Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 4
4 Áramótablað 29. desember 2017fréttir Alhliða veisluþjónusta Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 | Reykjanesbæ | Sími: 421 2630 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir Gerðu daginn eftirminnilegan l li veisl j st Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir i fti i il Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming A ðfaranótt Þorláksmessu réðust þrír karlmenn inn í vinnustofu í Reykjavík og lúskruðu á parinu Dýr­ finnu Benitu, tónlistar­ og mynd­ listarkonu, og Þórð Inga Jónsson tónlistarmann, betur þekktum sem Lord Pusswhip. Að sögn Dýr­ finnu má rekja árásina til flokka­ drátta í kjölfar þess að hún sak­ aði fyrrverandi kærasta sinn, Inga Kristján Sigurmarsson, um nauð­ gun. Ingi Kristján er þekktur fyr­ ir að hafa kallað Egil Einarsson, Gillzenegger, „rapist bastard“. Málið hefur tvístrað listahópum svo sem RWS, Grandabræðrum og Skiltamálun Reykjavíkur, en hluti meintra árásarmenn voru með­ limir í þeim öllum. RWS er hópur sem stendur að baki veggjalist eða veggjakroti og má sjá skammstöf­ unina víðsvegar um höfuðborgar­ svæðið. Grandabræður er hópur hönnuða og myndlistarmanna frá Listaháskóla Íslands sem hafa stað­ ið að baki ýmsum viðburðum svo sem Happy Festival. Skiltamálun Reykjavíkur er fyrirtæki sem setur upp veggverk listamanna, svo sem Ragnars Kjartanssonar í Breiðholti. Guðmundur Páll Jónsson lög­ reglufulltrúi segir í samtali við DV að rannsókn málsins sé nýbyrjuð og þann 27. desember hafi verið tekin skýrsla af brotaþolum. Braut tönn Dýrfinna greindi frá málinu á Facebook­síðu sinni á Þor­ láksmessu. „Klukkan sex í morgun var ráðist inn í stúdíó þar sem ég og kærasti minn Þórður og vin­ ir okkar, Marteinn og Alfreð, vor­ um að vinna saman í tónlist og eiga góðar stundir. Það var bank­ að á hurðina og Þórður fer til dyra til að athuga hver væri við. Er hann opnar hurðina þá grípur Brynjar Andrésson, þekktur sem Bibbi eða Kiddo, í hárið á honum og byrjar að kýla hann ítrekað í andlitið og fleygja honum um vinnustofuna, með Brynjari í för eru bræðurn­ ir Högni Þorkelsson, þekktur sem Hógó, og Daníel Stefán Þorkels­ son, þekktur sem Daníel Bachman eða DUST,“ skrifaði Dýrfinna. Viðurnefnin Kiddo og Dust vísa til veggjakrots eða „graff“ sem má sjá víða í Reykjavík. Dýrfinna segir í samtali við DV að bæði hún og Þórður Ingi séu lemstruð eftir árásina. Hún hafi slasast í bakinu enda bakveik fyrir en Þórður hafi brotið tönn, fengið vægan heilahristing og sé nú mar­ inn og bólginn á andliti og höfði. Hún segir að lögregla hafi mætt á vettvang en þá hafi mennirnir þrír verið horfnir á bak og burt. Tilraun til þöggunar Dýfinna segist fullviss um ástæðu árásarinnar. Hún telur þetta hafi verið tilraun til þöggunar vegna #metoo byltingarinnar en bæði hún og Þórður skrifuðu stöðufærslur þar sem þeir gagnrýndu fyrrnefnda listahópa. „Þessir ofbeldismen voru ekki ánægðir með það að ég opn­ aði mig og sagði sannleikann um þeirra siðferði. Þeir hafa ekkert sið­ ferði. Ég þekki þessi stráka vel og var í þeirra vinahóp út af því að fyrr­ verandi kærasti minn, Ingi Kristján Sigurmarsson, er samstarfsmað­ ur og vinur þessa árasamanna. Og hann er ástæðan sem þetta allt byrj­ aði. Þegar við vorum saman nauðg­ aði hann mér tvisvar og þessi vin­ hópur gerði lítið úr því og héldu áfram í vinasambandi og samstarfi við hann þrátt fyrir að vita að ég hafi verið beitt þessu ógeðslega ofbeldi,“ segir Dýrfinna. Dýrfinna segist hafa búið með Inga Kristjáni í tvö ár í kjallara heim­ ilis foreldra hans en þess má geta að hann er sonur Álfheiðar Ingadóttur, fyrrverandi ráðherra VG. Ekki hamingja í huga Dýrfinna skrifaði stöðufærslu í október þar sem hún gagnrýndi listhópanna harðlega og þá sér í lagi RWS og Grandabræður en þá stóð yfir svokölluð Happy Festi­ val í húsakynnum þeirra á Granda. Sú veisla hefur verið geysivinsæll undanfarin ár innan listaheims­ ins og var til að mynda sagt frá því á Vísi árið 2015 að Dagur B. Egg­ ertsson borgarstjóri, Andri Snær Magnason rithöfundur og Ingvar E. Sigurðsson leikari hafi allir mætt í veisluna. Í ár stigu á svið þjóðþekkt­ ir listamenn svo sem Ragnar Kjart­ ansson, Emmsjé Gauti og Sigurð­ ur Guðmundsson, í það minnsta samkvæmt dagskrá, því sérsveitin stöðvaði hátíðarhöld. Dýrfinna sagði að sér væri ekki hamingja í huga þegar hún hugs­ aði um þessa hátíð. Fyrir tveimur árum opnaði hún sig um kynferð­ isbrot sem hún hefur orðið fyrir af höndum fjögurra manna og birtu­ st viðtöl við hana bæði á mbl.is og í Fréttatímanum. Í þeim viðtölum nefndi hún ekki hver hefði brotið gegn henni en sagði þó að fyrrver­ andi kærasti hafi ekki sýnt mikinn stuðning þegar hún kærði annan mann fyrir nauðgun. „Þú ættir bara að fara“ Stuttu eftir að hún tjáði sig var henni boðið á fyrrnefnda Happy hátíð, sama ár og borgarstjóri mætti. „Allir voru þarna, ég var kurteis og dansaði með vinum mínum. Svo kemur minn fyrrver­ andi, sér mig og verður reiður. Af því að hann vildi ekki að ég „klag­ aði hann“. Hann fer að ýta mér. Ég dett en ýti til baka. Hann virðist tilbúinn að meiða mig í alvöru en vinir okkar stoppa bardagann. Ég hafði ekkert gert,“ segir Dýrfinna. Meðlimir RWS hafi svo tekið hana afsíðis og reynt að róa hana. Þeir hafi spurt hana hvernig stæði á þessu ósætti og þá sagði hún þeim að „hann hafi nauðgað sér“ og óttaðist að hún myndi segja frá því. „Allir þeirra sögðu: „Við vilj­ um trúa þér, en hann er vinur okk­ ar og þetta gerðist fyrir svo löngu. Við erum að leigja þessa vinnu­ stofu saman og halda þetta partý saman. Hann ræður hverjir mega vera á svæðinu. Þú ættir bara að fara.“ Eftir þetta hafa þeir látið eins og þetta atvik hafi ekki gerst og reynt að halda samskiptum við mig í lágmarki. Mér var ekki boð­ ið á Happy Festival í ár,“ skrifaði Dýrfinna í október. Dýrfinna segir að eftir þetta hafi sumir meðlimir fyrrnefndra list­ hópa verið með ógnandi tilburði sumra meðlima. „Brynjar hafði verið með ógnandi tilburði við Þórð eitt skipti, eftir #metoo póst­ inn minn. Eftir að hafa stutt mig opinberlega. Svo 21. desember ger­ ir hann það sama við mig og 22. desember sé ég hann stara á mig úr hliðarsjón minni,“ segir Dýrfinna. Vikið úr samtökunum Eftir að Dýrfinna greindi frá mál­ inu á Þorláksmessu skrifuðu bæði Grandabræður og Björn Loki, einn helsti meðlimur Skiltamál­ un Reykjavíkur, stöðufærslur á Facebook en þeim báðum verið eytt. Í færslu Grandabræðra sagði: „Brynjar Andrésson og Daníel Þor­ kelsson koma ekki lengur að Fé­ lagasamtökunum Grandabræð­ ur og muna ekki gera framvegis. Högni Kjartan Þorkelsson hefur aldrei komið að Grandabræðrum. Grandabræður styðja ekki ofbeldi.“ Björn Loki sagði á hinn boginn: „Ég hef sagt mig úr félagasamtök­ um RWS og Grandabræðra til að mótmæla ofbeldi tveggja með­ lima hópanna á Þórð Inga. Ég tek þessu mjög alvarlega enda er verið að benda mig og alla mína vinnu síðustu ára við ofbeldisverk þeirra. Brynjar og Daníel munu ekki koma lengur að fyrirtækinu Skilta­ málun Reykjavíkur.“ Dýrfinna segir viðbrögðin já­ kvæð að hluta en afhjúpandi: „Þau eru jákvæð en ekki tæmandi. Því þegar botninum er hvolft þá er engin afstaða þarna tekin gegn of­ beldinu sem ég þurfti að líða og hunsunina sem ég þurfti að upp­ lifa trekk í trekk. Skilaboðin eru skýr: „það skiptir bara máli ef að karlmaður sé laminn, en ef kona er nauðguð þá ekki.“ n ÁrÁs Á ÞorlÁksmessu n Dýrfinna og Þórður lamin vegna ásakana um nauðgun n Málið skekur listheiminn Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Dýrfinna og Þórður Hún segir að þau séu bæði slösuð. Hann hafi brotið tönn meðan hún sé með verk í bakinu. Högni og Daníel Í sumar greindi DV frá því að nokkrir menn hafi verið gómaðir við veggjakrot. Tveir þeirra eru sagðir árásarmenn nú. Bræðurnir Högni, lengst til vinstri, og Daníel, lengst til hægri, Þorkelssynir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.