Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 28
28 umræða
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
aðalnúmer: 512 7000
auglýsingar: 512 7050
ritstjórn: 512 7010
Heimilisfang
Kringlan 4-12, 4. hæð
103 Reykjavík
Sandkorn
Helgarblað 22. desember 2017
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl
Garðarsson Aðalritstjóri: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson
Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
fréttaskot
512 7070
Almannatengil fyrir
almannatengilinn
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup
Íslands, er í klemmu þessa dag
ana. Á sama tíma og fjölmiðl
ar flytja fréttir af því að margir
eigi ekki í sig og á um jólin og
þurfi jafnvel að sætta sig við
útrunninn mat og kjötboll
ur úr dós frá Fjölskylduhjálp
Íslands þá fær biskupinn 3,3
milljónir króna í eingreiðslu.
Er þetta annað árið í röð sem
embættismenn þurfa að svara
fyrir ákvarðanir kjararáðs, í
fyrra tókst Guðna Th. Jóhannes-
syni forseta að komast vel frá
öllu saman með því að gefa
hækkunina til góðgerðarmála.
Agnes bað sjálf um hækkunina
og sendi frá sér yfirlýsingu þar
sem kom fram að hún myndi
ekki tjá sig um málið. Ef kalla
má séra Agnesi almannatengil
Guðs á Íslandi þá er sárlega
vöntun á almannatengli fyrir
almannatengilinn.
Bjánalegu
spurningarnar
Ríkisstjórnin nú, líkt og allar
ríkisstjórnir undanfarinna ára,
vill ný vinnubrögð á Alþingi
og auka
gagnsæi.
Í umræðu
um málið
á Alþingi
ítrekaði
Helgi Hrafn
Gunnarsson
Pírati enn
og aftur
þá skoðun
sína að fundir fastanefnda Al
þingis yrðu að jafnaði opnir.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð
herra telur að það megi gera
meira af því að opna nefndar
fundi en það var hins vegar eitt
atriði sem hún hafði áhyggj
ur af, það er hvort þingmenn
myndu veigra sér að spyrja
„bjánalegu spurninganna“ ef
þeir væru í beinni útsendingu.
Hinn kristilegi kærleiksandi
V
el launaðir einstaklingar
ættu að telja það sjálfsagða
siðferðilega skyldu sína
að styrkja góð málefni þar
sem hugað er að þeim sem þarfn
ast aðstoðar. Reyndar er ekki hægt
að ætlast til að þeir feti allir í fót
spor forseta Íslands, Guðna Th.
Jóhannessonar, sem lætur launa
hækkun sem kjararáð veitti hon
um renna til góðgerðarmála. En
það er þó ekki óeðlilegt að ætlast
til þess að þeir sem búa við mun
að láti eitthvað af hendi rakna til
þeirra sem búa við bág kjör eða
eiga erfitt af einhverjum ástæðum.
Það er vitað að þetta gera sumir
þeirra einstaklinga sem flokka má
sem forríka, en þeir eru um leið
ekki sérstaklega að auglýsa góð
verk sín opinberlega. Ástæða er til
að benda á þetta því þjóðfélags
umræðan á Íslandi er stundum á
þann veg að það virðist flokkast
sem dauðasynd að vera vel efn
aður og þeir sem eru það eru tald
ir spilltir og útsmognir. Það er ein
faldlega ekki algild regla að fólk
verði af aurum api, þótt of margir
verði það því miður.
Nokkurt uppþot hefur orðið
vegna ríflegrar og afturvirkrar
launahækkunar sem biskup Ís
lands, Agnes M. Sigurðardóttir,
fékk á dögunum. Agnesi hafa ekki
verið vandaðar kveðjurnar, enda er
til siðs á mörgum bæjum að víkja
illu að þjóðkirkjunni, biskupi og
prestum við hvert mögulegt tæki
færi. Það verður reyndar að segjast
eins og er að tímasetning þessara
tíðinda er afleit. Frétt nokkrum
dögum fyrir jól um rúmar þrjár
milljónir í eingreiðslu til biskups
kveikir elda á sama tíma og vitað
er að hópur fólks á vart í sig og á
um jólin. Nú skal vonað að biskup
hneigi höfuð sitt í auðmýkt og láti
einhvern hluta eingreiðslunnar
renna til góðra málefna. Það væri í
anda kristilegs kærleiksanda.
Kristilegur kærleiksandi birtist
svo einmitt nokkuð óvænt þegar
fréttist að ríkisstjórnin hefði
ákveðið að veita tæpar fimm millj
ónir í viðbótargreiðslur til hælis
leitenda og auðvelda þeim þannig
að gera vel við sig um jól. Ekki sjá
þó allir ástæðu til að hrósa því
verki hennar. Það er einfaldlega
svo að um leið og fréttist af aðstoð
við hælisleitendur eða flóttamenn
rís upp afar hávær kór og fer að
reikna út hvað væri hægt að gera
fyrir fátæka Íslendinga fyrir þá
peninga sem settir eru í aðstoð við
útlendinga. Þessi öfgafulla nálgun
reiðs fólks er ekki bara hvimleið
og heimskuleg, hún er á skjön við
þann náungakærleik sem farsæl
ast er að menn ástundi.
Jólin skipta okkur allflest máli
og þá finnst okkur að öllum eigi
að líða vel, geti notið góðs matar
og fengið gjafir sem gleðja. Gæð
unum er hins vegar misskipt. Þeir
sem búa við góð efni, hvort sem
það er ríkisstjórn í góðæri, vel
launaður forseti og biskup eða
aðrir, eiga að sýna gjafmildi og ör
læti. Öll eigum við svo að muna
eftir náungakærleiknum. n
DV óskar landsmönnum
gleðilegra jóla!
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Spurning vikunnar Hvað borðar þú á jólunum?
„Kalkún á aðfangadag. En á jóladag, ætli ég taki ekki
hangikjötið í ár“
Bubbi Morthens
„Yfirleitt lambalæri á aðfangadag og hangikjöt á
jóladag“
Júlíana Vaxe-Ström
„Hamborgarhrygg á aðfangadag og hangikjöt á
jóladag“
Brynjar Fransson
„Hamborgarhrygg á aðfangadag og hangikjöt á
jóladag“
Guðrún Þórðardóttir
J
ólin eru hátíð barnanna og okkar sem
leyfum okkur að gleðjast eins og börn.
Á hverju ári fer þeim einstakling
um fjölgandi sem kjósa að njóta jól
anna allsgáðir. Sífellt fleiri hafa uppgötvað
kosti þess að vera til staðar allsgáð og njóta
þess sem fram fer. Margir upplifa því miður
ókosti þess að vera innan um þá sem nota
áfengi um hátíðarnar. Börnin sérstaklega.
Börn upplifa óöryggi, kvíða og ótta innan
um þá sem eru undir áhrifum áfengis. Börnin eiga skilið vímulaus jól
og því eiga fullorðnir að forðast neyslu áfengis yfir jólahátíðina.
H
ugmyndin að drekka vín með mat er
að fríska upp á bragðlaukana á milli
munnbita, ekki til að hjálpa okkur að
kyngja. Í samanburðinum er Malt og
Appelsín fullmikið síróp og frískar ekki mik
ið upp á bragðlaukana á milli bita þannig
að það er varla hægt að tala um Malt og
Appel sín sem matardrykk þótt það sé ágæt
is drykkur. Þegar kemur að víni með mat
gildir að það sé gott jafnvægi á milli sýru
og ávaxtar, sýran er ferskleikinn í víninu og
ávöxturinn er ljúffengleikinn. Eini óvinur víns er salt og því miður er
ekkert vín sem fer mjög vel með hangikjötinu og hamborgarhryggn
um. Þegar kemur að pörun þá skiptir meira máli hvaða sósa og krydd
eru notuð en endilega hráefnið sjálft. Til að njóta matarins til fulls þarf
að hafa gott vín, en það þarf að fara varlega, drekka betra og minna.
Með oG á Móti - Vín á aðfangadagskVöld
Arnar Sigurðsson vínkaupmaður Aðalsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri
bindindishreyfingarinnar IOGT á Íslandi
Með á Móti