Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Síða 20
20 Helgarblað 22. desember 2017fréttir H eitið Liverpool tengja Íslendingar ekki að­ eins við Bítlaborgina og knattspyrnuliðið sögufræga. Flestir landsmenn muna eftir leikfangaverslun­ inni Liverpool og þeir elstu muna eftir henni sem krambúð. Saga Liverpool nær aftur til 19. ald­ ar og um miðja 20. öldina braut Páll Sæmundsson blað í íslenskri verslunarsögu þegar hann tók við rekstri hennar. Páll rak verslunina um áratuga skeið og síðar tók dótt­ ir hans Margrét við. DV ræddi við Margréti um þessa stórmerkilegu verslun sem var draumaheimur íslenskra barna. Fyrsta sjálfsafgreiðsluverslunin Bretinn Hans Christian Robb keypti húsið Vesturgötu 3 árið 1859 og stofnaði þar verslun sem hann nefndi Liverpool í höfuðið heima­ borg föður síns, James Robb, sem flutti til Íslands árið 1813. Liver­ pool var ekki leikfangaverslun í þá daga heldur þjónustaði skip­ in. Fram á stríðsárin var ýmislegur varningur seldur í Liverpool, eins og tóbak, vefnaðarvara, vín, snyrti­ vörur, nýlenduvörur og margt fleira. Ýmsir eigendur ráku Liver­ pool í Vesturgötu, bæði í eldra húsi sem brann árið 1885 og stórhýsinu sem reist var eftir brunann. Árið 1930 rak Mjólkurfélag Reykjavíkur verslunina og flutti hana í Hafnar­ stræti 5 með mörgum útibúum víða í bænum. Árið 1940 eignuðust kaup­ mennirnir Gísli Jónsson og Ólafur B. Björnsson Liverpool og réðu Pál Sæmundsson verslunarstjóra. Á stríðsárunum keypti Páll verslun­ ina og seldi þá aðeins búsáhöld og leikföng. Margrét, dóttir Páls, seg­ ir hann hafa verið nokkuð á undan sinni samtíð hvað varðar verslun­ arrekstur. „Hann fór í verslunar­ skóla í Noregi, sá þar ýmislegt og var framsýnn.“ Vildi hann gera Liverpool að sjálfsafgreiðsluversl­ un, þeirri fyrstu á landinu, en á þessum tíma voru allar vörur af­ greiddar yfir borðið í verslunum. Páll keypti íbúðarhús á Lauga­ vegi 18a og lét flytja það suður í Kópavog. Þá lét hann reisa glæsi­ legt og nýmóðins verslunarhús­ næði á reitnum og flutti Liverpool þangað árið 1955. Hannes Davíðs­ son arkitekt, sem þekktastur er fyrir hönnun Kjarvalsstaða, teikn­ aði upp verslunina með stórum og opnum gluggum. „Þetta hús er eitt af fyrstu verslunarhúsunum sem var byggt við Laugaveginn. Lauga­ vegurinn er byggður upp sem íbúðarhúsagata. Húsunum var síðan breytt í verslanir en þau eru mjög óhentug til þess, með tröpp­ um upp eða niður. Á fæstum stöð­ um gast þú gengið beint inn í búð­ ina eins og í Liverpool.“ Árið 1963 leigði Páll út rekstur­ inn en stofnaði þá heildverslunina Ingólfshvol. Nokkrir einstaklingar leigðu reksturinn þar til Mar­ grét tók við honum árið 1988 en hún hafði þá meðal annars verið verslunarstjóri í Völuskríni, leik­ fangaverslun barnavinafélagsins Sumar gjafar. Undir hennar stjórn seldi Liverpool aðeins leikföng og árið 1995 var hún flutt á Laugaveg 25. Árið 2005 seldi hún reksturinn til Þorvarðar Elíassonar sem lagði niður nafnið fræga. Rann Liver­ pool þá inn í keðjuna Leikbæ sem varð undir í samkeppni við Toys 'R' Us og varð gjaldþrota árið 2008. Biðröð þegar sending kom „Á þeim árum sem pabbi var með Liverpool voru fimm leikfanga­ verslanir á Torfunni en Liverpool var langstærst. Við þekktum fólkið sem rak verslanirnar allt um kring. Þetta var eins og lítið bæjarfélag.“ Páll átti sjö börn sem hjálpuðu til. „Við unnum í búðinni, öll systkinin, meira og minna í kringum jólin og á sumrin. Þegar ég var lítil og Liver­ pool var í Hafnarstræti var mikið sport að fá að fara inn eftir í búð.“ Varst þú ekki vinsælasta stúlkan í bekknum? „Nei, nei, krakkarnir vissu það ekkert. Það var ekkert verið að moka í okkur neitt meira en aðra.“ Fjöldi starfsmanna kom og fór en straumurinn réðst af Verslunin Liverpool: Þar sem börnin héngu á glugganum Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is n 150 ára saga n Unnið fram á morgun í desember n Fyrstir með jólasveina Margrét Pálsdóttir Rak Liverpool frá 1988 til 2005. Úrval leikfanga í búðarglugga „Ég held að Lego hafi verið vinsælast. Við seldum alltaf mikið af kubbum og fullt af leikföngum sem eru góð og sígild.“ Liverpool á Laugavegi 18a Búðargluggarnir dýrðlegu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.