Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 2
2 Áramótablað 29. desember 2017fréttir Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofnar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf 35 „Ásgerður Jóna braut á Kolbrúnu og fjölskyldu með því að nafngreina hana oftar en einu sinni í viðtalinu. Ég hlustaði á viðtalið. Ég spyr, hvað er kona eins og Ásgerður Jóna Flosadóttir að gera sem formaður Fjölskylduhjálpar sem leyfir sér að brjóta trúnað á skjólstæðingi Fjölskylduhjálpar í morgunútvarpi Bylgjunnar?“ Hulda Vatnsdal fordæmdi Ásgerði Jónu Flosadóttur fyrir að nafngreina konu sem lýsti yfir vonbrigðum vegna jólahjálpar Fjölskylduhjálpar Íslands. 28 „Ef þetta hefði komið upp þá hefði hún setið uppi með skömmina og enginn trúað henni, móðir hennar hefði þurft að ganga í gegnum það með henni og þetta hefði getað í besta falli orðið kusk á hvítflibba föður hennar, það hefði öll samtryggingarelítan passað upp á sinn mann, það þarf hugrekki til að koma svona fram. Gleðileg jól.“ Jón Svansson hrósaði Önnu Rögnu Magnúsardóttur fyrir að stíga fram og lýsa misnotkun föður síns. Hann benti á muninn á því að stíga fram í dag og árið 1978 þegar faðir hennar lést. Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni U m eitt hundrað starfsmenn fjárfestingabankans Kviku hf. fengu glæsilega Nes- presso kaffivél að gjöf í til- efni jólanna. Um var að ræða kaffi- vél af svokallaðri Citiz-gerð með mjólkurflóara en listaverð grips- ins er 34.995 krónur. Það vekur athygli því fráfarandi varaformað- ur stjórnar bankans, Jónas Hagan Guðmundsson, er stærsti eigandi Perroy ehf., sem er dreifingaraðili Nespresso á Íslandi. Ákvörðun yf- irstjórnanda bankans um gjöf til starfsmanna kom því fyrirtæki Jónasar óneitanlega vel. Samkvæmt heimildum DV fékk bankinn 20% afslátt af kaffivélinni og því má reikna með að heildar- kaupverð hafi verið um 2,8 milljón- ir króna. Það að 100 kaffivélar hafi verið seldar er, eins og áður seg- ir, ágætis búbót fyrir dreifingar- aðila kaffisins. Þeir sem nota kaffi- vélarnar þurfa að kaupa sérstök Nespresso-kaffihylki og verslun- in sem selur þá munaðarvöru er verslun Perroy ehf. í Kringlunni, sem var opnuð þann 30. nóvember síðastliðinn. Það eru því enn meiri hagsmunir fólgnir í því að starfs- menn Kviku verði áskrifendur að lúxuskaffi um ókomna tíð. Í lok október síðastliðinn var greint frá því að Jónas Hagan hefði selt hlut sinn og viðskiptafélaga síns, Gríms Garðarssonar, í Kviku. Hlutinn áttu þeir í gegnum fjár- festingafélag sitt, Varða Capital. Alls átti félagið 7,7% hlut í Kviku. Í kjöl- farið gekk Jónas út úr stjórn Kviku hf. en það gekk í gegn í byrjun des- ember. Ákvörðunin um jólagjafakaupin var hins vegar tekin á meðan Jónas var enn varafor- maður stjórnar bankans. n Banki keypti 100 kaffi- vélar af stjórnarmanni Kvika gaf starfsmönnum Nespresso-kaffivélar í jólagjöf Jónas Hagan Guðmundsson Hefur gist á KeflavíKur- flugvelli í fimm mánuði n „Ekkert ónæði af manninum“ n Hafnaði boði um flugmiða frá ISAVIA B rottfararsalur Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar gengur undir nafninu „Hótel FLE“ meðal starfsmanna. Ástæð- an er sú að á hverri nóttu eru allt að þrír tugir einstaklinga sem hafa þar næturgistingu. Flestir eru að spara sér rándýra hótelgistingu síðustu nóttina fyrir brottför heim til sín en það á þó ekki við um alla. Pólskur maður hefur haft þar næturgistingu í rúma fimm mánuði. „Það er ekk- ert ónæði af manninum, hann er ekki í neinni neyslu og því hefur hann fengið að sofa þarna óáreittur. Þetta ástand getur samt ekki varað til lengdar,“ segir umhyggjusamur starfsmaður sem undrast aðgerðar- leysi félagsmálayfirvalda. Starfsmenn buðust til að borga flugmiða „Hann byrjaði að venja komur sínar hingað fyrir rúmlega fimm mánuðum. Hann kemur inn í brottfararsalinn um klukkan tíu flest kvöld, kemur sér fyrir á afviknum stað og leggst til svefns. Það kemur fyrir að hann missi úr eina og eina nótt en þær eru sárafá- ar,“ segir starfsmaður- inn, sem vill ekki láta nafns síns getið. Að hans sögn er ekki óvana- legt að farþegar leggist til svefns inni í brottfarar- salnum og því hafi starfsmenn ekki veitt manninum sérstaka athygli fyrr en hann hafði gist í talsverðan tíma í salnum. „Það eru allir sem vinna þarna meðvitaðir um stöðu þessa manns. Það hefur enginn séð ástæðu til þess að stugga við hon- um því það er ekkert ónæði af veru hans þarna. Þá buðust allnokkr- ir starfsmenn til þess að leggja saman í púkk fyrir flugmiða handa honum til Póllands en hann af- þakkaði boðið. Hann sagði ein- faldlega að þetta líf hérna á Íslandi væri betra en það sem væri í boði þar ytra. Það er auðvitað mjög dapurlegt,“ segir starfsmaðurinn. Starfsmenn Isavia hafa ver- ið í þó nokkrum samskiptum við manninn, sem að sögn heimildarmannsins glím- ir við andleg veikindi. „Það litla sem við vitum um sögu hans er að hann kom hing- að til að vinna í byggingar- iðnaði á vegum starfs- mannaleigu og fékk húsnæði að Ásbrú,“ segir starfsmað- urinn. Að hans sögn hafi mað- urinn að lokum misst vinnuna og síðar húsnæðið. „Hann fær einhvers konar fram- færslu eða bætur frá hinu opin- bera þannig að hann sveltur ekki. En það er að sjálfsögðu óboðlegt að maðurinn hafi í engin önnur hús að venda en flugstöðina. Fé- lagsmálayfirvöld verða að grípa inn í,“ segir starfsmaðurinn. Félagsmálayfirvöldum gert viðvart DV hafði samband við Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúa Isavia. Að hans sögn getur fyrir- tækið ekki tjáð sig um einstaka mál en ef að upplýsingar berist um að fólk haldi til í lengri eða skemmri tíma í innritunar- eða komusal flugvallarins þá sé fé- lagsmálayfirvöldum sveitarfélaga gert viðvart. „Keflavíkurflugvöll- ur er opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins. Fólki er að sjálf- sögðu frjálst að koma þangað en það er rétt að taka fram að flug- stöðin er ekki dvalarstaður,“ segir Guðjón. Hann segir vissulega rétt að dæmi séu um að fólk hafi dval- ið yfir nótt í innritunar- og komu- sal flugvallarins. „Isavia gerir ekki athugasemdir ef fólk sem á bók- að flug snemma morguns kemur snemma í innritunar- og komusal og er þar yfir nótt,“ segir Guðjón. DV óskaði eftir viðbrögðum frá Reykjanesbæ vegna málsins en svör höfðu ekki borist þegar blað- ið fór í prentun. n Flugstöð Leifs Eiríkssonar Guðjón Ólafsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Næturgestur Hér sést maðurinn leggja sig milli tveggja innritunarvéla í flugstöðinni. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.