Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 54
54 Helgarblað 22. desember 2017 Eftir tvo tíma Eruð Þið komin til Edinborgar! Að koma til Edinborgar er í hugum margra eins og að ferðast til ævintýra- lands. Borgin státar af sögufræg- um byggingum sem margar minna á senur úr myndunum um Harry Potter en það var einmitt í Edinborg sem höfundurinn, J.K. Rowling, skrifaði fyrstu bókina um þennan heimsfræga galdrastrák. Og þetta er í raun töfrum líkast því það tekur aðeins tvo tíma að fljúga þangað frá Keflavík og tímamis- munurinn er enginn. Sem sagt – næstum því eins og að fara til Akureyrar, bara örlítið lengra. Í Edinborg búa um 450 þúsund manns sem hafa getið sér gott orð fyrir vingjarnleika í garð ferða- manna. Þar er jafnframt fyrirtaks úrval af afþreyingu; ótal fram- úrskarandi veitingastaðir, lifandi tónlist ómar af börum á hverju ein- asta kvöldi og fyrir þau sem kunna að meta viskí þá er ferð til Skotlands augljóslega mjög góð hugmynd! Í miðri borginni stendur Edinborgarkastali sem er helsta kennileiti borgarinnar. Kastalinn laðar að fjölda ferðamanna hvern einasta dag en að sögn Maríu Erlendsdóttur, sem hefur búið í Edinborg síðustu þrjú árin, er betra að sleppa því að fara inn í hann. „Flestir sem hingað koma vilja kíkja í Edinborgarkastalann en ég mæli ekki endilega með því. Hann er vissulega mjög fallegur að utan en þegar maður kemur inn þá er þar allt krökkt af ferðamönnum og verslunum. Svo er dýrt að borga sig inn. Frekar hvet ég ferðalanga til að virða bara kastalann fyrir sér utan frá og kíkja heldur á Holyrood Palace- kastalann í hinum enda borgarinnar. Elísabet Bretadrottning býr þar í einn mánuð á hverju ári svo hann er alveg ekta en ekki bara safn. Alvöru antík- húsgögn og þess háttar sem gaman er að virða fyrir sér,“ útskýrir María. Flugfarið fljótt að borga sig upp Þar sem pundið er sérlega hagstætt fyrir Íslendinga um þessar mundir ætti flugmiðinn að vera fljótur að borga sig upp, þá sérstaklega ef fólk hyggst endurnýja í fataskápnum eða festa kaup á öðrum varningi. Samkvæmt ferðavefnum Dohop.is er ódýrasta farið fram og til baka á 23.997 krónur en þá er flogið með Wow Air. Flugtíminn er þægilegur; lagt af stað klukkan 7.00 á föstudegi og flogið heim klukkan 10.55 á mánudagsmorgni. Þegar til borgarinnar er komið tekur svo aðeins 20 mínútur að ferðast með leigubíl í miðborgina og farið kostar 20 til 25 pund, eða um 3.500 krónur. „Matur er líka mikið ódýrari í Edinborg en heima svo ef fólk vill gera vel við sig þá þarf það ekki að kosta nema um 5.000 krónur kannski; matur og drykkir á góðum veitingastað,“ segir María. Ævintýrakastalar, unaðslegt viskí, ódýr matur og aðeins tveggja tíma ferðalag til nágrannaborgar okkar í Skotlandi.„ lifandi tónlist ómar af bör- um á hverju einasta kvöldi og fyrir þau sem kunna að meta viskí þá er ferð til Skotlands augljóslega mjög góð hugmynd! Góðir punktar n Edinborg er að verða mjög vinsæll áfangastaður evrópskra ferðamanna sem vilja skella sér í helgarferðir og því um að gera að undirbúa helgina vel með því að bóka fyrirfram á veitingastöðum. Það er hægt að gera á netinu, á heimasíð- um veitingastaðanna, eða einfaldlega með því að slá á þráðinn. n Meðalverð á bjór er um fjögur pund og á vínglasi um sjö pund. n Verðið á pítsu er í kringum 18 pund. n Að gefa þjórfé er ekki skylda en það er reiknað með því að fólk gefi um 10 prósent af heildarreikningi. Þessu er yfirleitt bætt á reikninginn ef fólk er saman í hóp og það er óskrifuð regla að samþykkja þessa viðbót. n Leigubíla þarf ekki að tipsa en oft er rúnnað upp að næsta pundi. María leggur til að fólk noti City Cabs í stað Uber. Þótt Uber geri út í Edinborg eru heimamennirnir á City Cabs fljótari að rata og öruggari. Elskar Edinborg María Erlendsdóttir flutti ásamt syni sínum til Edin- borgar fyrir þremur árum og unir hag sínum vel í borginni. Calton Hill „Ég veit fátt yndislegra en að fara upp á Calton Hill og virða fyrir mér útsýnið yfir þessa dásamlegu borg. Á sumrin er einnig mjög ljúft að skreppa þangað í pikknikk í góðu veðri. Kannski með vinum, eða bara til að flatmaga og lesa bók.“ Mynd AlAn Copson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.