aukast úr 1,7 í 1,9 pró- sent. Samkvæmt spánni má búast við „týpískum jólum.“ Má því gera ráð fyrir að áætluð jólaeyðsla á hvern Íslending verði svipuð nú í ár og í fyrra. Útreikningarnir sem hér fylgja miðast sem fyrr segir við hjón með tvö börn á leikskólaaldri. Gert er ráð fyrir þeim útgjöldum sem fylgja tveimur dæmi gerðum jólamáltíðum, endurnýjun á sparifötum, jólatréskaupum, jólaskreytingum og öðru smálegu. Þá má ekki gleyma stærsta kostn- aðarliðnum sem eru jólagjafirn- ar. Rétt er að taka fram að listinn hér er langt í frá tæmandi og er að- eins til viðmiðunar. Forsendur út- reikninga eru hóflega áætlaðar og ljóst er að hægt er að áætla bæði hærri og lægri kostnað við ýmsa af útgjaldaliðunum. Hangikjöt, malt og appelsín Hér er miðað við að fjölskyldan snæði saman tvær hátíðarmál- tíðir: hamborgarhrygg og ís á að- fangadag og hangikjöt með upp- stúf á jóladag. Kræsingunum er að sjálfsögðu skolað niður með malti og appelsíni. Allt kostar þetta rúmlega 21 þúsund krónur og þá á eftir að bæta við í jólakörfuna hefðbundnum jólavörum eins og til dæmis mandarínum, Nóa konfekti, kaffi eða áfengi. Allir þurfa ný föt Það vill að sjálfsögðu enginn fara í jólaköttinn og þá eru börnin einnig fljót að vaxa upp úr spari- fötunum. Í þessu tilviki splæsir heimilisfaðirinn á sig nýrri skyrtu fyrir jólin og móðirin kaupir sér nýjan kjól. Sonurinn fær nýja skyrtu og buxur á meðan dóttir- in fær nýjan kjól, sokkabuxur og skó. Hér er kostnaðurinn tæpar 38 þúsund krónur. Jólatréð ómissandi Fjölskyldan kaupir stórt lifandi jólatré í Blómavali en þar kostar stafafura 8.990 krónur. Til viðbót- ar fjárfesta þau í ljósaseríu á tréð í Húsasmiðjunni og bæta síðan við nokkrum hlutum við jólaskraut- ssafnið. Allt í allt kostar góssið rúmlega 19 þúsund krónur. Sjö þúsund krónur á gjöf Rétt eins og í fyrri útreikningum DV er miðað við að fjölskyldan kaupi alls tíu jólagjafir þar sem hver gjöf kostar 7.000 krónur. Miðað er við að hjónin gefi hvort öðru gjöf, börnunum hvoru sína gjöfina, foreldrum sínum og jafn- vel systkinum. Allt í allt 70 þúsund krónur. n JólAHAld Viðmiðunarkostnaður fyrir hjón með tvö börn. Tvær hátíðarmáltíðir Hamborgarhryggsmáltíð KEA hamborgarhryggur 1.698 kr/kg (Bónus) 2,5 kg: 4.245 kr. Meðlæti: n Ananassneiðar Dole: 209 kr. (Hagkaup) n Rauðkál Ora: 299 kr. (Hagkaup) n Maísbaunir Ora: 249 kr. (Hagkaup) n Brúnaðar kartöflur: Forsoðnar kart- öflur Þykkvabæjar 2x500 g: 498 kr. (Bónus) n Waldorf-salat 4 epli: 190 kr. (Hagkaup) n 200 g græn vínber: 219 kr. (Hagkaup) n Sýrður rjómi MS 180 g: 259 kr. (Hagkaup) n Rjómi 250 ml: 279 kr. (Bónus) n Sellerístönglar 1pk: 248 kr. (Hagkaup) n Valhnetur, 300 g: 692 kr. (Hagkaup) Jólaöl n Egils appelsín: 2 x 2 lítrar: 659 kr. (Hagkaup) n Egils Malt: 4 x 0,5 lítrar: 796 kr. (Hagkaup) n Jólaís 2L box og 6 vöffluform: 2.990 kr. (Valdís) Samtals: 11.832 Ekki er gert ráð fyrir kaupum á sykri, smjöri, kryddi og öðru smálegu. Hangikjötsmáltíð Taðreykt hangikjöt frá SS: 3.499 kr/kg (Krónan) 1,5 kg: 5.248 kr. Meðlæti n Grænar baunir Ora, 199 g: 138 kr. (Hagkaup) n Rauðkál Ora, 380 g: 275 kr. (Hagkaup) n Laufabrauð, Ömmubakstur 15 stk: 1.435 kr. (Bónus) n Forsoðnar kartöflur Þykkvabæjar n 2x500gr: 498 kr. (Bónus) n Uppstúf tilbúið: 466 kr. (Hagkaup) Jólaöl n Egils appelsín 2 x 2 lítrar: 659 kr. (Hagkaup) n Egils Malt: 4 x 0,5 lítrar: 796 kr. (Hagkaup) Samtals: 9.515 kr. Alls: 21.347 kr. Endurnýjun sparifata Fullorðnir: n Ný herraskyrta: 14.980 kr. (Herragarðurinn) n Nýr kjóll: 9.290 kr. (Vila) Börn Stúlka: n Jólakjóll: 3.495 kr. (H&M) n Leggings: 1.495 kr. (H&M) n Skór: 2.999 kr. (Lindex) Drengur: n Skyrta: 3.990 kr. (Name it) n Buxur: 1.995 kr. (H&M) Samtals fyrir fjölskyldu: 38.244 kr. Jólatré, skreytingar o.fl. n Stafafura 151–200 cm: 8.990 kr. (Blómaval) n Ljósasería, 80 ljós: 1.194 kr. (Húsasmiðjan) n Skrautkúlur, 15 stk: 594 kr. (Húsasmiðjan) n Jólatréstoppur: 774 kr. (Húsasmiðjan) n Hengiskraut: 594 kr. (Húsasmiðjan) n Jólasveinastytta 18 cm: 1.374 kr. (Húsasmiðjan) n Servíettur 20 í pk x 2: 472 kr. (Rúmfatalagerinn) n Agermynte jóladúkur 140 x 240 cm: 2.097 kr. (Rúmfatalagerinn) n EH jólaglös, 3 í pakka: 349 kr. (Rúmfatalagerinn) n Gjafapappír, 5 rúllur: 1.475 kr. (Ikea) n Merkimiðar, 16 stykki í pakka x 2: 190 kr. (Ikea) n Julemanden gjafapoki L: x 3: 597 kr. (Rúmfatalagerinn) n Noel pakkaskraut, 24 stk: 239 kr. Samtals: 18.939 kr. Tíu jólagjafir: U.þ.b. 70.000 kr. Heildarkostnaður: 148.530 kr. 40 prósenta verðmunur Verðkönnun ASÍ á jólamat sýnir að neytendur geta haft talsvert upp úr því að kaupa jólamatinn þar sem hann er ódýrastur en að meðaltali er um 40 prósenta verðmunur á jólamatnum á milli verslana. Í könnuninni, sem var framkvæmd 13. desember 2017, kemur fram að Bónus er í flestum tilfellum með lægsta verðið eða í 54 prósentum tilfella en næst á eftir kemur Krónan sem er með lægsta verðið í 15 prósentum tilfella. Hagkaup er oftast með hæsta verðið eða í 36 prósentum tilfella en þar á eftir kemur Iceland með hæsta verðið í 29 prósentum tilfella. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.