Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 48
48 Helgarblað 22. desember 2017 Ég hélt upp á jólin í gær, þann 21. desember. Þetta geri ég á hverju ári enda fullkomin ástæða til að fagna því að frá og með gærdeginum munum við njóta dagsbirtunnar örlítið lengur, mínútu fyrir mínútu. Vetrarsólstöður. Meiri birta! Meiri gleði! Þessi jákvæði viðsnúningur varð nákvæm­ lega klukkan 16.28 og héðan í frá, eða alveg fram til 21. júní á næsta ári, mun sólin hækka á lofti og dagurinn verða lengri. Fullkomin ástæða til hátíðarhalda – finnst þér ekki? Ég fagnaði með einföldum hætti. Kveikti bara á fleiri kertum og hlustaði á Here comes the sun. Little darling, I feel that ice is slowly melting Little darling, It seems like years since it's been clear Here comes the sun Here comes the sun, and I say It's all right Fallegt. Einhvern tímann heyrði ég að kirkjunnar feður hefðu komið fæðingardegi frelsara síns fyrir á þessa hentugu tímasetningu þar sem Rómverjar og aðrir héldu sína sólhvarfahátíð. Hjá okkur Íslendingum hefur hátíðin alltaf kallast „jól“ en margir vilja meina að orðið eigi skylt við „hjól“ og merki árstíðaskiptin og framgang lífsins. Kirkjukörlum þótti ástæða til minnast innkomu átrúnaðargoðsins með sérlegri hátíð enda alveg frábært að guðinn þeirra skyldi stíga niður af himnum og gerast mað­ ur. Og þvílíkur maður! Gæðadrengur í gegn sem óð berfættur um og boðaði kærleika, umburðarlyndi og ást. Endalausa ást. Það gerði Búdda reyndar líka um fimm hundruð árum fyrr, Lennon fyrir 50 árum og Louise Hay þar til hún lést í ágúst á þessu ári. Love is all you need. Einfalt. Hvort sem við kjósum að taka við skila­ boðunum í gegnum Búdda, Krist, Lennon eða Louise þá gildir það einu. Áminningin um ástina og kærleikann er nauðsynleg og í raun er þessi blanda af sólarhá­ tíð heiðinna og kærleikshá­ tíð kristinna alveg skothelt kombó. Við höfum öll gott af meiri BIRTU! Gleðileg jól! Here comes the sun, and I say: It's all right Margrét H. gústavsdóttir margret@dv.is Þröstur Leó Gunnarsson fæddist þann 23. apríl árið 1961 á Bíldudal. Hann er sonur Vilborgar Kristínar Jóns­ dóttur ljósmóður og Gunnars Knúts Valdimarssonar sem var lengi þekktur sem bíóstjórinn í þorpinu. Þröstur átti fimm systkini en elsti bróðir hans, Rúnar, lést úr hrörnunarsjúkdómi árið 2012. Þröstur lauk níunda bekk frá gagnfræðaskólanum á Selfossi og hélt þá aftur til Bíldudals þar sem hann vann á sjó og við beitingar til nítján ára aldurs. Þá fór hann til Reykjavíkur og hóf nám við Leiklistarskóla Íslands sem hann lauk svo árið 1985. Síðan hefur Þröstur Leó misst töluna á þeim verkum og kvikmyndum sem hann hefur tekið þátt í. Á annan dag jóla verður Hafið eftir Ólaf Hauk Sím­ onarson frumsýnt í Þjóðleikhúsinu en þar verður hann í aðalhlutverki. Þröstur býr í Álftamýri ásamt eiginkonu sinni, Helgu Sveindísi Helgadóttur rithöfundi, og dóttur þeirra Maríu, tólf ára. Fyrir á hann fjögur börn úr fyrra hjóna­ bandi; Vilborgu, Silju, Pálínu og Guðmund og svo fósturdæturnar Sólveigu og Gauju. 07.00 Venjulegur dagur byrjar um klukk­ an sjö eða hálf átta, ég vek dóttur mína og keyri hana í Vesturbæjar­ skóla. Sjálfur borða ég engan morgunmat en ég gef henni yfirleitt bara það sem hana langar í, það er oftast einhver grautur eða svoleiðis. Yfirleitt fer ég beint niður í leikhús þegar ég er búinn að skutla henni en æfingar byrja um klukkan tíu á morgnana. Á fyrstu æfingum er bara setið og lesið en eftir einhvern tíma byrjum við að æfa litlar senur og samtöl. Þess á milli er maður að læra textann sinn, það er að segja ef maður er með einhvern texta að ráði. Þessa dagana erum við á lokametrunum fyrir Hafið en þar leik ég Þórð, útgerðarstjórann sem er kominn með heilablæðingu og kallar börnin til sín til að opinbera eitthvað fyrir þeim sem svo kemur í ljós. Nú hafa verið rennsli öll kvöld fram að Þorláksmessu frá klukkan átta til ellefu því verkið verður frumsýnt annan í jólum. 12.00 Stundum er ég ekkert svangur í há­ deginu og get þá bara sleppt því að borða þangað til um kvöldið. Borða sem sagt ekkert yfir daginn sem mörgum hefur þótt undarlegt. Það fer alveg eftir því hvað er í matinn í mötuneytinu hvort mig langar í það eða ekki. Fiskibollur og slíkt, ég nenni ekki að borða það. Ef ég fæ mér fisk þá þarf ég oftast að fá mér kjöt svona klukkutíma síðar. Ætli ég sé ekki svona grannur út af þessu? Ég borða eiginlega bara kjöt. 16.00 Æfingar eru vanalega búnar um fjögur og þá fer ég heim að taka á móti dóttur minni sem kemur úr skólanum um það leyti. Ég sé vanalega um matinn á heimilinu og það er ekki óvanalegt að við séum að borða kvöldmatinn um klukkan fimm síðdegis. Þótt ég borði frekar kjöt en fisk þá finnst mér ótrú­ lega gaman að elda fisk. Sólkola, skötusel og þess háttar. Það er samt auðvelt að eyðileggja fisk með því að klúðra eldamennskunni. Aðal­ lega með ofeldun, þá verður hann eins og einhver þurr og bragðlaus pappi. 18.00 Við klárum oftast að borða svona um klukkan sex og ef ég er ekki að fara í leikhúsið aftur þá er bara eitthvað venjulegt afslappelsi sem tekur við um. Kannski horfum við á mynd eða einhverja þætti sem við getum öll dottið inn í. Síðast voru það Stranger Things sem dóttir mín er mjög hrifin af, og reyndar ég líka. Þetta voru ágætir þættir. 01.00 Mér finnst yfirleitt ekki taka því að fara inn í rúm að sofa fyrr en eftir miðnætti svo oft hangi ég í tölvunni fram eftir, legg kapal, skoða vídeó og eitthvað. Vinnutím­ inn hjá mér er líka svo skrítinn að það er enginn sérstök regla á lífinu. Lífsstíllinn ræðst af leikhúsinu. Þröstur Leó gunnarsson -fiskibollur, kjöt, kapall og einfaldleikinn sem reynist yfirleitt bestur„ef ég fæ mér fisk þá þarf ég oftast að fá mér kjöt svona klukkutíma síðar. Ætli ég sé ekki svona grannur út af þessu? Ég borða eiginlega bara kjöt.Besta ráð sem þér hefur verið gefið? Mamma lagði ríka áherslu á það við mig að vera alltaf stundvís. Ég var í fjögur ár í leiklistarnámi og kom bara einu sinni of seint, það var þegar fyrsta dóttir mín fæddist. Stundvísin hefur reynst mér mjög vel í starfinu enda verulega óheppi- legt að vera óstundvís leikari. Besta ráð sem þú getur gefið öðrum? Bara að vera heiðarlegur við sjálf- an sig og aðra. Koma heiðarlega fram, sleppa leyndarmálum og feluleikjum. Koma hreint til dyra. hvað vildir þú að þú hefðir vitað fyrr? Ég vildi að ég hefði vitað að leik- listin er ekki eins flókin og ég hélt í fyrstu. Maður var allaf að rembast við að gera of mikið en einfaldleik- inn reynist yfirleitt bestur. Da gur í l ífi instagraM.coM/Birta_vikuBLad viKuBlað - Ritstjóri: Margrét H. Gústavsdóttir Ábyrgðarmenn: Karl Garðarsson Markaðssamstarf: Svava Kristín Gretarsdóttir s: 690 6900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.