Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Page 22
22 Áramótablað 29. desember 2017fréttir - innlendur fréttaannáll September 4. september Svisslendingur í nálgunarbann gagn- vart 13 ára dreng Martin Gasser, jarðfræðingur frá Sviss og íbúi á Breiðdalsvík, var settur í nálgunarbann gegn 13 ára dreng. Var hann sakaður um að hafa lagt hendur á drenginn og hafa lagt hann í einelti í tvö ár. Faðir drengs- ins sagði að málið hefði byrjað eft- ir að drengurinn hafi skemmt staur í svokölluðum „plánetustíg“ sem Gasser vann að. Í samtali við DV sagðist Gasser hins vegar að dreng- urinn hefði margsinnis áreitt fjöl- skyldu sína og hann hafi þurft að verjast. 7. september Sprenging í Skipholti Á ellefta tímanum varð mikil sprenging í bílskúr við Skipholt 45 og í kjölfarið varð mikill eldsvoði. Allt tiltækt slökkvilið var sent á stað- inn sem réð niðurlögum eldsins nokkuð fljótt. Bílskúrinn var inn- réttaður sem heimili og slasað- ist íbúi skúrsins við sprenginguna. Upphaflega var greint frá því að lögreglan leitaði tveggja annarra manna sem kynnu að hafa meiðst í slysinu en það var síðan borið til baka. Ekki var vitað hvað olli slys- inu. 9. september Mótmæli vegna Mary og Haniye Fjölmenn mótmæli voru á Aust- urvelli vegna brottvísun- ar tveggja ungra stúlkna, Mary Iserien frá Kenýa og Haniye Maleki frá Afganistan. Um 15 þúsund manns skrif- uðu undir áskorun til stjórn- valda um að snúa ákvörðuninni við hjá Útlendingastofnun. Lagt var fram frumvarp um að stúlk- urnar fengju ríkisborgararétt og var það samþykkt á lokadögum þingsins. 14. september Ungir sjálfstæðismenn kúkuðu í ruslatunnu Sambandsþing ungra sjálfstæðis- manna, SUS, fór fram á Eskifirði. Þingið komst í fréttir fyrir hat- ramma og útsmogna baráttu for- mannsefnanna, Ingvars Smára Birgissonar og Ísaks Einars Rúnars- sonar. Smalað var á þingið og ölv- un talsverð á svæðinu. Eskfirðingar voru ekki hrifnir af umgengni ung- liðanna. Einn sagði: „Dæmi eru um að kúkað hafi verið í ruslatunnu, tómatsósu og sinnepi sprautað á hús í bænum og einhverjir tóku upp á því að fleyta kerlingar með leirtauinu af barnum.“ 14. september Sigríður upplýsti Bjarna Sigríður Andersen dómsmálaráð- herra sagði í kvöldfréttum Stöðv- ar 2 að hún hefði upplýst Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í lok júlí um að faðir hans, Bene- dikt Sveinsson, hefði veitt níð- ingnum Hjalta Sigurjóni Hauks- syni meðmæli um uppreista æru á síðasta ári. Sagðist hún hafa fengið þessar upplýsingar frá embættismönnum í ráðuneytinu og talið rétt að láta Bjarna vita strax í ljósi aðstæðna. 15. september Stjórnin fallin Ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks, Viðreisnar og Bjartr- ar framtíðar var slitið laust eftir miðnætti aðfaranótt 15. september. Aðdrag- andi stjórnarslitanna var mál níðingsins Hjalta Sigur- jóns Haukssonar sem Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Bene- diktssonar, skrifaði umsögn um uppreista æru fyrir. Stjórn Bjartr- ar framtíðar taldi að um trúnað- arbrest hafi verið að ræða þegar samstarfsflokkum Sjálfstæð- isflokksins hafi ekki verið til- kynnt strax um að Benedikt hefði skrifað undir. Ríkisstjórninni var slitið eftir rafræna kosningu stjórnarmanna. 18. september Kjördagur ákveðinn Guðni Th. Jóhannesson, for- seti Íslands, féllst á tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að þing yrði rofið og gengið til alþingiskosninga 28. október, aðeins um ári eftir síðustu kosn- ingar. Enginn grundvöllur var til að mynda nýja ríkisstjórn með þeim þingheimi sem sat og settu engir sig upp á móti nýjum kosn- ingum. Starfsstjórn ráðherra frá- farandi ríkisstjórnar sat fram að kosningum. 21. september Lettnesk kona myrt á Hagamel Sanita Brauna, 44 ára þriggja barna móðir, var myrt á hrottafenginn hátt á heimili sínu á Hagamel. Sanita sem var frá Lettlandi hafði búið hér á landi í tvö ár. Khaled Cairo, meintur ger- andi og hælisleitandi frá Jemen, var handtekinn á staðnum ásamt íslenskum manni sem var fljót- lega sleppt. Khaled mun hafa átt í samskiptum við Sanitu á netinu og orðið ósáttur þegar hún sýndi honum ekki áhuga. Barði hann hana ítrekað með glerflöskum og slökkvitæki og herti að hálsi hennar. Var hann ákærður fyrir verknaðinn 18. desember. 24. september Sigmundur Davíð hættir í Framsóknar- flokknum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrr- verandi forsætisráð- herra og formaður Framsóknarflokks- ins, sagði sig úr flokknum eftir það sem hann kallaði að- för flokkseigendafélagsins. Eftir að Sigmundur tapaði naum- lega í formannsslag fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni hafði staða hans verið mjög óljós í langan tíma. Í aðdraganda kosninganna vildi Þórunn Egilsdóttir fella hann af stóli oddvita Norðausturkjör- dæmis og þá lét hann til skarar skríða. Fleiri sögðu sig úr Fram- sóknarflokknum, þar á meðal Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrver- andi utanríkisráðherra, og stofn- uðu Miðflokkinn. 28. september Logi með verð- mætasta typpið Logi Már Einarsson brást keikur við því að teiknað- ar nektarmynd- ir af honum væru í dreifingu á netinu. Myndirn- ar eru frá mennta- skólaárum Loga þegar hann vann sér inn vasapening hjá föður sínum sem var myndlistarkennari. Dagskrár- gerðarfólk á Útvarpi Sögu vildi hæða Loga fyrir þetta en hann sagðist feginn að þær væru frá þeim tíma þegar hann var 18 ára. Mögulega væru þetta teikningar eftir þekkta listamenn. Sagði hann: „Það er því mögulegt að ég sé með verðmætasta typpið á Al- þingi.“ 29. september Thomas Olsen í 19 ára fangelsi Thomas Möller Olsen var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til 19 ára fangelsisvistar fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefna- brot. Um 20 kíló af hassi fund- ust um borð í Polar Nanoq sem hann játaði að hafa í vörslu sinni. Kol- brún Benediktsdóttir, saksóknari í málinu, hafði farið fram á 18 ára dóm og var hann því þyngri en búist var við. Dómarar tóku það til greina að hann hafi reynt að koma sök á félaga sinn í vitnaleiðslum. Málið verður vænt- anlega eitt af þeim allra fyrstu sem koma fyrir nýstofnaðan Landsrétt. Október 3. október Sigmundur segist ætla í mál við fjölmiðla Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist ætla að höfða mál gegn þrem- ur fjölmiðlum vegna umfjöllunar þeirra á fjármálum hans og eig- inkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, í tengslum við Wintr- is-málið svokallaða. Kom hann með þessa yfirlýsingu eftir að úrskurður yfirskattanefnd- ar lá fyrir um hans mál. Í grein Sigmund- ar, sem bar yfirskrift- ina „Málalok“, segist hann fagna úrskurðin- um sem staðfesti það sem hann hafi áður sagt um greiðslu skatta. Ekki gaf hann upp hvaða fjöl- miðla hann myndi lögsækja en vildu margir meina að Sigmund- ur beindi spjótum sínum gegn Kjarnanum og Stundinni. 3. október Hestur Miðflokksins vekur athygli Merki hins nýstofnaða Mið- flokks var kynnt og mátti þar sjá hvítt, prjónandi hross með norð- urljósin í bakgrunni. Óhætt er að segja að ekkert annað merki stjórnmálaflokks hafi fengið við- líkt umtal og um fátt annað var rætt næstu daga. Sumir hentu gaman að merkinu á meðan aðr- ir voru hrifnir. Reynt var að ráða í merkingu þess og rætt var um hvort það væri stolið. Sumir vildu meina að hrossið sjálft væri alls ekki íslenskt heldur arabískt. 4. október Vinstri grænir í hæstu hæðum Skoðanakannanir fyrir þingkosn- ingarnar í október voru flestar allar á einn veg. Samkvæmt þeim myndu Vinstri grænir verða óum- deildir sigurvegarar kosning- anna og næstum tvöfalda þing- styrk sinn. Í könnun 4. október
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.