Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 42
42 Helgarblað 22. desember 2017
Sakamál
22 karlmenn urðu fórnarlömb indversku „ræningjadrottningar-innar“ Phoolan Devi. Í kjölfar þess að henni var hópnauðgað af karlmönnum í heimaþorpi sínu fetaði hún stigu glæpa og stóð
að baki morðum á 22 körlum úr efri stétt í þorpinu árið 1981. Síðar meir tókst
Phoolan að hasla sér völl í stjórnmálum og varð fulltrúi Samajwadi-flokksins.
Hún lést árið 2001.
Sofandi
Sauður
Pólverjinn Lukasz
Chojnowski ákvað árið 2014
að brjótast inn í mannlaust
hús í Lancashire á Englandi.
Það væri í sjálfu sér ekki í
frásögur færandi, nema fyrir
þá sök að þegar íbúarnir,
Martin Holtby og Pat Dyson,
komu heim úr fríi fundu
þau Lukasz steinsofandi í
hjónarúmi þeirra. Lukasz,
sem annars bjó í Leeds,
hafði gert gott betur því
hann hafði þrifið á heimil-
inu, þvegið af sér þvott og
keypt inn. Hafði Pat Dyson
á orði að heimilið væri mun
þrifalegra en þau höfðu
skilið við það. „Hann hafði
reyndar eyðilagt gamlan
sósupott, en það getur gerst
á bestu bæjum,“ sagði
Pat. Ekki er vitað
hvort Lukasz þekkti
söguna um Gullbrá
og birnina þrjá en
hann fékk skil-
orðsbundinn
dóm og fjár-
sekt fyrir sitt
ævintýri.
Enginn
fuglasöngur
Tveir ferðalangar frá Wales
voru helst til sneypulegir
þegar þeir stóðu fyrir fram-
an dómara í Queensland í
Ástralíu. Ferðalöngunum,
Rhys Owen Jones og Keri
Mules, var, hvorum um sig,
gert að greiða
sem samsvarar
um 90.000 ís-
lenskum króna
í sekt. Auk þess
sagði dóm-
arinn þeim
að „slaka aðeins á í vodka-
drykkjunni“. Rhys og Keri
höfðu, vel við skál, fengið þá
snilldarhugmynd að brjótast
inn í sædýrasafn í Queens-
land. Þar skelltu þau sér til
sunds með höfrungunum,
tæmdu slökkvitæki þar sem
hákarlar dóluðu í makindum
sínum og héldu síðan heim
á leið – með mörgæsina
Dirk sem ferðafélaga. Næsta
morgun vöknuðu skötu-
hjúin með slæma timbur-
menn og fagran fuglasöng
var hvergi að heyra. Hins
vegar vængstuttur fugl vapp-
andi um híbýli þeirra og í
tilraun til að gera sitt besta
settu þau hann í sturtu. Síð-
ar reyndu þau að losna við
Dirk með því að sleppa hon-
um í sýki, en til þeirra sást
og þau enduðu í musteri
laga og réttar. Dirk var hins
vegar skilað á sædýrasafnið
og varð ekki meint af til-
breytingunni.
Hrottinn
á hjólreiðaStígnum
n nauðgaði og myrti n Lék lausum hala um langt skeið
Í
um tuttugu ár reyndi lögreglan
í Buffalo í New York-fylki í
Bandaríkjunum að hafa hend-
ur í hári níðings sem lagðist á
varnarlausar konur og misþyrmdi
þeim kynferðislega. Var undir
hælinn lagt hvort fórnarlömbin
sluppu með líftóruna.
Lögreglan hafði undir höndum
blóðsýni úr viðkomandi manni og
lífsýni, en hafði ekki fundið sam-
svörun í gagnagrunnum sínum
þrátt fyrir viðamikla leit. Blóð-
flokkur mannsins var O og átti
hann rætur að rekja til frumbyggja
Ameríku og Spánverja.
Grunuðum sleppt
Veiðilendur þessa níðings ein-
skorðuðust að mestu við hjól-
reiðastíga í Buffalo og nágrenni og
fékk hann því viðurnefnið Hjól-
reiðastígsnauðgarinn.
Ferill hans hófst árið 1986 og
í fjölda ára bjuggu konur og tán-
ingsstúlkur í Buffalo við ótta og
forðuðust í lengstu lög að vera ein-
ar á ferli.
Árið 1990 beindust sjónir lög-
reglunnar, einhverra hluta
vegna, að Altemio Sanchez í
kjölfar morðs á konu að nafni
Linda Yalem. Á vettvangi hafði
fundist vatnsflaska en rann-
sókn leiddi í ljós að ekki var
um fingraför Altemio að
ræða.
Því fór sem fór.
Kíkt á gömul mál
Mörgum árum síðar, árið
2007, fór lögreglan að kíkja
á gömul mál, allt frá ár-
inu 1981. Líkindi voru með
mörgum þeirra mála og þeim
sem eignuð voru Hjólreiða-
stígsnauðgaranum. Reynd-
ar hafði Anthony nokkur
Capozzi verið dæmdur fyrir
þá glæpi.
Eitt málanna sem tekin voru
til skoðunar varðaði nauðg-
un sem átti sér stað í Delaware
Park í Buffalo. Fórnar lambið
hafði sloppið lifandi úr klóm
árásarmannsins og fyrir slembi-
lukku náð að leggja bílnúmer
hans á minnið. Eigandi bílsins,
Wilfredo Caraballo, hafði á þeim
tíma sagt lögreglu að hann hefði
ekki hreyft bílinn svo mánuðum
skipti og ekki voru bornar brigður
á orð hans.
Frændinn forherti
Ýmislegt nýtt kom upp úr
dúrnum þegar lögreglan
spjallaði við Wilfredo
áratugum síðar
og vakti eitt
sérstakan áhuga hennar. Frændi
Wilfredos hafði þá fengið bílinn
að láni. Og hver var svo umrædd-
ur frændi? Enginn annar en áður-
nefndur Altemio Sanchez.
Í stað þess að rjúka strax í Al-
temio fékk lögreglan lífsýni úr ætt-
ingja hans. Lífsýnið sýndi
náinn skyldleika
við Hjólreiða-
stígsnauð-
garann
og
lög-
reglan taldi sig hafa borið kennsl
á hann.
Sök staðfest
Fylgst var með ferðum Altemio
og í janúar 2007 var honum veitt
eftirför þegar hann fór út að borða
á veitingastað í Buffalo. Eftir að
hann yfirgaf veitingastaðinn tókst
lögreglu að komast yfir lífsýni af
glasi sem hann hafði drukkið úr.
Niðurstöður í rannsókn á líf-
sýnum staðfesti svo ekki varð um
villst sekt Altemio Sanchez og
hann var tafarlaust handtekinn.
ágúst 2007 var Altemio
dæmdur til 75 ára fangelsis-
vistar án möguleika á reynslu-
lausn.
Altemio var dæmdur fyrir
þrjú morð, en talið er nokkuð
víst að fórnarlömb hans hafi ver-
ið mun fleiri.
Á jákvæðum nótum í
lokin: Í mars 2007 var
Anthony Capozzi hreins-
aður af sök. Eftir 22 ára
prísund, vegna glæpa
sem hann hafði ekki
framið, gat hann
loks um frjálst
höfuð strok-
ið. n
Þrjú fórnarlömb F.v. Linda Yalem, Majane Mazur, Joan Diver. „Ýmislegt nýtt kom
upp úr dúrnum
þegar lögreglan spjallaði
við Wilfredo áratugum
síðar og vakti eitt sér-
stakan áhuga hennar.
Hjólreiðastígsnauðgarinn
Stundaði ódæði sín í fjölda ára.