Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Síða 11
Áramótablað 29. desember 2017 fréttir 11 Svarthöfði verðlaunar þá Sem Stóðu Sig beSt á árinu n Rifrildi n Hljómsveit n Skilnaður n Ástarævintýri Heimskulegustu ummæli ársins Ragnar Önundarson um Áslaugu Örnu Sigurbjörns- dóttur. Ragnar hélt áfram að grafa eigin gröf þegar hann hrósaði Áslaugu fyrir að skipta um mynd eftir að hann lét ummælin falla. Það var alls ekki rétt. Myndin sem Ragnar lét hin ósmekklegu ummæli falla við var göm- ul og hafði ekki verið not- uð í marga mánuði. Ljóst er að Ragnar hefur lagt á sig að fletta gömlum profile- myndum af Áslaugu og svo hneykslast þegar hann loks fann eina sem var honum ekki að skapi. Ragnar er vel að þessum titli kominn. Ástarævintýri ársins Ástarævintýri ársins er án efa samband Bjarna Bene- diktssonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráð- herra. Fáir bjuggust við því að sambandið yrði að veruleika. Íslendingar vissu ekki að ástarævintýrið var fyrir löngu hafið en Sigrún Sól leikkona sagði í samtali við Vísi að hún hefði heyrt Steingrím J. Sigfússon ræða við ónefndan mann í flugi frá Akureyri um samstarf eftir kosningar. Drama ársins Sigrún Sigurpálsdóttir og Sólrún Diego léku aðalhlutverk í stóra ilmkúlumálinu. Sigrún mælti með að nota ilmkúlur við þvott og spritt við þrif. Sólrúnu fannst það ótækt og mælti gegn því ráði enda aðdáandi ediks við þrif. Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hús- stjórnar- skólans, steig svo fram og sagði dramadrottningar ársins á villigötum. „Marg ar ung ar stúlk ur í net heim um eru að leiðbeina fólki að nota ed ik blandað vatn á allt, og sum ar nota líka spritt, sem er endem is þvæla.“ Glataðasta kosningaloforð ársins Það gerist ekki tækifærissinnaðra og Framsóknarlegra en „Svissneska leiðin“. Leiðin sjálf er ekkert ömurleg en hún felur í sér að einhverjir fá að eyða einhverjum peningum sem þeir eiga kannski í framtíðinni í dag, hver segir nei við fríum peningum? Enginn. Það glataða við þetta kosningaloforð voru auglýsingarnar þar sem farið var yfir það hversu glatað það er að vera með fullorðin afkvæmi á heimilinu. Það þarf ekki að auglýsa fyrir þeim sem þurfa að búa við slíkt, hvað þá með jóðli í útvarpinu. Sem betur fer hefur ekkert frést af þessu Alparugli eftir að Framsókn settist í ríkisstjórn, fyrir utan örlitla línu í stjórnarsáttmálanum um að það eigi hugsanlega kannski að skoða það. Óvinir ársins Þeir Gunnar Hrafn Jónsson, þá þingmaður Pírata, og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru ágætir mátar þegar þeir fóru saman út að reykja fyrir utan Alþingi en í ágúst slettist allverulega upp á vinskapinn. Gunnar Hrafn krafðist þess að fá að vita um tengsl Brynjars við sáluga strípi- staðinn Bóhem og barn- aníðinginn Robert Downey. Brynjar sagði á móti að honum þætti Gunnar Hrafn bestur þegar hann talaði um veikindi sín, túlkaði Gunnar Hrafn það sem árás á andlega veikt fólk. Mun Brynjar hafa forðast augnsamband við Píratann í kjölfarið en fór svo á netið og hæddist að Pírötum fyrir að vilja „slefa fyrir framan tölvuna allan daginn á borgaralaun- um“. Vonbrigði ársins Hér er af ýmsu að taka. Íslenskir stjórnmálamenn, margir hverjir að minnsta kosti, ollu mörgum vonbrigðum með gjörðum sínum og orðum. Margir urðu fyrir vonbrigðum í haust þegar ýmislegt benti til þess að eldgos væri að hefjast, en svo gerðist bara ekki neitt. Svo má ekki gleyma því að íslenska handboltalandsliðið olli vonbrigðum á HM í handbolta í janúar síðastliðnum. Tap fyrir Frökkum í 16 liða úrslitunum sendi Ísland heim. Loks verður að nefna árangur kvennalandsliðsins á EM í Hollandi í sumar. Eftir góðan árangur karlalandsliðsins á EM í Frakklandi sumarið 2016 voru margir sem bjuggust við því að stelpurnar myndu einnig koma á óvart. Liðið tapaði öllum leikjum sínum og endaði á botni riðilsins. Húh! Hetja ársins Það eru tveir menn sem eiga þessa nafnbót skuldlausa. Annars vegar Bergur Þór Ingólfsson leikari og hins vegar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. Bergur Þór var áberandi í um- ræðunni um uppreista æru og barðist mjög fyrir málefnum þolenda kynferðisbrota. Barðist hann hart gegn þeirri leynd sem ríkti yfir gögnum í máli Roberts Downey. Grímur Grímsson fór fyrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur og var vakinn og sofinn yfir málinu svo vikum skiptir. Skúrkur ársins Íslenski dónakarlinn er skúrkur ársins. Að undanförnu hefur hver sagan á fætur annarri um kynferðislega áreitni karla dunið yfir þjóðinni og ljóst að margir þurfa að líta í eigin barm. Hér er um að ræða leikara, stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn, stjórnendur fyrirtækja og svo miklu, miklu fleiri sem hafa gerst sekir um ósæmilega háttsemi í garð kvenna á undanförnum árum. Nú er kom- ið að skuldadögum, strákar. Klúður ársins Ákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta stjórnarsam- starfinu hlýtur að vera klúður ársins. Trúnaðarbresti og leyndarhyggju var kennt um en sannleik- urinn er sá að Björt framtíð taldi að með þessu yrði staða flokksins sterkari þegar loks kæmi að kosningum. Ég meina, hver vill ekki kjósa prinsippfólk á Alþingi? Allur þessi gjörningur snerist upp í andhverfu sína og Björt framtíð þurrkaðist eftirminnilega út af þingi. Það eru ekki ýkja margir sem sakna flokksins. Par ársins Um fá pör var rætt meira um á árinu en Benedikt Sveinsson kaupsýslumann og Hjalta Sigurjón Hauksson barnaníðing. Aðeins örfáir vissu að þeir væru par fyrr en hulunni var flett ofan af þeim í sumar. Samband þeirra er vægast sagt dularfullt og hvorugur maðurinn vill segja hvar, hvenær eða hvernig þeir kynntust. Benedikt var mjög umhugað um að Hjalti Sigurjón væri í vinnu og að hann væri ekki einmana þegar hann sat inni á Kvíabryggju. Dóni ársins Íslenski leigusalinn sem bauð Hörpu Lind Pálmarsdóttur, ungri konu í örvæntingarfullri leit að húsnæði, lægra leiguverð gegn því að hann fengi að stunda með henni kynlíf, er dóni ársins. DV fjallaði um málið í haust en maðurinn var afhjúpaður með falinni myndavél blaðamanna DV. Var hann tilbúinn að lækka leiguna um 50 þúsund krónur gegn því að fá að stunda kynlíf með henni. Leigusalinn, sem er tæplega sextugur, kærði umfjöllun DV til siðanefndar Blaðamannafé- lags Íslands en nefndin úrskurðaði DV í vil. „Þessi unga kona var í sjónvarpi í kvöld að ræða um kyn- ferðislega áreitni við kon- ur í stjórnmálum. Með- fylgjandi mynd hefur hún notað sem ,,prófílmynd” á FB. Sjálfsagt finnst sum- um engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmál- um notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ „Steingrímur talaði um mikil- vægi þess að hér yrði tveggja flokka stjórn og virtist á honum að þetta væri allt þegar klappað og klárt milli VG og D. [...] Þau voru búin að ákveða þetta – fyrir löngu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.