Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 10
10 Helgarblað 22. desember 2017fréttir F aðir minn var pervert, nauðgari og barnaníðingur. Hann var líka hæstaréttar­ lögmaður og frímúrari. Ég hef verið um sjö ára aldurinn þegar hann reyndi að troða typpinu undir nærbuxurnar mínar þar sem ég lá á milli foreldra minna. Mamma öskr­ aði upp og reif mig frá honum.“ Þannig lýsir Anna Ragna Magnúsardóttir, næringar­ fræðingur og doktor í heilbrigðis­ vísindum, kynferðisbrotum og sifjaspellum föður síns, Magnúsar Thorlacius. Faðir hennar lést árið 1978 en hún segist hafa þagað yfir brotum hans opinberlega í áratugi, meðal annars að ráði sál­ fræðinga sem töldu henni trú um að best væri að ræða brotin við trúnaðarmenn en annars halda þeim fyrir sjálfa sig. Að kafna í þögninni Hún telur að þrátt fyrir að sál­ fræðingar hafi haft gott eitt í huga þá sé þetta skaðlegur boðskapur. Hún segist hafa fundið fyrir létti við að opinbera brotin þann 1. desem­ ber síðastliðinn, í kjölfar #metoo­ og #höfumhátt­umræðunnar. „Hrikalega hefur verið erfitt að þegja allar þessar vikur, alla þessa mánuði, öll þessi ár. Ég hélt það væri nóg að segja fagaðilum frá þessu, trúnaðarvinkonum og tala um þetta á sjálfshjálparfundum. En það er ekki nóg. Ef það má bara hvísla um sifjaspell við fólk sem lofar að þegja, þá eru þau ennþá leyndarmál, þá er skömmin ennþá mín en ekki hans,“ segir Anna Ragna. Anna Ragna segist hafa verið að kafna í þögninni öll þessi ár. „Í hvert skipti sem ég les frásagnir annarra undir ofangreindum myllumerkj­ um, í hvert skipti sem ég les viðtöl við þolendur kynferðisofbeldis eða bækur þeirra, fyllist ég miklu óþoli. Ég hef þráð að öskra: „Ég líka“. En alltaf hef ég hætt við, ákveðið að þegja frekar. Í hvert skipti sem ég heyri fólk tala af virðingu og upp­ hafningu um föður minn verð­ ur mér óglatt. Mig hefur langað að kasta upp en alltaf hef ég kyngt og þagað,“ segir Anna Ragna. Móður nauðgað Anna Ragna segir ofbeldi föður hennar hafa verið gegnumgang­ andi alla æskuna og ekki lokið fyrr en hann lést. „Árum saman lét hann mig standa yfir sér inni á baði á meðan hann pissaði, skeindi sig og fróaði sér. Ætli síð­ asta skiptið hafi ekki verið þegar ég var tólf ára, skömmu áður en hann dó. Hann lét mig líka horfa á sig þar sem hann speglaði sig nak­ inn eða með buxurnar á hælun­ um fyrir framan mannhæðarháan spegil í holinu. Svo gyrti hann sig ánægður. Ef einhver hringdi dyra­ bjöllunni þegar hann var í miðju kafi flúði hann inn á baðherbergi, og reyndi að girða sig á leiðinni,“ segir Anna Ragna. Móðir hennar slapp ekki heldur. „Svo nauðgaði hann mömmu þegar hann kom heim af frímúrarafundi, fullur. Ég var andvaka í herberginu mínu af því ég fékk ekki lengur að sofa uppí. Daginn eftir setti mamma púða í stólinn áður en hún settist með sársaukagrettu á andlitinu. Og þegar hún náði í gráa og illa lykt­ andi borðtusku til að þurrka af borðinu henti hún henni á borðið fyrir framan pabba og hvæsti: „Mér líður eins og borðtusku, það er hægt að nota mig og svo er mér bara fleygt“,“ lýsir Anna Ragna. Sýndi aðra hlið heima Í sumar, þegar mál Roberts Downey stóð sem hæst, kom það til tals, meðal annars af Illuga Jökuls syni, hví svo fáir „ fínir menn“ hafi í gegn­ um tíðina á Íslandi þurft að svara fyrir níðingsskap gegn börnum. Á meðan pervertar á jaðri samfélags­ ins hafi fengið sína refsingu þá hafi menn í efri stéttum sloppið, en líkt og Illugi benti á, þá spyr slíkur níð­ ingsskapur ekki um stétt og stöðu. Anna Ragna tekur undir þetta sjónarmið. Líkt og fram hefur komið var Magnús hæstaréttarlög­ maður, frímúrari og prestssonur á tíma þegar það þótti merkilegra en nú. „Það var sagt um föður minn: „Hann var ljúfur maður en harður lögfræðingur“. Hann var í þessari fínu stöðu þannig að fólk bar virðingu fyrir honum, en heima sýndi hann allt aðra hlið á sér,“ segir Anna Ragna. Sálfræðingar mæltu með þögn Anna spyr sig hvort neikvætt viðhorf sálfræðinga til þess að tala opinskátt um kynferðisbrot hafi haft sín áhrif á þöggun mála­ flokksins. Hún undirstrikar þó að hún telji að þeir hafi meint vel. „Ég er búin að vinna í sjálfri mér mjög lengi og langt síðan ég fór að tala um sifjaspellin við fagaðila. Það er mjög algengt meðal sálfræðinga að vitna í rannsóknir máli sínu til stuðnings. Ég hef grun um að þetta séu frekar gamlar rannsókn­ ir. Hlutirnir hafa breyst hratt á allra síðustu árum og kominn tími til að endurskoða viðhorf til þess að opna á þessi mál. Rannsóknirnar sýndu víst að það væri mjög hjálplegt að segja einhverjum frá svona ofbeldi, að maður hafi gengið í gegnum sifja­ spell eða kynferðisofbeldi. Það sé mjög gott að eiga einn eða fáa trúnaðarvini, einhverja sem mað­ ur treysti 100 prósent, og tala við fagaðila. En að það að segja fleirum frá, eða öllum opinberlega, geri ekki meira gagn, og sé jafnvel skaðlegt. Þetta hef ég heyrt mjög oft,“ segir Anna Ragna og bætir við að hún hafi tekið þessum skila­ boðum mjög alvarlega. „Ég hlýddi þessum ráðum í 25 ár.“ Erfitt að heyra föður sinn mærðan Anna Ragna segist hafa komist að því að þetta viðhorf hafi marga galla, þar á meðal að það varpi ábyrgðinni á hana en ekki gerand­ ann. „Það er ekki nóg til að vinna úr áfallinu. Það sem er svo erfitt við þetta er að þótt maður ræði þetta við trúnaðarvini og eigi þessa fag­ aðila að, þá getur fjölskyldan áfram litið á þetta sem leyndarmál þótt hún viti af þessu og trúi því alveg að ofbeldið hafi átt sér stað. Fjölskyld­ an lætur samt eins og þetta hafi ekki gerst. Þögnin verður áfram þrúgandi. Þannig hefur mér liðið í tuttugu, þrjátíu ár,“ segir Anna Ragna en hún segist hafa fundið fyrir miklum létti eftir að hún fór að ræða ofbeldið opinskátt. Í ofanálag hélt fólk áfram að tala vel um föður hennar, bæði fólk sem ekkert vissi og fólk sem hafði vitað af misnotkun hans árum saman: „Það hefur verið erfitt að heyra föður minn mærðan á sama tíma og það ríkti þögn um þá glæpi sem hann framdi. Sumir höfðu ekki hugmynd um þetta fyrr en ég steig fram fyrir þremur vikum, en aðrir tóku þátt í að mæra hann þrátt fyrir að vita hvað hann hafði gert. Þannig var breitt yfir ofbeldið og það þaggað niður.“ n „Faðir minn var pervert, nauðgari, barnaníðingur, hæstaréttar- lögmaður og Frímúrari“ Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Anna Ragna var beitt kynferðisofbeldi af hálfu föður síns, Magnúsar Thorlacius „Í hvert skipti sem ég heyri fólk tala af virðingu og upphafningu um föður minn verður mér óglatt „Hæstaréttarlögmaður og frímúrari“ Magnús var líka nauðgari og barnaníðingur. Steig fram Anna Ragna segist finna fyrir létti við að ræða ofbeldið opinskátt. Mynd SigtRygguR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.