Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 12
12 Áramótablað 29. desember 2017fréttir - innlendur fréttaannáll Janúar 4. janúar Vanhelgun Akureyrarkirkju Skemmdarverk voru unnin á Ak- ureyrarkirkju og þremur öðr- um kirkjum á Akureyri aðfara- nótt miðvikudagsins 4. janúar. Skemmdarverkin voru í formi klúryrða gagnvart kristinni trú sem spreyjuð voru á veggi og hurðir kirknanna. Hraðar hend- ur þurfti að hafa í Akureyrarkirkju þar sem útför átti að fara fram þennan dag. Spreybrúsi fannst við hurð kirkjunnar og var lög- regla kölluð á vettvang. Maður á þrítugsaldri var handtekinn degi seinna. Hann játaði og var sleppt í kjölfarið. 9. janúar Ferðamaður lést við Reynisfjöru Fjögurra manna þýsk fjölskylda sem var á ferðalagi um Ísland sogaðist út með briminu skammt austan við Reynisfjöru laust eftir klukkan 13 mánudaginn 9. janú- ar. Um var að ræða hjón með tvö börn og náði eiginmaðurinn og bæði börnin að koma sér á land án þess að verða meint af. Björg- unarsveitarmenn, skip og þyrla voru kölluð til en aðstæður til leit- ar voru mjög erfiðar vegna brims. Konan, sem var 47 ára, fannst um klukkutíma síðar og var hún úr- skurðuð látin skömmu eftir kom- una á sjúkrahús. 10. janúar Stjórnarsáttmáli undirritaður Alþingiskosningarn- ar 29. október 2016 skildu eftir sig flókna stöðu í stjórnmálunum og erfiðlega gekk að koma saman ríkisstjórn. Í þriðju tilraun náðu Sjálf- stæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð saman en flokk- arnir þrír mynduðu meirihluta með 32 þingmönnum, minnsta mögulega mun. Stjórnarsáttmál- inn var undirritaður í Gerðarsafni í Kópavogi. Allnokkrir innan bæði Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar höfðu þó lýst efasemd- um um samstarfið og hinn tæpa meirihluta. 15. janúar Leitað að Birnu Brjánsdóttur Eitt umfangsmesta fréttamál Ís- lands hófst þegar móðir hinnar tvítugu Birnu Brjánsdóttur til- kynnti lögreglu að hún væri týnd. Birna hafði verið úti að skemmta sér föstudagskvöldið 13. janúar og ekkert sést til hennar síðan um nóttina. Þegar hún mætti ekki til vinnu daginn eftir fór fjölskyld- an að hafa áhyggjur og hóf leit að henni. Lögreglan lýsti eftir upplýsingum um ferðir hennar á sunnudeg- inum 15. janúar. Degi seinna var óskað eft- ir upplýsingum um ferðir rauðrar Kia Rio- bifreiðar. 17. janúar Skór Birnu finnast Straumhvörf urðu í leitinni að Birnu Brjánsdóttur þegar tveir bræður og leitarmenn fundu Dr. Martens-skó, sem síðar var stað- fest að væru hennar, við Hafnar- fjarðarhöfn. Leit fór nú að beinast meira að hafnarsvæðinu. Síðar þennan sama dag kemur í ljós að skipverjar á grænlenska togar- anum Polar Nanoq, sem lá við höfnina en var þá farinn úr landi, hefðu haft umrædda Kia Rio-bif- reið á leigu. Þennan sama dag var hald lagt á bifreiðina í Kópavogi. 18. janúar Skipverjar handteknir Síðdegis þriðjudaginn 17. jan- úar var grænlenska togaranum Polar Nanoq snúið við en hann var þá kominn út úr íslenskri lög- sögu. Um hádegisbil 18. janúar flaug þyrla Landhelgisgæslunn- ar á móti skipinu með vopnaða sérsveitarlögreglumenn um borð. Lögreglumennirnir sigu í skipið og handtóku tvo skipverja, sem grunaðir voru að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Nálægt miðnætti kom skip- ið að höfn í Hafnarf- irði og voru mennirnir þá færðir til yfirheyrslu. Við leit í skipinu fundust mun- ir og lífsýni tengd Birnu en einnig umtalsvert magn af hassi. 22. janúar Lík Birnu finnst Rúmri viku eftir að Birna Brjáns- dóttir hvarf fannst lík hennar í fjöruborðinu við Selvogsvita í Ölf- usi. Á blaðamannafundi tilkynnti lögregla um líkfundinn og jafn- framt að yfirgnæfandi líkur væru á að henni hefði verið ráðinn bani. Seinna var öðrum skipverj- anum, Nikolaj Olsen, sleppt laus- um eftir gæsluvarðhald en hinn, Thomas Möller Olsen, var ákærð- ur fyrir morðið á Birnu. 28. janúar Fórst í snjóflóði á Esju Birgir Pétursson, 25 ára, fórst í snjóflóði í Esju síðdegis laugar- daginn 28. janúar. Birgir var á göngu ásamt tveimur öðrum mönnum þegar snjóflóðið féll á vel þekkt göngusvæði fjallsins. Hinir tveir komust upp úr flóðinu af sjálfsdáð- um og voru þeir fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Kalla þurfti til björgunarsveit til að finna Birgi. Um hundrað manns tóku þátt í leitinni ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og fannst hann látinn á níunda tímanum. Febrúar 1. febrúar Hlutabréf Icelandair hríðfalla Í kjölfar tilkynningar ársuppgjörs Icelandair Group hríðféllu hluta- bréf félagsins í Kauphöll Íslands, eða um 22,85%. Ástæðan fyrir slæmu uppgjöri var rakin til þess að bókanir á flugferðum voru hægari en gert var ráð fyrir. 2. febrúar Átta ára fangelsi fyrir manndrápstilraun og nauðgun Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í átta ára fangelsi fyr- ir tilraun til manndráps, frelsis- sviptingu, nauðgun og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn sam- býliskonu sinni og barnsmóður í Hafnarfirði í fyrrasumar. Var hann talinn hafa misþyrmt konunni í um tvær klukkustundir. 3. febrúar Birna borin til grafar Útför Birnu Brjánsdóttur fór fram í Hallgrímskirkju. Birna hvarf að morgni 15. janúar og fannst látin við Selvogsvita 22. janúar, eftir mikla leit lögreglu, björg- unarsveita, Landhelgisgæslu og almennings. Aðstandendur af- þökkuðu blóm og kransa og fóru þess á leit við fjölmiðla að taka ekki myndir af syrgjandi fólki. 6. febrúar Benedikt vill draga úr notkun reiðufjár Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, skipaði nefnd sem skoða átti aðstæður og leiðir þess hvernig minnka mætti notkun reiðufjár hér á landi, í við- leitninni til að berjast gegn svartri atvinnustarfsemi. Benedikt lagði til að fyrirtæki hættu að greiða laun í peningum og verðþak mætti setja á varning í smásölu, sem greiddur væri með reiðu- fé. Hugmyndir Benedikts hlutu mikla gagnrýni. 6. febrúar Birgitta laus úr Brasilíufangelsi Birgitta Gyða Bjarnadóttir var dæmd í fimm ára fangelsi í Bras- ilíu árið 2015 fyrir kókaínsmygl ásamt kærasta sínum, Hlyni Kristni Rúnarssyni. Hún var látin laus 6. febrúar eftir að hafa áfrýj- að dómnum, en hún lýsti aðstæð- unum í fangelsinu sem „skelfi- legum“. 7. febrúar Þórdís hélt fyrirlestur með nauðgara sínum Þórdís Elva Þorvalds- dóttir hélt áhrifamikinn TED-fyrirlestur, sem miðlað var á netinu, ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði Þór- dísi er hún var 16 ára. Tilefnið 2017: Ár ólgu, átaka, upprisu og samstöðu n Kosningar, ofbeldismál og upprisa gegn kynferðislegu ofbeldi standa upp úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.