Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 44
44 Helgarblað 22. desember 2017 Menning Fyrsta platan í fjögur ár Einhver allra vinsælasti og umdeildasti rappari allra tíma, Eminem, sendi frá sér sína níundu breiðskífu í vikunni, þá fyrstu í fjögur ár. Platan sem nefnist Revi- val hefur fengið ylvolga dóma, rapparinn þykir vera pólitískt meðvitaðri en leggur ekki jafn mikla áherslu á að hneyksla og móðga og áður. Í einu leigi spreytir Eminem sig á trap- stílnum sem hefur verið svo áberandi að undan- förnu en að mestu leyti er platan nokkuð hefðbund- ið popprapp með léttum rokkáhrifum. Meðal gesta á plötunni eru poppstjörn- urnar Beyoncé, Ed Sheer- an, X Ambassadors, Alicia Keys og Pink. Íslensk klassík á topplistum Árið hefur verið gott í íslenskri klassískri tónlist og sést það meðal annars á listum yfir bestu plötur ársins sem nú eru farnir að birtast víða um heim. Tónlistarbókasafnið Naxos hef- ur valið plötuna Recurrence með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands undir stjórn Daníels Bjarnasonar sem áhugaverð- ustu plötu ársins, en þar leik- ur sveitin verk eftir fjögur ís- lensk nútímatónskáld í yngri kantinum: Önnu Þorvalds- dóttur, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur (úr Amiinu), Þur- íði Jónsdóttur og Hlyn Aðils Vilmarsson. Þá hefur banda- ríska útvarpsstöðin NPR val- ið Piano Works með Víkingi Heiðari Ólafssyni, sem fjórðu bestu klassísku plötu ársins. Á plötunni sem kom út hjá Deutsche Grammophone leik- ur Víkingur píanóverk eftir bandaríska tónskáldið Phillip Glass. Hundruð leikskólabarna fengu einnota ljósmyndavél að gjöf frá Hálfdani Pedersen, 11 árum síðar er komin út ljósmyndabók með listaverkunum Á tímabili fannst mér þetta vera hálfgert ha-ha á ljós- myndaheiminn, þar sem þetta var algjörlega ófag- menntað fólk að gera eitthvað al- veg út í bláinn,“ segir Hálfdan Pedersen sem gaf á dögunum út ljósmyndabókina Fimm, sem inni- heldur ljósmyndir eftir rúmlega hundrað fimm ára aldamótabörn. Bernsk og tilgerðarlaus nálgunin og hið óhefðbundna sjónarhorn er meðal þess sem gerir myndirn- ar að sannkölluðum listaverkum, að mati Hálfdans. Eins og það besta í Hollywood Verkefnið á sér langan aðdraganda en hugmyndin kviknaði um miðjan síðasta áratug þegar Hálfdan starfaði sem leikmyndahönnuður við kvik- myndir og tískuljósmyndir í Los Ang- eles. „Ég var aðallega í kvikmynda- gerð en á einhverjum tímapunkti þegar það var svolítil lægð í fram- leiðslu auglýsingamyndbanda, þá flæktist ég inn í heim tískuljósmynda. Í eitt og hálft ár var ég að vinna við að gera leikmyndir fyrir mörg frægustu nöfnin í þeim bransa.“ „Á svipuðum tíma gaf ég fimm ára frænku minni Polaroid-mynda- vél, sem prentar myndirnar á lím- miða. Þegar ég var á Íslandi hálfu ári seinna sá ég myndirnar sem hún hafði tekið á ísskápnum heima hjá henni. Ég var yfir mig hrifinn. á ljósmyndaheiminn Ha-ha Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Hugsjónaverkefni Hálfdan Pedersen hóf verkefnið fyrir ellefu árum og hefur nú loksins gefið út bók með ljósmyndum eftir meira en hundrað fimm ára leikskólabörn af öllu landinu. Mynd Njörður - Reykjavík „Brottreksturinn kemur til vegna nafnlausra ásakana á hendur mér, sem tengjast þeirri þörfu umræðu í samfélaginu sem kennd er við „Me Too“.“ Atla Rafni Sigurðarsyni var sagt upp störfum í Borgarleikhúsinu, viku fyrir frumsýningu á leikritinu Medeu þar sem hann átti að fara með eitt aðalhlutverkið. Leikhússtjóri segist hafa verið að bregaðst við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki. Í umræðu undanfar- inna vikna og mánaða hefur hugtök eins og sekt, sakleysi, þöggun og yfirhylming borið á góma. Málin eru jafn ólík og þau eru mörg. Sögurn- ar eru jafn fjölbreyttar og þær eru sorglegar. Þær eiga gjarnan uppruna sinn í þögninni, hræðsl- unni við afleiðingar þess að ljóstra upp leyndar- málum sem ekki mega líta dagsins ljós. Ólafur Jóhann Ólafs- son hefur gjarnan blandað saman skáldskap við atburði sem átt hafa sér stað í raunveruleikanum. Þannig hefur hann ritað margar af betri skáldsögum síðari ára. Með ákveðinni tilvísun í atburði liðinna tíma býr hann til nýjan heim sem fær aukinn trúverðugleika hjá les- anda. Þegar þessu er síðan blandað saman við hin ótrú- legu stílbrögð Ólafs, sem njóta sín ekki síst í nákvæmum náttúrulýsingum og hugrenningum söguhetju, verður til samspil fegurð- ar og dýptar sem fáir geta leikið eft- ir. Skáldsögur hans eru gjarnan fullar af angurværð og eftirsjá. Oft sorg. Hér tengir höfundur sögu sína hinum skelfilegu atburðum sem áttu sér stað í Landakotsskóla og komust í há- mæli fyrir ekki svo löngu. Atburðarás sögunnar er vissu- lega skáldskap- ur, en tengingarnar eru skýrar og nöfn minna á þá einstak- linga sem voru í sviðsljósi fjölmiðla í tengslum við Landa- kotsmálið. Þetta er saga misnotkunar og þöggunar. Þessu blandar Ólafur síðan saman við aðra sögu, sem byggir þó á sama Karl Garðarsson karlg@pressan.is Bækur Sakramentið Höfundur: Ólafur Jóhann Ólafsson Útgefandi: Bjartur 346 bls. Lítið meistaraverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.