Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 7
Helgarblað 22. desember 2017 fréttir 7
Fljúga frá Arizona og vinna
sem sjálfboðaliðar um jólin
n Mæðgurnar Hildur og Olga láta gott af sér leiða n Sjálfboðaliðar sem eyða jólunum í að hjálpa öðrum
kvöldið ætli þau svo að njóta þess
að fara saman heim að horfa á bíó-
mynd og hafa það huggulegt.
„Fólk er alltaf svo mikið í sín-
um eigin stressheimi fyrir jólin og
sér kannski ekki heildarmyndina á
hvernig aðrir hafa jólin eða hvern-
ig aðrir geta ekki haldið jól. Við
þurfum að muna að jólaandinn
snýst náttúrlega líka um að búa
til góða stemningu og að allir hafi
það gott.“ Kristín hvetur alla til
þess að skoða starf Hjálpræðis-
hersins og taka þátt í því ef þeir
geta, hægt sé að styrkja og gerast
sjálfboðaliði.
Horfa á raunveruleikann
Ragna Ragnars er móðir Kristínar
og starfar sem hjúkrunarfræðingur.
„Ég nefndi þetta reglulega við
krakkana þegar þeir voru yngri,
en þá var það nú ekkert voðalega
algengt að gera eitthvað annað
en þetta hefðbundna. Núna kom
þetta upp og við vorum öll sam-
mála um að eyða aðfangadegi
svona,“ segir Ragna í viðtali við DV.
„Ég starfa sem hjúkrunar-
fræðingur og ég hef mikinn áhuga
á samfélagshjúkrun, það er að segja
að mæta fólki þar sem það er statt
í lífinu. Við viljum hjálpa og horfa
svolítið á raunveruleikann eins og
hann er í dag á Íslandi, ég held að
það séu þrefalt fleiri í dag en voru
fyrir nokkrum árum sem eru að
mæta.“
Íslendingar þurfa
að opna augun
Ragna segir að Íslendingar þurfi
að fara að líta upp og þora að sjá
hvernig raunveruleikinn er hjá
mörgum. „Sumir kannski þora
ekki að horfa á það, en þetta er
alveg frábært framtak hjá Hjálp-
ræðishernum. Þetta er engin smá
vinna ég held það séu um 70–
80 sjálfboðaliðar sem koma að
þessu í ár. Við Íslendingar þurfum
að fara að opna augun, við erum
mjög góð í því að taka alls konar
landsátök. Bara öll Íslandssagan
er þannig að við höfum þurft að
hjálpast að. Við getum alltaf litið
í barminn og hugsað hvort það
sé eitthvað sem við getum gert
meira til að hjálpa.“ n
Mæðgurnar Ragna og Kristín
Mæðgurnar Ragna og Kristín eyða aðfanga-
degi í sjálfboðaliðastarfi ásamt syni Rögnu.
B
andaríski leikarinn
Darren Foreman, sem
hefur verið búsettur á Ís-
landi um árabil og margir
kannast við úr áramótaskaup-
um, var rekinn úr Kvikmynda-
skóla Íslands eftir að fjöldi
nemenda sakaði hann um kyn-
ferðislega áreitni. Honum hef-
ur enn fremur verið meinað að
taka þátt á uppistandskvöldum á
Gauknum. Heimildir DV herma
að Darren hafi þar grínast með
kynferðislega áreitni.
Darren vildi lítið tjá sig um
málið í samtali við DV. „Ég get
ekki tjáð mig. Mér hefur verið
ráðlagt að tjá mig ekki. Það er
engin leið að berjast gegn
þessu, þær segja bara það
sem þær vilja,“ segir Dar-
ren.
Sagður hafa
káfað á nemanda
Í það minnsta tvær sög-
ur kvenna úr sviðslistum
og kvikmyndagerð fjöll-
uðu um hann. Stundin fjall-
aði ítarlega um kynferðislega
áreitni innan Kvikmyndaskóla
Íslands á dögunum en enginn
gerandi var nafngreindur í þeirri
umfjöllun. Flestar sögurnar fjöll-
uðu um Darren.
Í umfjöllun
Stundarinnar
kom
fram að deildarforseta hafi verið
tilkynnt um hegðun Darrens en
ekkert hafi verið gert þá. Í kjöl-
far umfjöllunar Stundarinnar
birti Kvikmyndaskóli Íslands yf-
irlýsingu þar sem kynntar voru
aðgerðir gegn kynferðislegri
áreitni. Þar var einfaldlega sagt
að viðkomandi kennari starfaði
þar ekki lengur. Það var vissu-
lega rétt en skautað var yfir þá
staðreynd að Darren kenndi
á þeirri önn sem lauk í þess-
um mánuði og var hann rekinn
beinlínis vegna ásakana um kyn-
ferðislega áreitni.
Rekinn eftir #metoo
Friðrik Þór Friðriksson leik-
stjóri tók við sem rektor Kvik-
myndaskólans fyrir um þremur
mánuðum og eru sögurnar því
upprunnar fyrir hans rektorstíð.
Hann segir í samtali við DV að
honum hefði ekki dottið í hug að
Darren gæti hagað sér svo mið-
að við fyrri kynni sín af honum
en hann og skólinn hafi ákveðið
að taka á þessum ásökunum af
festu.
„Þetta kom aldrei inn
á borð til mín á þessum
stutta tíma sem ég hef
verið rektor. Ég held að
hann hafi verið rek-
inn bara um leið
og metoo byrjaði,
áður en Stundin
fjallaði um mál-
ið. Líkt og kom
fram í yfirlýs-
ingunni þá teljum
við að þetta hafi ekki
verið höndlað rétt
þegar það kom upp.
Við reyndum að láta fólk
sættast. Skólinn brást við
um leið og þetta gerðist.
Þetta er voðalega leiðinlegt
mál,“ segir Friðrik Þór.
Fær ekki að grínast
Darren hefur verið virk-
ur í upp-
standi á Íslandi og oft tekið þátt í
uppstandskvöldum á Gauknum.
Heimildir DV herma að honum
hafi verið meinað að taka þátt í
því af Starra Haukssyni rekstrar-
stjóra eftir umfjöllun Stundar-
innar. DV hefur bæði heyrt að
honum hafi verið bannað að taka
þátt fyrir fullt og allt og að hann
hafi verið beðinn um að halda
sér til hlés meðan stormurinn
gengi yfir. Starri neitaði alfarið
að tjá sig um málið í samtali við
DV hvort væri rétt. Þó er ljóst að
Darren mun í það minnsta ekki
fara á svið á Gauknum í nálægri
framtíð.
Heimildir DV herma að
Darren hafi grínast með kynferð-
islega áreitni í uppistandi sínu.
Hann hafi grínast með að hann
dáist meira af uppistandaranum
Louie CK, sem var nýverið sak-
aður um áreitni, eftir að komst
upp um hann. Hinn brandar-
inn ku hafa snúist um að hann
hafi keyrt á bíl sem kona ók
og hún hafi náttúrlega kært
hann fyrir kynferðislega
áreitni. n
Darren sparkað úr
kvikmynDaskólanum
n Rekinn vegna ásakana um áreitni n Sagður hafa káfað á nemanda
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is „Það er
engin leið
að berjast gegn
þessu, þær
segja bara það
sem þær vilja.
Tók við í haust Friðrik Þór Friðriksson
segir að skólinn hafi ákveðið að taka á
þessum ásökunum af festu.
Rekinn Darren Foreman var rekinn
úr Kvikmyndaskóla Íslands.