Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Blaðsíða 20
20 Helgarblað 22. desember 2017fréttir H eitið Liverpool tengja Íslendingar ekki að­ eins við Bítlaborgina og knattspyrnuliðið sögufræga. Flestir landsmenn muna eftir leikfangaverslun­ inni Liverpool og þeir elstu muna eftir henni sem krambúð. Saga Liverpool nær aftur til 19. ald­ ar og um miðja 20. öldina braut Páll Sæmundsson blað í íslenskri verslunarsögu þegar hann tók við rekstri hennar. Páll rak verslunina um áratuga skeið og síðar tók dótt­ ir hans Margrét við. DV ræddi við Margréti um þessa stórmerkilegu verslun sem var draumaheimur íslenskra barna. Fyrsta sjálfsafgreiðsluverslunin Bretinn Hans Christian Robb keypti húsið Vesturgötu 3 árið 1859 og stofnaði þar verslun sem hann nefndi Liverpool í höfuðið heima­ borg föður síns, James Robb, sem flutti til Íslands árið 1813. Liver­ pool var ekki leikfangaverslun í þá daga heldur þjónustaði skip­ in. Fram á stríðsárin var ýmislegur varningur seldur í Liverpool, eins og tóbak, vefnaðarvara, vín, snyrti­ vörur, nýlenduvörur og margt fleira. Ýmsir eigendur ráku Liver­ pool í Vesturgötu, bæði í eldra húsi sem brann árið 1885 og stórhýsinu sem reist var eftir brunann. Árið 1930 rak Mjólkurfélag Reykjavíkur verslunina og flutti hana í Hafnar­ stræti 5 með mörgum útibúum víða í bænum. Árið 1940 eignuðust kaup­ mennirnir Gísli Jónsson og Ólafur B. Björnsson Liverpool og réðu Pál Sæmundsson verslunarstjóra. Á stríðsárunum keypti Páll verslun­ ina og seldi þá aðeins búsáhöld og leikföng. Margrét, dóttir Páls, seg­ ir hann hafa verið nokkuð á undan sinni samtíð hvað varðar verslun­ arrekstur. „Hann fór í verslunar­ skóla í Noregi, sá þar ýmislegt og var framsýnn.“ Vildi hann gera Liverpool að sjálfsafgreiðsluversl­ un, þeirri fyrstu á landinu, en á þessum tíma voru allar vörur af­ greiddar yfir borðið í verslunum. Páll keypti íbúðarhús á Lauga­ vegi 18a og lét flytja það suður í Kópavog. Þá lét hann reisa glæsi­ legt og nýmóðins verslunarhús­ næði á reitnum og flutti Liverpool þangað árið 1955. Hannes Davíðs­ son arkitekt, sem þekktastur er fyrir hönnun Kjarvalsstaða, teikn­ aði upp verslunina með stórum og opnum gluggum. „Þetta hús er eitt af fyrstu verslunarhúsunum sem var byggt við Laugaveginn. Lauga­ vegurinn er byggður upp sem íbúðarhúsagata. Húsunum var síðan breytt í verslanir en þau eru mjög óhentug til þess, með tröpp­ um upp eða niður. Á fæstum stöð­ um gast þú gengið beint inn í búð­ ina eins og í Liverpool.“ Árið 1963 leigði Páll út rekstur­ inn en stofnaði þá heildverslunina Ingólfshvol. Nokkrir einstaklingar leigðu reksturinn þar til Mar­ grét tók við honum árið 1988 en hún hafði þá meðal annars verið verslunarstjóri í Völuskríni, leik­ fangaverslun barnavinafélagsins Sumar gjafar. Undir hennar stjórn seldi Liverpool aðeins leikföng og árið 1995 var hún flutt á Laugaveg 25. Árið 2005 seldi hún reksturinn til Þorvarðar Elíassonar sem lagði niður nafnið fræga. Rann Liver­ pool þá inn í keðjuna Leikbæ sem varð undir í samkeppni við Toys 'R' Us og varð gjaldþrota árið 2008. Biðröð þegar sending kom „Á þeim árum sem pabbi var með Liverpool voru fimm leikfanga­ verslanir á Torfunni en Liverpool var langstærst. Við þekktum fólkið sem rak verslanirnar allt um kring. Þetta var eins og lítið bæjarfélag.“ Páll átti sjö börn sem hjálpuðu til. „Við unnum í búðinni, öll systkinin, meira og minna í kringum jólin og á sumrin. Þegar ég var lítil og Liver­ pool var í Hafnarstræti var mikið sport að fá að fara inn eftir í búð.“ Varst þú ekki vinsælasta stúlkan í bekknum? „Nei, nei, krakkarnir vissu það ekkert. Það var ekkert verið að moka í okkur neitt meira en aðra.“ Fjöldi starfsmanna kom og fór en straumurinn réðst af Verslunin Liverpool: Þar sem börnin héngu á glugganum Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is n 150 ára saga n Unnið fram á morgun í desember n Fyrstir með jólasveina Margrét Pálsdóttir Rak Liverpool frá 1988 til 2005. Úrval leikfanga í búðarglugga „Ég held að Lego hafi verið vinsælast. Við seldum alltaf mikið af kubbum og fullt af leikföngum sem eru góð og sígild.“ Liverpool á Laugavegi 18a Búðargluggarnir dýrðlegu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.