Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 52
52 Helgarblað 22. desember 2017 fóstureyðing er framkvæmd. Ef mér hefði verið eytt þá væri ég ekki til í dag. Svo einfalt er það. Félagslegar aðstæður og möguleikar eru mikið betri nú en áður. Þess utan eru getn- aðarvarnir góðar og fólk getur alveg ráðið því hvenær það eignast börn.“ En hvað með atvik eins og nauðganir, framhjáhald og þess háttar? „Slíkar undantekningar geta mögulega verið öðruvísi en þessar venjulegu fóstureyðingar en þegar allt er heilbrigt, foreldrar með at- vinnu og eftirspurn eftir ættleiðing- um, þá ætti fólk kannski að hugsa sig betur um? Þetta er bara mín skoðun og ég vil fá hvern einasta mann til að hugsa aðeins út í þetta og spyrja kannski sjálfan sig: Hvað ef mér hefði verið eytt?“ Spornar við ellihrörnun með hreyfingu og mataræði Margir hafa furðað sig á því hvernig þessi keiki öldungur heldur sér jafn vel og raun ber vitni. Eins og fyrr segir varð hann 94 ára í ágúst en afmælisdeginum fagnaði hann með því að ganga upp hálfa Esjuna með vinum og ættingjum. Geri aðrir betur! Hver er galdurinn? „Jú, hann er tvenns konar. Ég var óþarflega feitur fyrst eftir að ég fór á eftirlaun en stefndi að því að verða skikkanlegur og reyna að halda heilsunni. Eftir sjötugt þarf maður að leggja sig fram um að hægja á ellinni og seinka hrörnun en það hef ég reynt að gera með því að hafa mataræðið þannig að ég geti haldið góðri þyngd og svo legg ég stund á daglega hreyfingu, meðal annars með því að fara út að ganga í hálftíma á hverjum degi, helst um hádegi til að njóta líka dagsbirtunnar,“ segir Páll og gerir stutt hlé á máli sínu til að afhjúpa hvað leynist undir lítilli skál á miðju eldhúsborðinu. Hann tekur lokið af og býður blaðamanni að smakka svolítið af yngingarformúl- unni sem hann borðar í hádeginu á hverjum degi og unir vel. „Þetta eru 100 grömm af fiski, 100 grömm af kartöflum, 50 af hvoru gulrótum og gulrófum og matskeið af hrísgrjónum. Svo stappa ég þetta með soðinu til að næringarefnin fari ekki til spillis,“ útskýrir Páll vand- lega. „Þá nota ég smjör, tómatsósu, salt og krydd til að bragðbæta þetta en ég er alveg hættur að nota salt. Á morgnana fæ ég mér grófa brauð- samloku með ávaxtaáleggi, eplum, banönum, perum eða þess háttar og bolla af kakói. Það geri ég svo aftur um miðjan dag en á kvöldin fæ ég mér bolla af pakkasúpu.“ En hvað með jólin? Hvað borðar þú þá? „Ég ét allt sem mér er boðið á jólunum, já, já, já,“ segir Páll og hlær. „Það gerir ekkert til. Það vita það allir í kringum mig hvernig ég borða vanalega, en á jólunum er í lagi að breyta aðeins til.“ Finnst best að gera leikfimiæfingar í bólinu Þegar kemur að leikfimisæfingum þá segist hann byrja á þeim áður en hann stígur fram úr rúminu á morgnana. Slíkt sé heppilegt fyrir fólk á tíræðisaldri enda jafnvægisskynið ekki eins gott og áður og því upplagt að gera æfingar liggjandi. „Ég byrja á því að hreyfa liðina, beygja handleggi og fætur, kreppa og rétta. Svo nudda ég líkamann til að halda blóðflæðinu góðu. Þetta geri ég með því að grípa þétt í upphand- leggsvöðvana að aftan og framan, allan handlegginn fram í lófa, svo lærvöðvana að framan og aftan alla leið og endurtek þrisvar sinnum. Þá eru komnar átta til tíu mínútur og ég er orðinn eins og nýr maður. Þegar ég stend upp er ég bæði stöðugri og sterkari og þá sný ég mér að veðrinu,“ segir Páll sem eins og fyrr segir hefur birt tíu daga veðurspár á Face- book-síðu sinni á hverjum einasta morgni. „Það er liður í því að halda mér við. Bæði að vakna tímanlega og hafa eitthvert verkefni í stað þess að vera bara að bara að bíða eftir endalokunum. Þetta finnst mér óskaplega mikils virði. Ég á fimm þúsund Facebook-vini en það eru kannski ekki nema tvö til þrjú hundruð sem fylgjast með spánum mínum daglega. Svo eru um sjötíu góðir vinir sem tilkynna mér það á hverjum degi. Ég má kannski ekki segja frá því … en það eru mest eldri konur,“ segir hann og hlær dátt. „Karlar telja kannski að þeir viti meira og hafi því ekki eins mikla þörf fyrir spárnar mínar, ég veit ekki hvers vegna þeir eru færri en þetta gæti spilað inn í. Mér þykir hins vegar virkilega vænt um að fá þessar kveðjur á Facebook,“ segir Páll að lokum. „Okkur fannst mjög erfitt að vera aðskilin enda virkar þetta í raun bara eins og óum- beðinn skilnaður og það finnst mér mjög óásættanlegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.