Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 68
68 lífsstíll - ferðalög Helgarblað 22. desember 2017 Afslappaðri jól erlendis DV heyrði í nokkrum Íslendingum sem hafa dvalið erlendis yfir hátíðarnar M örgum finnst það ein- kennileg tilhugsun að halda jólin annars staðar en heima á Ís- landi. Í þeirra huga eru engin jól án þess að hlustað sé á kirkju- klukkurnar í útvarpinu klukkan sex á aðfangadagskvöld, snædd- ur hamborgarhryggurinn hennar mömmu og jólapakkarnir opn- aðist í návist fjölskyldu og vina. Það gildir þó ekki um alla. DV tók púlsinn á nokkrum Íslending- um sem dvalið hafa erlendis yfir hátíðarnar og upplifað það sem myndi seint kallast hefðbundin ís- lensk jól. Jóladagur á amerískum þjóðvegi „Hér er meiri fjölbreytni hvað jólahald varðar, þar sem Banda- ríkjamenn eiga rætur sínar að rekja úti um allan heim. Svo eru auðvitað margir sem halda ekki upp á jól hér. Svo tekur maður líka eftir því um jólin hvað Banda- ríkjamenn eru dreifðir úti um allt land. Margir búa langt frá fjöl- skyldu sinni og eru kannski einir um jólin, sem mér finnst alltaf hálf sorglegt,“ segir Ágúst Magnússon, heimspekikennari við Wisconsin- háskóla, en hann hefur um árabil verið búsettur í Milwaukee-borg ásamt bandarískri eiginkonu sinni Katie og sjö ára syni þeirra, Jóakim Dylan. „Við höldum alltaf þakkar- gjörðina hátíðlega í lok nóv- ember, með pomp og prakt og kalkúni og pæ. Við setjum upp jólaskreytingarnar þegar henni er lokið. Svo byrja jólasveinarnir að koma og setja í skóinn hjá syni mínum. Þeir eru sérlega liðlegir og gera sér ferð hingað til Wisconsin. Konan mín, sem er amerísk, hefur á hverju ári sett upp dagatal með jólasveinunum í vinnunni hjá sér og þykir sam- starfsmönnum hennar þessir íslensku „Yule Lads“ vera sérlega fyndndir. Glugga- gægir (Window Peeper) vek- ur ávallt mikla kátínu hjá Kön- um. Sonur minn hefur líka gaman af að segja bekkjarfé- lögum sín- um frá jóla- kettinum og heldur því staðfastlega fram að þau verði öll étin fái þau ekki nýja blússu í gjöf á jól- um. Það er tekið misvel í þá sögu. Við erum líka dug- leg að baka gott bland af bæði amerískum og íslenskum smákök- um.“ Fjölskyldan fer í jólamessu á aðfangadagskvöld og opnar síðan pakka frá fjölskyldunni á Íslandi – með ömmu og afa á línunni á Skype. „Á jóladag kíkjum við í aðra messu um morguninn en konan mín er forsöngvari í kirkjunni. Um leið og því húllumhæi er lokið þá setjumst við öll upp í bíl og keyr- um 800 kílómetra til Columbus í Ohio þar sem foreldrar konunnar minnar búa. Við borðum svo steik með þeim um kvöldið og opnum pakka og hinn eldhressi ameríski jólasveinn hefur venjulega skilið eftir gjöf handa syni mínum þar,“ segir Ágúst og bætir við að það sé vissulega skrýtið að eyða megn- inu af jóladegi á amerískum þjóð- vegi. „En þetta er eiginlega orðin kærkomin hefð hjá okkur. Mað- ur hittir alls konar skemmtilegt fólk á veitingastöðum og bens- ínstöðvum á jóladag, sem margt hvert ætti best heima í fallegu jólalagi eftir Tom Waits. Við hlust- um á hress jólalög í bílnum og fá þar bæði íslenskar og amerískar perlur að njóta sín. Konan mín hefur reyndar tilkynnt mér það að ég eigi von á skilnaði ef mér detti í hug að setja Snjókorn falla með Ladda á fóninn. Hún kann ekki gott að meta.“ Vestræn jól í Kína „Það er mikill munur á jólahaldi hér og á Íslandi, en Kínverjar eru að tileinka sér vestræna menningu á fullu. Verslunarmiðstöðvar, hót- el og fleiri staðir eru yfirfull- ir af öllu sem tengist vestrænu jólahaldi,“ segir Kjartan Pétur Sigurðsson leiðsögu- maður en hann hefur verið búsettur í Shang- hai frá árinu 2009 ásamt kín- verskri eig- inkonu sinni og fimm ára dóttur. Sú stutta fær að upplifa bæði kín- versk og íslensk jól. „Dóttir okk- ar er í alþjóðleg- um amerískum skóla hér í Sjang- hai og þar var allt samkvæmt am- erískri hefð með dansi, söng og skreyting- um þannig að við erum örlítið lituð af slíku þessa dagana.“ Hann segir jól fjölskyldunnar yfirleitt vera með fremur ein- földu sniði. „Oftast höfum við verið á ferðalagi á þessum tíma. Dóttir okkar fær langflestar gjafirnar svo það má eigin- lega segja að það séu stans- laus jól og gleði hjá henni. Hún á yfir 100 tuskudýr og fær hún megnið frá afa og ömmu sem hún virðist hafa fulla stjórn á.“ Fjölskyldan hefur frá upp- hafi notast við sama gervi- jólatréð en fjárfesti í nýju tré á dögunum. „Það voru miklar áhyggjur hjá dóttur minni hversu stórt nýja jólatréð yrði. Ég sagði henni að það gæti aldrei orðið stærra en hún og því yrði hún að borða morgunmatinn sinn. Nýja tréð reyndist síðan vera 150 senti- metrar en hún er 108 sentimetrar svo hún varð nokkuð glöð.“ Brimbretti gegndi hlutverki jólatrés Vinirnir Ólafur Páll Árnason og Kristinn Hrafnsson voru báðir í mastersnámi í Sydney í Ástralíu árið 2009 og ákváðu að dvelja í borginni yfir jólahátíðina. „Aðfangadagur í Ástralíu byrj- aði eins og allir aðfangadagar ættu að byrja. Afslappaður. Tveir náms- menn frá Íslandi með engar skyld- ur en heilmikinn tíma. Frönsku meðleigjendurnir fóru heim yfir jólin svo íslenska lambalærið fékk að liggja aðfinnslulaust í maríner- ingunni sinni.“ Sólskin og ferskur sumarand- vari mætti félögunum þegar þeir stigu út og lá þá leiðin á ströndina. „Lykill í sundbuxunum, bók í hægri og sólgleraugu á nefinu. Öll stóru atriðin komin. Nokkrum sundsprettum og hæfilega löngu eftir að sólarvörnin var hætt að vernda húðina kíktum við heim í fordrykk, dýrindis Tooheys Extra Dry, og tölvuleik á meðan lærið hitnaði í ofninum.“ Þegar rökkva tók og Ástral- ir gæddu sér á salati og búðingi tóku félagarnir að sér það hlutverk að syngja „Þú komst með jólin til mín“ til þess að deila íslenskri jólamenningu með nágrönnun- um. „Að því loknu snæddum við lambalæri og franska súkkulaði- köku með bestu lyst áður en ein- læg gjafastund fór fram. Þrátt fyr- ir hitann, þá staðreynd að jólatréð hafi verið brimbretti, jólaskyrtan hlýrabolur og risavaxinn kakka- lakki hafi flogið inn um svaladyrn- ar var óneitanlega íslenskur blær yfir áströlsku aðfangadagskvöldi. Enda varð okkur hugsað til Ís- lands, og hversu gott það væri nú ef við gætum fært það aðeins suð- ur á bóginn.“ Ein gjöf á mann „Þetta voru auðvitað mjög mikil viðbrigði. Sérstaklega þar sem það var bara ein gjöf á mann. En mér fannst þetta sjúklega fal- legt og mér fannst jólaandinn hellast yfir mig. Þarna er rosa- lega lítil neysluhyggja og í stað- inn snúast jólin um að vera með þeim sem manni þykir vænt um. Þetta var allt svo afslappað og fal- legt,“ segir Erla Salome Ólafsdótt- ir en veturinn 2014–2015 dvaldi hún sem skiptinemi í höfuð- borg Jujuy-fylkisins á landamær- um Argentínu, Bólivíu og Chile. Jólahaldið þar í landi snýst að sögn Erlu mun minna um gjaf- ir heldur en á Íslandi, og fá flestir aðeins eina gjöf. „Á aðfangadagadagskvöld fór ég með systur minni í kaþólska messu klukkan átta, sem er al- gjört sjónarspil. Við þurftum að standa úti vegna þess að það var allt stappað af fólki. Það var borið inn líkneski af Jesúbarninu, Maríu mey, Jósef og vitringunum og fólk keppist við að koma við Jesú- barnið því það á að veita blessun.“ Eftir messuna fóru þær systur heim og klukkan hálf tólf um nóttina settist stórfjölskyldan við veisluborð sem hlaðið var kræs- ingum. Á borðum var kjúklingur og túnfiskur og allir snæddu eins mikið og þeir gátu þar til klukkan sló tólf á miðnætti. „Á miðnætti voru haldnar ræð- ur og skálað og knúsast og síð- an fóru allir út sprengja flugelda og kveikja á ljóskerjum. Þegar við komum inn aftur voru síð- an komnar gjafir undir tréð sem voru annaðhvort frá jólasveinin- um (Papa Noel) eða Jesúbarninu. Síðan fengum við okkur eftirrétt, lemon-champ, sem er kampavín með sítrónuís. Um nóttina fór ég síðan heim til vinar míns í svaða- legt partí sem endaði ekki fyrr en um sjö leytið um morguninn. Næsta dag svaf ég frekar lengi!“ n Blanda saman amerískum og íslenskum jólahefðum „Við hlustum á hress jólalög í bílnum og fá þar bæði íslenskar og amerískar perlur að njóta sín.“ Kirkja stöppuð af fólki Erla Salome ásamt systur sinni í messu á aðfangadags- kvöld. Jólin verða sífellt amerískari í Kína „Verslunarmiðstöðvar, hótel og fleiri staðir eru yfirfullir af öllu sem tengist vestrænu jólahaldi.“ Fagurlega skreytt Ólafur og Kristinn nýttu það sem þeir áttu til að geta haldið íslensk jól. Afslappaðir feðgar Fjölskyldan fer í jólamessu á aðfangadagskvöld og opnar síðan pakka frá fjöl- skyldunni á Íslandi – með ömmu og afa á línunni á Skype. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Líkneski af Jesúbarninu, Maríu mey, Jósef og vitringunum „Fólk keppist við að koma við Jesúbarnið því það á að veita blessun.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.