Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 10
10 Áramótablað 29. desember 2017fréttir Svarthöfði verðlaunar þá Sem Stóðu Sig beSt á árinu n Rifrildi n Hljómsveit n Skilnaður n Ástarævintýri Árið 2017 fer í sögubækurnar fyrir ýmsar sakir. Ríkis- stjórnin sprakk, fólk reifst, konur risu upp á meðan dónakarlar fengu á baukinn. Svarthöfði hefur tekið saman hitt og þetta sem stóð upp úr á árinu 2017 og verðlaunar þá sem stóðu sig best – og verst – á ýmsum sviðum hins daglega lífs á árinu sem er að líða. Umdeild ummæli ársins Stuðningsmenn Ingu Sæland froðufelldu í kommentakerfi Eyjunnar þegar Þóra Kristín Ásgeirs- dóttir lét þessi orð falla um foringja Breiðholtsins Hljómsveit/Tríó ársins Það hlýtur að vera Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir. Það bjóst enginn við að þau myndu stofna sveit saman. Hvort þau ná svo að spila og syngja í takt á tíminn eftir að leiða í ljós. Íslendingar eru alla vega spenntir en 75 prósent hafa trú á að þau muni gera góða hluti. Rifrildi ársins Tara Margrét Vilhjálmsdóttir og Sindri Sindrason sjónvarpsmað- ur tókust á í sjónvarpssal þar sem rætt var um fitufordóma í samfélaginu. Sagði Tara að Sindri væri einn af þeim í samfélaginu sem væri í forréttindastöðu. „Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum?“ spurði Sindri og bætti við: „Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi – eða hálfum útlendingi – þannig að við skulum ekki fara þangað.“ Fundur ársins Björt framtíð stóð fyrir fundi ársins þann 15. september. Stjórn BF hélt rafræna kosningu og ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Björt framtíð ákvað að slíta samstarfinu vegna trúnaðarbrests Bjarna Benediktsson- ar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn hafði gríðarleg áhrif en Björt framtíð þurrkaðist út af þingi og Bjarni myndaði ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Svik ársins Bergi Þór Ingólfssyni leikara tókst hið ótrúlega, að fella heila ríkisstjórn og fékk mikið hrós fyrir. Bergur skilur sjálfsagt lítið í Katrínu Jakobsdóttur sem virtist hafa gleymt af hverju var boðað til kosninga. Liðsmenn Vg suðuðu um atkvæði til að koma íhaldinu frá. Eins og sannir íslenskir pólitíkusar sviku þau það loforð undir eins og ekki leið á löngu þar til íhaldið og Vg voru komin í sleik. Verður fróðlegt að sjá hversu mörg loforð Vg svíkur á kjörtímabilinu. Skilnaður ársins Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi hættu saman í fyrra eftir hörð átök. Á meðan Sigmundur stýrði þjóðarskútunni lék allt í lyndi á milli parsins. Þegar Sigmundur ákvað að stíga til hliðar í kjölfar umfjöllunar um Panamaskjölin tók Sigurður við. Hann kunni svo vel við sig að hann ákvað að sitja þar áfram. Sigmundur var áfram í sambandinu en var eiginlega aldrei heima og töluðust Sigmundur og Sigurður Ingi ekki við. Hann ákvað svo endanlega að ganga úr sambandinu í haust og ríkir nú einn yfir Miðflokknum. Afsökun ársins Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon á Íslandi, á afsökun ársins. Teslu-Magnús var handtekinn á Reykjanesbraut grunaður um að hafa með vítaverðum akstri valdið umferðarslysi. DV hafði samband við Magnús sem þvertók fyrir það að hafa verið handtekinn. „Ég bað lögregluna um far í vinnuna,“ sagði Magnús þegar hann var spurður hvers vegna lögreglan hafi ekið honum af slysstað. Hann kunni þó engar skýringar á því af hverju lögreglan vistaði hann í fangaklefa meðan á frumrannsókn málsins stóð. Góðverk ársins Launahækkun kjararáðs til þingmanna og nú síðast biskups. Biskup fékk í jólagjöf afturvirka hækkun frá kjararáði upp á 3,3 milljónir króna á meðan þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að halda jól í góðærinu sem hamrað er á íslenskri þjóð að ríki hér á landi. Eins og íslensk þjóð veit hafði Agnes óskað eftir leiðréttingu sem er engin furða, enda með aðeins rétt rúma milljón á mánuði. Þá var Agnes enn að jafna sig eftir að hafa aðeins fengið 7,15 prósent hækkun fyrir ári og þá tók virkilega á að neyðast til að vera á dagpeningum í Svíþjóð við ritgerðarsmíð og fá aðeins tæplega milljón fyrir það haustið 2015. Agnes stígur nú út úr áfallinu og getur loks líkt og þingmenn keypt í matinn. Hvort Agnes og þingmenn taki forseta Íslands sér til fyrirmyndar og gefi hækkun eða hluta hennar til þeirra sem eiga ekki til hnífs og skeiðar í góðærinu mikla er önnur saga. Flík ársins Galvan-kjóllinn sem vinkona Bjartar Ólafsdóttur fékk umhverfisráðherrann þáverandi til að klæðast í þingsal hlýtur að vera umtalaðasta flík ársins. Málið byrjaði á Instagram og þróaðist út í hlátrasköll ráðherrans á Facebook á kostnað feðraveldis- ins. Upp úr því varð flíkin að heimspekilegum vangaveltum um friðhelgi Alþingis og hvar myndavélar mega vera staddar til að afhelga ekki salinn. Málið endaði svo með afsökunarbeiðni Bjartar. Flíkin sjálf hlýtur að enda uppi á vegg á Hard Rock Café eða Hamborgarafabrikkunni. „Ég skil svolítið kjósendur í Breiðholtinu, úti á landi eða eitthvað svona, sem að hlaupa í fangið á Ingu Sæland. Blind kelling úr Breiðholtinu, sextug, voða hress. Talar um lífeyrisþega ... hvaða líf- eyrisþegar eru á listum innan flokk- anna?“ Inga Sæland var sjálf óhress og sagði: „Þetta er bara dóni, kurteisi kostar ekki neitt. Svo er þetta ekki alveg satt. Ég er sjónskert miðaldra kona í Grafarholti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.