Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Page 44
44 Helgarblað 22. desember 2017 Menning Fyrsta platan í fjögur ár Einhver allra vinsælasti og umdeildasti rappari allra tíma, Eminem, sendi frá sér sína níundu breiðskífu í vikunni, þá fyrstu í fjögur ár. Platan sem nefnist Revi- val hefur fengið ylvolga dóma, rapparinn þykir vera pólitískt meðvitaðri en leggur ekki jafn mikla áherslu á að hneyksla og móðga og áður. Í einu leigi spreytir Eminem sig á trap- stílnum sem hefur verið svo áberandi að undan- förnu en að mestu leyti er platan nokkuð hefðbund- ið popprapp með léttum rokkáhrifum. Meðal gesta á plötunni eru poppstjörn- urnar Beyoncé, Ed Sheer- an, X Ambassadors, Alicia Keys og Pink. Íslensk klassík á topplistum Árið hefur verið gott í íslenskri klassískri tónlist og sést það meðal annars á listum yfir bestu plötur ársins sem nú eru farnir að birtast víða um heim. Tónlistarbókasafnið Naxos hef- ur valið plötuna Recurrence með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands undir stjórn Daníels Bjarnasonar sem áhugaverð- ustu plötu ársins, en þar leik- ur sveitin verk eftir fjögur ís- lensk nútímatónskáld í yngri kantinum: Önnu Þorvalds- dóttur, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur (úr Amiinu), Þur- íði Jónsdóttur og Hlyn Aðils Vilmarsson. Þá hefur banda- ríska útvarpsstöðin NPR val- ið Piano Works með Víkingi Heiðari Ólafssyni, sem fjórðu bestu klassísku plötu ársins. Á plötunni sem kom út hjá Deutsche Grammophone leik- ur Víkingur píanóverk eftir bandaríska tónskáldið Phillip Glass. Hundruð leikskólabarna fengu einnota ljósmyndavél að gjöf frá Hálfdani Pedersen, 11 árum síðar er komin út ljósmyndabók með listaverkunum Á tímabili fannst mér þetta vera hálfgert ha-ha á ljós- myndaheiminn, þar sem þetta var algjörlega ófag- menntað fólk að gera eitthvað al- veg út í bláinn,“ segir Hálfdan Pedersen sem gaf á dögunum út ljósmyndabókina Fimm, sem inni- heldur ljósmyndir eftir rúmlega hundrað fimm ára aldamótabörn. Bernsk og tilgerðarlaus nálgunin og hið óhefðbundna sjónarhorn er meðal þess sem gerir myndirn- ar að sannkölluðum listaverkum, að mati Hálfdans. Eins og það besta í Hollywood Verkefnið á sér langan aðdraganda en hugmyndin kviknaði um miðjan síðasta áratug þegar Hálfdan starfaði sem leikmyndahönnuður við kvik- myndir og tískuljósmyndir í Los Ang- eles. „Ég var aðallega í kvikmynda- gerð en á einhverjum tímapunkti þegar það var svolítil lægð í fram- leiðslu auglýsingamyndbanda, þá flæktist ég inn í heim tískuljósmynda. Í eitt og hálft ár var ég að vinna við að gera leikmyndir fyrir mörg frægustu nöfnin í þeim bransa.“ „Á svipuðum tíma gaf ég fimm ára frænku minni Polaroid-mynda- vél, sem prentar myndirnar á lím- miða. Þegar ég var á Íslandi hálfu ári seinna sá ég myndirnar sem hún hafði tekið á ísskápnum heima hjá henni. Ég var yfir mig hrifinn. á ljósmyndaheiminn Ha-ha Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Hugsjónaverkefni Hálfdan Pedersen hóf verkefnið fyrir ellefu árum og hefur nú loksins gefið út bók með ljósmyndum eftir meira en hundrað fimm ára leikskólabörn af öllu landinu. Mynd Njörður - Reykjavík „Brottreksturinn kemur til vegna nafnlausra ásakana á hendur mér, sem tengjast þeirri þörfu umræðu í samfélaginu sem kennd er við „Me Too“.“ Atla Rafni Sigurðarsyni var sagt upp störfum í Borgarleikhúsinu, viku fyrir frumsýningu á leikritinu Medeu þar sem hann átti að fara með eitt aðalhlutverkið. Leikhússtjóri segist hafa verið að bregaðst við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki. Í umræðu undanfar- inna vikna og mánaða hefur hugtök eins og sekt, sakleysi, þöggun og yfirhylming borið á góma. Málin eru jafn ólík og þau eru mörg. Sögurn- ar eru jafn fjölbreyttar og þær eru sorglegar. Þær eiga gjarnan uppruna sinn í þögninni, hræðsl- unni við afleiðingar þess að ljóstra upp leyndar- málum sem ekki mega líta dagsins ljós. Ólafur Jóhann Ólafs- son hefur gjarnan blandað saman skáldskap við atburði sem átt hafa sér stað í raunveruleikanum. Þannig hefur hann ritað margar af betri skáldsögum síðari ára. Með ákveðinni tilvísun í atburði liðinna tíma býr hann til nýjan heim sem fær aukinn trúverðugleika hjá les- anda. Þegar þessu er síðan blandað saman við hin ótrú- legu stílbrögð Ólafs, sem njóta sín ekki síst í nákvæmum náttúrulýsingum og hugrenningum söguhetju, verður til samspil fegurð- ar og dýptar sem fáir geta leikið eft- ir. Skáldsögur hans eru gjarnan fullar af angurværð og eftirsjá. Oft sorg. Hér tengir höfundur sögu sína hinum skelfilegu atburðum sem áttu sér stað í Landakotsskóla og komust í há- mæli fyrir ekki svo löngu. Atburðarás sögunnar er vissu- lega skáldskap- ur, en tengingarnar eru skýrar og nöfn minna á þá einstak- linga sem voru í sviðsljósi fjölmiðla í tengslum við Landa- kotsmálið. Þetta er saga misnotkunar og þöggunar. Þessu blandar Ólafur síðan saman við aðra sögu, sem byggir þó á sama Karl Garðarsson karlg@pressan.is Bækur Sakramentið Höfundur: Ólafur Jóhann Ólafsson Útgefandi: Bjartur 346 bls. Lítið meistaraverk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.