Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Side 20
20 Áramótablað 29. desember 2017fréttir - innlendur fréttaannáll á göngu ásamt tveimur öðrum þegar hún hrapaði um fimmtíu metra. 12. júlí Heilabilaður maður skikkaður til að greiða tvöfalda leigu Mál hins 69 ára gamla Lýðs Æg- issonar komst í deigluna eftir að upplýst var að hann þyrfti að greiða leigu fyrir tvo staði á vegum Hjúkr- unarfélagsins EIR, samanlagt 574 þúsund krónur og mun meira en hann hafði efni á. Lýður, sem glím- ir við ýmis veikindi, gat ekki lengur búið í öryggisíbúð sinni og þurfti að flytja inn á hjúkrunarheimilið. Fjöl- skylda Lýðs og forsvarsmenn Eirar hafa deilt um málið í fjölmiðlum, hvenær leigu öryggisíbúðarinnar hafi verið sagt upp. 17. júlí Kona á Stokkseyri taldi að um íkveikju væri að ræða Íbúi á Stokkseyri, Andrea Kristín Unnarsdóttir, missti heimili sitt og barnið sem hún bar undir belti í mikl- um bruna á heimili sínu klukkan hálf sex um morgun- inn. Andrea sagði að maður hefði komið inn til sín og skvett eldfim- um vökva yfir hana og kveikt í. Hún komst af sjálfsdáðum út úr húsinu, velti sér í grasinu og náði að slökkva eldinn í sjálfri sér en húsið gereyðilagð- ist. Hlaut hún mikil brunasár og dvaldist á spítala eftir brunann. Lögregla sagði að um grafalvarlegt mál væri að ræða en varðist frétta um hvort málið væri rannsakað sem morðtilraun. 19. júlí Hælisleitandi fellur í Gullfoss 22 ára hælisleitandi frá Georgíu, Nika Begades, féll í Gullfoss um klukkan fimm síðdegis. Óljóst er hvað gerðist en málið var rann- sakað sem slys. Fólk á staðnum sá Nika milli fossa en svo hvarf hann sjónum. Björgunarsveitar- menn og þyrla voru kölluð á stað- inn sem komu á vettvang um sex leytið. Leitað var dagana á eftir en árangurslaust. Sporhundar röktu ferðir Nika frá bifreið að útsýnis- pallinum og svo niður undir ána. Um miðjan ágúst fannst lík hans neðan Brúarhlaða á austurbakka Hvítár. 21. júlí Nauðgaði tveimur stúlkum en komst fljótlega á Vernd DV greindi frá því að í desem- ber árið 2016 hafi átján ára piltur verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga tveimur fimmtán ára stúlkum á hrotta- legan hátt með aðeins viku milli- bili. Hálfu ári eftir uppkvaðningu dómsins var pilturinn kominn á áfangaheimilið Vernd og keyrði daglega um götur borgarinnar. Þolendur hans gátu því átt von á því að mæta honum hvar sem er aðeins tæpu ári eftir að brotin áttu sér stað. Samkvæmt lögum eru reglur um reynslulausn rýmri ef um ungt fólk er að ræða en þá aðeins í málum þar sem brot eru ekki talin alvarleg. 25. júlí Kynnisferðir í ölduróti Sumarið var stormasamt hjá rút- ufyrirtækinu Kynnisferðir/Reykja- vik Excursions. 25. júní birtist myndband af glæfraakstri öku- manns. Sléttum mánuði síðar greindi DV frá því að rúta félags- ins hefði verið notuð til að smygla áfengi og fleiru til landsins. Hinn 3. ágúst var á annan tug starfs- manna sagt upp. 6. ágúst greindi DV frá því að rútubílstjóri Kynn- isferða hafi verið handtekinn við Jökulsárlón undir áhrifum við akstur ferðamanna. Þann 7. sept- ember gáfu Kynnisferðir út til- kynningu um að Kristján Daníels- son, framkvæmdastjóri til sex ára, myndi láta af störfum. 31. júlí Stóra kjólamálið Björt Ólafsdóttir, um- hverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíð- ar, komst í hann krappan eft- ir að hafa orðið uppvís að því að brjóta reglur Al- þingis um mynda- tökur í þingsal. Björt var mynduð fyrir framan ræðupúltið í kjól frá tískuvöruframleiðand- anum Galvan London. Björt og Sóla Káradóttir, listrænn stjórn- andi framleiðandans, eru vinkon- ur. Mörgum, þar á meðal Smára McCarthy, þingmanni Pírata, fannst athæfið ekki auka virðingu Alþingis. Málið fór hátt og flest- ir höfðu skoðun á því. Bubbi Morthens sagði til dæmis að þetta væri „ekki ráðherra sæmandi“. Björt hló hins vegar að málinu. „Það gæti auðvitað endanlega far- ið með feðraveldið eins og það leggur sig.“ Ágúst 3. ágúst Fyrsti samkynhneigði presturinn á Íslandi Stefanía Guðlaug Steinsdótt- ir verður fyrsti samkynhneigði prestur þjóðkirkjunnar er hún hefur störf í Glerárprestakalli. „Já, mér skilst það. Ég hef ekki mætt neinum fordómum enda hefur afstaða almennings til samkynhneigðar tekið jákvæð- um breytingum á undanförnum árum og áratugum. Opinberlega telst ég vera fyrsti samkynhneigði prestur þjóðkirkjunnar og ég er þakklát kirkjunni fyrir að velja mig til þessarar ábyrgðarstöðu,“ sagði Stefanía við N4 á Akureyri. 5. ágúst Ólæti meðal unglinga á Flúðum Mikill erill var á fjölskylduhátíð- inni Flúðir um Versló um versl- unarmannahelgina, en slagsmál brutust út meðal stórs unglinga- hóps hvar margir voru und- ir áhrifum fíkniefna og vopnað- ir hnífum, sem er þó ekki talið að hafi verið beitt. Lögreglan kom á svæðið undir klukkan sjö að morgni, en gat lítið að- hafst vegna manneklu, þar sem gæslufólk er af skornum skammti þessa annasömu helgi. Töldu margir að gæslu- mál hefðu verið í lama- sessi. 8. ágúst Brynjar Níelsson neitar að upplýsa um meðmælendabréfin Brynjar Níelsson, formaður stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, segist vita hvaða tveir valinkunnu einstak- lingar mæltu með að Róbert Dow- ney hlyti uppreist æru. Róbert get- ur því samkvæmt lögum starfað sem lögmaður þó svo hann hafi verið dæmdur í þriggja ára fang- elsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum og misst þar af leiðandi lögmannsréttindi sín. Brynjar neit- aði að upplýsa um gögnin og segir þau trúnaðarmál. Fjölmiðlar hafa reynt að nálgast gögnin, en ávallt verið neitað af dómsmálaráðu- neytinu. Hefur sú ákvörðun ver- ið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 11. ágúst Magakveisufaraldur skáta á Úlfljótsvatni Á nokkrum dög- um veiktust hátt í sjötíu piltar sem dvöldu í Úti- lífsmið- stöð skáta á Úlfljóts- vatni, en talið er að um nóró- sýkingu hafi verið að ræða. Sýni voru greind og send til rannsókn- ar, en sumir þurftu að fá næringu í æð. Um 170 skátadrengir voru fluttir frá Úlfljótsvatni í fjölda- hjálparstöð í Hveragerði þar sem heilbrigðisstarfsfólk hlúði að þeim. 16. ágúst Ósætti beinist að Hjörleifi Myndinni af íslenska sjómannin- um sem prýtt hafði Sjávarútvegs- húsið við Skúlagötu í um tvö ár, var sárt saknað þegar kom í ljós að málað hafði verið yfir hana. Einn aðdáenda myndarinnar var Þórólfur Júlían Dagsson, sjómað- ur og Pírati, sem vandaði Hjör- leifi Guttormssyni, fyrrverandi ráðherra, ekki kveðjurnar, en Hjörleifur býr í hverfinu og hafði barist fyrir því að myndin yrði fjarlægð. „Hann ætti að skamm- ast sín. Þetta er honum ekki til framdráttar. Ég er nokkuð viss um að sjómenn fyrir austan eru ekki ánægðir með fyrrverandi ráð- herra. Sjómennskan er arfleifð okkar og við eigum að vera stolt af henni,“ sagði Þórólfur. 18. ágúst Vilja loka United Sil- icon vegna mengunar Samtök andstæðinga stóriðju í Helguvík sendu frá sér yfirlýsingu hvar þeir hvöttu til þess að verk- smiðju United Silicon í Helguvík verði lokað. Hluti íbúa Reykjaness er sagður hafa orðið fyrir veruleg- um óþægindum og vanlíðan vegna mengunar frá verksmiðjunni, sem gangi þvert á starfsleyfi hennar og sé ólíðandi með öllu. Er nefnt að astmaeinkenni, hæsi, sviði í aug- um og þurrkur í hálsi sé meðal þess sem plagi íbúa. Þá er skorað á yfir- völd að loka verksmiðjunni. 19. ágúst Og hvað á Samfylk- ingin að heita? Í kjölfar afhroðs Samfylkingarinn- ar í kosningunum 2016 kom upp sú umræða að hugsanlega þyrfti að endurnýja heiti flokksins. Rit- höfundurinn Guðmundur Andri Thorsson, nú þingmaður Samfylk- ingarinnar, stakk upp á nafnbótinni „Jafnaðarmannaflokkurinn“ í pistli sínum á Facebook. Honum varð ekki að ósk sinni. Enn þá. 21. ágúst Hoppukastali fullur af börnum fauk á hliðina Betur fór en á horfðist þegar hoppukastali, fullur af ánægðum börnum að leik, fauk um koll á bæjarhátíðinni Blómstrandi dög- um í Hveragerði. Mikil skelfing greip um sig og kallaður var til sjúkrabíll. Engin meiðsli hlutu- st þó af. Kastalinn var ekki festur niður á neinn hátt, líkt og gjarnan tíðkast. Starfsmaður Sprell.is, sem sér um hoppukastalann, sagði þó á vettvangi að of mörg börn hefðu safnast saman við enda kastalans. 21. ágúst Réttað yfir Thomasi Möller Olsen Vitnaleiðslur í einum stærstu réttarhöldum Íslandssögunn- ar hófust í Héraðsdómi Reykjaness. Réttað var yfir Thomasi Möller Olsen, skip- verja af grænlenska togaranum Polar Nanoq, fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar. Tugir báru vitni, bæði viðstaddir og er- lendis frá í gegnum síma. Athygli vakti að Thomas breytti fram- burði sínum töluvert frá skýrslu- tökunum og virtist beina sökinni að félaga sínum, Nikolaj Olsen. Fjölmiðlafólk fyllti salinn en var vísað út á meðan réttarmeina- fræðingur sýndi gögn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.