Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 8
8 Helgarblað 22. desember 2017fréttir J ólin eru að ganga í garð. Fólk þeytist um til að kaupa jólagjafir og hátíðarmatinn. Spennan magnast meðal barna og jólafríið nálgast óðum. Börn bíða full eftirvæntingar. Sum börn koma frá fjölskyldum sem eiga um sárt að binda. Þau koma nestislaus í skólann og hafa ekki efni á jólamat í skólanum. Undanfarið hefur verið mik­ il umræða um fátækt á Ís­ landi. DV hafði samband við kennara á Íslandi og ræddi við tvo þeirra. Það sem stóð upp úr samræðunum var að báð­ ir kennararnir sögðu að börn væru alltaf tilbúin að deila nesti sínu með þeim sem minna mega sín. Börnin deila alltaf með sér Einn kennari sem blaðamaður ræddi við er umsjónar­ kennari á höfuðborgar­ svæðinu. Sá kennari segir að það séu ávallt nokkur börn í hverjum bekk sem koma nestis­ laus í skólann en kennarar fylgjast vel með þeim. Eru mörg börn sem koma nestislaus í skólann? „Ekki mörg börn. Af 21 barni eru tvö til þrjú börn nestislaus.“ Veistu hvort það sé svipað og í öðrum bekkjum? „Ég held maður gæti búist við að það séu til um eitt til þrjú börn í hverjum bekk sem koma nestis­ laus í skólann. Í öllum bekkj­ um sem ég hef kennt hafa ver­ ið einhver nestislaus börn.“ Eru þessi börn í matar­ áskrift í hádeginu? „Börnin eru ekki nestislaus alla daga. En einn nemandi er oftar nestislaus og ég fylgist með honum. Sá nemandi er í matar­ áskrift, annar er í mataráskrift sem félagsþjónustan borgar. Þegar kennarar taka eftir að börn eru ekki með nesti og fá ekki að borða í hádeginu þá láta þeir fé­ lagsþjónustuna vita sem grípur þá inn í og greiðir fyrir mataráskrift.“ Er erfitt fyrir börnin sem eru nestislaus að sjá önnur börn borða í nestistímanum? „Stundum nota börnin þá af­ sökun að þau séu ekki svöng. En alltaf ef ég annaðhvort tek eftir að barn sé nestislaust eða það segir mér að það sé nestislaust þá spyr ég allan bekkinn hvort einhver sé ekki með aukanesti sem má deila. Börnin eru alltaf tilbúin að deila með sér. Þannig að ekkert barn þarf að vera svangt. Í gegnum árin hefur það gerst að enginn geti deilt með sér eða barnið borðar ekki það sem er í boði. Þá hef ég farið á kaffistofu kennara og sótt eitthvað þar að borða, sem ég skrifa síðan á skólann. Maður fylgist með börnunum og ég held að kennarar geri það al­ mennt. Maður myndi aldrei láta barn sitja svangt.“ Hvernig er jólamatnum ykkar háttað? „Börn sem eru í áskrift fá jóla­ mat. Svo er hægt að kaupa miða á jólamatinn fyrir 500 krónur.“ Hvernig er með börnin sem eru ekki í áskrift og eiga ekki pening fyrir jólamatnum? „Hjá okkur hefur það alltaf ver­ ið þannig að ef maður sér eitt­ hvert barn, sem langar rosalega í jólamatinn og er ekki með pening og ekki með neinn annan hádeg­ ismat, þá gefum við því að borða. Við vitum líka oft hvernig aðstæð­ ur barnanna eru.“ Allur gangur á Hinn kennarinn sem DV ræddi við er umsjónarkennari á landsbyggð­ inni. Kennarinn segir að börn sem koma oft nestislaus í skólann vilji ekki að aðrir viti af því og koma með ýmsar afsakanir fyrir því að þau séu ekki með nesti. Eru mörg börn í þínum bekk sem koma nestislaus í skólann? „Nei. Það er ekkert barn í mín­ um bekk sem ég er að kenna núna sem kemur nestislaust. En í öðrum bekkjum sem ég hef kennt hafa verið börn sem koma nestislaus í skólann. Ég er búin að kenna í um tíu ár og myndi segja að meðaltali séu um eitt til tvö í bekk.“ Er erfitt fyrir börnin sem eru nestislaus að sjá önnur börn borða í nestistímanum? „Börnin fara inn í sig, eins og þau vilji ekki bera á því að þau séu nestislaus. Þau segjast oft hafa gleymt nesti eða ekki langa í nesti.“ Deila hin börnin með sér? „Já, það er mjög algengt. Líka ef börn gleyma nesti þá eru önnur börn alltaf tilbúin að deila, einnig þótt um sé að ræða einhvern sem er aldrei með nesti, þá deila þau alltaf með sér.“ Eru börn sem eru nestislaus í mataráskrift? „Það er allur gangur á því. Ég veit að kirkjan hefur verið að borga mataráskrift fyrir einhver börn. En það er þannig að ef foreldri hef­ ur ekki efni að hafa barn í matar­ áskrift þá þarf það að leita sér að­ stoðar sjálft.“ Hvernig er jólamatnum hjá ykkur háttað? „Krakkarnir sem eru í áskrift fá mat og aðrir geta keypt miða í jólamatinn. Síðan er þeim, sem eru ekki með nesti, gefið að borða. Maður veit yfirleitt hvaða krakkar það eru og er búinn að gera ráð­ stafanir fyrirfram. Svo eru þetta einnig börn sem eiga foreldra sem eru mjög upp­ teknir og kannski ekki að pæla mikið í hlutunum. Þannig að það er allur gangur á.“ n Börnin sem koma nestislaus í skólann n Börn í mörgum bekkjum koma nestislaus n Kennarar segja börnin dugleg að deila matnum „ Í öllum bekkjum sem ég hef kennt hafa verið einhver nestis- laus börn. Nestislaus Kennararnir telja að það séu að meðaltali eitt til þrjú börn í hverjum bekk sem koma nestislaus í skólann. Alhliða veisluþjónusta Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 | Reykjanesbæ | Sími: 421 2630 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir Gerðu daginn eftirminnilegan l li veisl j st Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir i fti i il Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.