Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 72
Helgarblað 22. desember 2017 67. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Og hana nú! Gerður Kristný gaf hænu í skóinn n „Þegar barn fúlsar við hlaupkörlunum sem jóla- sveinninn gaf því í skóinn vegna þess að því hefur borist til eyrna að Haribo-fyrirtækið fari illa með svín er það orðið nógu gamalt til að hætta að fá í skóinn,“ skrifaði rithöfund- urinn Gerður Kristný á Face- book-síðu sína í vikunni. Jóla- sveininum á heimilinu var því vandi á höndum en kom með snilldarlega lausn. Daginn eftir fékk sonurinn hænu í skóinn. Þó ekki af holdi og blóði heldur var um að ræða gjafa- bréf fyr- ir hænu handa fátækri fjöl- skyldu í Afríku. Gefur út jólaplötu n Benedikt Jóhannesson missti ráðherrastólinn, for- mannsstól Viðreisnar og þingsætið á þessu ári en læt- ur ekki deigan síga og stefn- ir á útgáfu geislaplötu fyrir næstu jól. Benedikt var rit- stjóri viðskiptavikuritsins Vís- bendingar en forveri hans í starfi, Eyþór Ívar Jónsson, hóf þann sið að semja lag fyr- ir hver jól. Benedikt viðhélt þessum sið og hefur meðal annars samið hugljúf píanó- lög. Alls eru jólalög ritstjór- anna um fimmtán talsins og stefna þeir á að gefa þau út og halda útgáfu- tónleika með kórum og gestaflytjend- um. „Eitt- hvað verð- ur maður að gera,“ segir Bensi. Sigurjón ætlaði að kaupa vændi og var stunginn í lærið n Ruddust inn vopnaðir exi n Kærði árásina n Sagði vændiskaup vera tilraun K ona og karlmaður um tvítugt fengu dóm fyrir að ræna Sigurjón R. Ingvars- son í vikunni. Í ákæru kem- ur fram að þau hafi blekkt Sigurjón sem taldi að hann væri að kaupa vændi af tveimur stúlkum. Sigur- jón er skólabílstjórinn sem reyndi að kaupa vændi af tálbeitu DV. Hann lýsti síðar yfir að um tilraun hefði verið að ræða. Í umfjöllun Vísis kemur fram að parinu hafi tekist að blekkja Sigur- jón og bauð hann þeim inn á heim- ili sitt en þau voru þá ekki nema 18 og 19 ára. Var Sigurjóni tjáð að önn- ur stúlka væri á leiðinni og ætlaði hann að kaupa vændi af henni líka. Þegar bankað var á dyrnar og Sig- urjón opnaði ruddust inn þrír grímu- klæddir menn í stað stúlk unnar sem hann taldi sig eiga von á. Voru mennirnir að sögn Sigurjóns vopn- aðir exi, kylfu og byssu. Var Sigurjón keyrður í gólfið og stunginn í lær- ið. Þá meiddist hann á sköflungi, rif- beinsbrotnaði og hruflaðist á hálsi. Mennirnir kröfðust þess að fá peninga frá Sigurjóni. Nágranni hafði samband við lögreglu og lögðu þá ungmennin á flótta með verkjalyf, sígarettur og iPhone 5-síma Sigurjóns. Sigurjón leitaði sér aðhlynningar á spítala og kærði svo málið í kjölfarið. Parið var dæmt fyrir rán en enginn þarf að sæta ábyrgð vegna líkamsárásar- innar þar sem ekki tókst að sanna hver átti þar í hlut. Var dómur stúl- kunnar skilorðsbundinn en piltur- inn rauf skilorð og var dæmdur til fangelsisvistunar í þrjá mánuði. Sigurjón var til umfjöllunar í DV í haust þegar hann reyndi að kaupa vændi af tálbeitu DV, stúlku sem átti að vera nýútskrifuð úr grunnskóla. Á þeim tíma sem Sigur jón gekk í gildru DV starfaði hann sem skólabílstjóri. Hann var rekinn úr starfi eftir um- fjöllun DV. Sigurjón viðurkenndi í samtali við blaðamenn DV að kaupa reglulega vændi af konum. Seinna hafði Sigurjón samband við DV til að koma því á framfæri að hann hefði aldrei ætlað sér að kaupa vændi af tálbeitunni. Um hefði verið að ræða tilraun af hans hálfu og forvitni rek- ið hann áfram til að sjá hvað myndi gerast hjá fólki sem keypti vændi af börnum. DV hefur heimildir fyrir því að Sigurjón hafi í vikunni verið í sam- skiptum við að minnsta kosti eina vændiskonu. Hvort það sé tilraun líka hefur DV ekki fengið staðfest. n Sigurjón R. Ingvarsson Sigurjón var blekktur af ungmennum. Taldi Sigurjón að hann væri að kaupa vændi en þess í stað ruddust grímuklæddir menn inn á heimili hans. Hann kærði málið. SKREYTUM SAMAN ALLRI JÓLAVÖRU 40% AFSLÁTTURaf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.