Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 72
Helgarblað 22. desember 2017
67. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Og hana nú!
Gerður Kristný
gaf hænu í skóinn
n „Þegar barn fúlsar við
hlaupkörlunum sem jóla-
sveinninn gaf því í skóinn
vegna þess að því hefur borist
til eyrna að Haribo-fyrirtækið
fari illa með svín er það orðið
nógu gamalt til að hætta að fá
í skóinn,“ skrifaði rithöfund-
urinn Gerður Kristný á Face-
book-síðu sína í vikunni. Jóla-
sveininum á heimilinu var því
vandi á höndum en kom með
snilldarlega lausn. Daginn
eftir fékk sonurinn hænu í
skóinn. Þó ekki
af holdi og
blóði heldur
var um að
ræða gjafa-
bréf fyr-
ir hænu
handa
fátækri
fjöl-
skyldu í
Afríku.
Gefur út jólaplötu
n Benedikt Jóhannesson
missti ráðherrastólinn, for-
mannsstól Viðreisnar og
þingsætið á þessu ári en læt-
ur ekki deigan síga og stefn-
ir á útgáfu geislaplötu fyrir
næstu jól. Benedikt var rit-
stjóri viðskiptavikuritsins Vís-
bendingar en forveri hans
í starfi, Eyþór Ívar Jónsson,
hóf þann sið að semja lag fyr-
ir hver jól. Benedikt viðhélt
þessum sið og hefur meðal
annars samið hugljúf píanó-
lög. Alls eru jólalög ritstjór-
anna um fimmtán
talsins og stefna
þeir á að gefa
þau út og
halda útgáfu-
tónleika með
kórum og
gestaflytjend-
um. „Eitt-
hvað verð-
ur maður
að gera,“
segir
Bensi.
Sigurjón ætlaði að kaupa vændi og var stunginn í lærið
n Ruddust inn vopnaðir exi n Kærði árásina n Sagði vændiskaup vera tilraun
K
ona og karlmaður um
tvítugt fengu dóm fyrir að
ræna Sigurjón R. Ingvars-
son í vikunni. Í ákæru kem-
ur fram að þau hafi blekkt Sigurjón
sem taldi að hann væri að kaupa
vændi af tveimur stúlkum. Sigur-
jón er skólabílstjórinn sem reyndi
að kaupa vændi af tálbeitu DV.
Hann lýsti síðar yfir að um tilraun
hefði verið að ræða.
Í umfjöllun Vísis kemur fram að
parinu hafi tekist að blekkja Sigur-
jón og bauð hann þeim inn á heim-
ili sitt en þau voru þá ekki nema 18
og 19 ára. Var Sigurjóni tjáð að önn-
ur stúlka væri á leiðinni og ætlaði
hann að kaupa vændi af henni líka.
Þegar bankað var á dyrnar og Sig-
urjón opnaði ruddust inn þrír grímu-
klæddir menn í stað stúlk unnar
sem hann taldi sig eiga von á. Voru
mennirnir að sögn Sigurjóns vopn-
aðir exi, kylfu og byssu. Var Sigurjón
keyrður í gólfið og stunginn í lær-
ið. Þá meiddist hann á sköflungi, rif-
beinsbrotnaði og hruflaðist á hálsi.
Mennirnir kröfðust þess að fá
peninga frá Sigurjóni. Nágranni
hafði samband við lögreglu og
lögðu þá ungmennin á flótta með
verkjalyf, sígarettur og iPhone
5-síma Sigurjóns. Sigurjón leitaði
sér aðhlynningar á spítala og kærði
svo málið í kjölfarið. Parið var
dæmt fyrir rán en enginn þarf að
sæta ábyrgð vegna líkamsárásar-
innar þar sem ekki tókst að sanna
hver átti þar í hlut. Var dómur stúl-
kunnar skilorðsbundinn en piltur-
inn rauf skilorð og var dæmdur til
fangelsisvistunar í þrjá mánuði.
Sigurjón var til umfjöllunar í DV
í haust þegar hann reyndi að kaupa
vændi af tálbeitu DV, stúlku sem átti
að vera nýútskrifuð úr grunnskóla. Á
þeim tíma sem Sigur jón gekk í gildru
DV starfaði hann sem skólabílstjóri.
Hann var rekinn úr starfi eftir um-
fjöllun DV. Sigurjón viðurkenndi í
samtali við blaðamenn DV að kaupa
reglulega vændi af konum. Seinna
hafði Sigurjón samband við DV til að
koma því á framfæri að hann hefði
aldrei ætlað sér að kaupa vændi af
tálbeitunni. Um hefði verið að ræða
tilraun af hans hálfu og forvitni rek-
ið hann áfram til að sjá hvað myndi
gerast hjá fólki sem keypti vændi af
börnum.
DV hefur heimildir fyrir því að
Sigurjón hafi í vikunni verið í sam-
skiptum við að minnsta kosti eina
vændiskonu. Hvort það sé tilraun
líka hefur DV ekki fengið staðfest. n
Sigurjón R. Ingvarsson Sigurjón var
blekktur af ungmennum. Taldi Sigurjón að
hann væri að kaupa vændi en þess í stað
ruddust grímuklæddir menn inn á heimili
hans. Hann kærði málið.
SKREYTUM SAMAN
ALLRI JÓLAVÖRU
40%
AFSLÁTTURaf