Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Page 26
26 Áramótablað 29. desember 2017fréttir - innlendur fréttaannáll 25. nóvember Björt formaður Bjartr- ar framtíðar Björt Ólafsdóttir var kjörin for- maður Bjartrar framtíðar, en hún tók við embættinu af Óttari Proppé. Björt framtíð beið afhroð í kosningunum í haust og náði ekki manni á þing. 28. nóvember Gylfi Ægisson heimilislaus DV greindi frá því að tónlistarmað- urinn Gylfi Ægis- son væri heimilis- laus og byggi í húsbíl í Laugardalnum. Þegar DV ræddi við hann hafði hann gist þar í tvær nætur. „Ég er hérna í Moby-Dick bílnum mínum og í nótt, ég ligg hérna við glugga, þá var koddinn hálf frosinn. Það lá við að ég þyrfti að rífa hann af hárinu,“ sagði Gylfi. Desember 3. desember Fyrrverandi borgar- stjóri greinir frá hót- unum um nauðganir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þing- maður Samfylkingarinnar, kom fram í þættinum Silfrinu á RÚV og lýsti því hvernig henni hafði verið hótað kynferðislegu ofbeldi vegna starfa hennar sem stjórn- málamanns. Steinunn Valdís þáði milljóna styrki frá fyrirtækjum í aðdraganda prófkjörs og var mót- mælt fyrir framan heimili hennar vegna þessa árið 2010. Steinunn sagði af sér þingmennsku vegna mótmælanna. Farið var að heim- ilum fleiri stjórnmálamanna, til dæmis Guðlaugs Þórs Þórðarson- ar, Bjarna Benediktssonar og Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur. 3. desember Manndráp á Austurvelli Tvítugur Albani, Klev- is Sula, var stunginn á Austurvelli ásamt félaga sínum. Sula fékk mörg stungu- sár, þar á meðal í hjartastað, og lést hann 8. desember. Dagur Hoe Sigurjóns- son, 24 ára, var grunað- ur um verknaðinn en hann flúði af vettvangi. Var hann hand- tekinn á heimili ömmu sinnar og afa í Garðabæ skömmu síðar undir áhrifum vímuefna. Dag- ur hafði orðið fyrir alvarlegri lík- amsárás af hópi albanskra manna nokkrum vikum áður. 6. desember Fordæmalausar vin- sældir nýrrar stjórnar Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks mældist með 78 prósenta stuðning í könnun Fréttablaðsins. Vakti þetta sérstaka athygli í ljósi þess að samanlagt fylgi flokk- anna mældist aðeins rúmlega 60 prósent. Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna og einn heitasti stuðn- ingsmaður stjórnarinnar, sagði í samtali við Eyjuna að ástæðan fyrir þessum miklu vinsældum væri vandvirkni í gerð stjórnar- sáttmálans og samráð við hags- munaaðila. 8. desember Hallbjörn slapp við fang- elsi en barnabarnið ekki Kántríkóngurinn Hallbjörn Hjart- arson hlaut þriggja ára fangels- isdóm árið 2015 fyrir að misnota að minnsta kosti tvo drengi, þar á meðal hans eigið barnabarn. Misnotkunin stóð yfir í nokkur ár og þegar minningarnar hvolfd- ust yfir drenginn á fullorðinsárum beitti hann afa sinn ofbeldi ásamt öðru fórnarlambi eitt örlagaríkt kvöld. DV greindi frá því að Hall- björn, sem er 82 ára gamall, hafi aldrei setið inni fyrir glæpi sína. Ástæðan var sögð sú að ekki væri hægt að ætlast til þess að fanga- verðir sinntu aðhlynningu gam- almenna og fór afplánunin því fram á hjúkrunarheimili. Þeir sem beittu Hallbjörn ofbeldi fengu hins vegar 18 mánaða dóm og sátu hluta af honum inni. 17. desember Verkfall flugvirkja Klukkan sex um morguninn skall á verkfall flugvirkja hjá Icelanda- ir eftir árangurslausar samninga- umleitanir fram á rauða nótt með ríkissáttasemjara. Hafði þetta strax áhrif og var flugi félagsins annaðhvort seinkað eða fellt nið- ur. Verkfallið stóð yfir í tæpa tvo sólarhringa en skrifað var undir samninga klukkan fjögur aðfara- nótt 19. desember og var því þá frestað í fjórar vikur. Samanlagt hafði verkfallið áhrif á um 20 þús- und flugfarþega. 18. desember Fimm handteknir í umsvifamiklu fíkniefnamáli Lögreglan tilkynnti á blaða- mannafundi að fimm menn hefðu verið handteknir hér á Íslandi í tengsl- um við umsvifamik- ið fíkniefnamál sem teygði anga sína til Póllands og Hollands. Meðal þeirra sem sátu fyrir svörum voru Kamil Bracha, rannsóknarlögreglu- stjóri Póllands, og Zoltan Nagy, fulltrúi Europol. Rann- sóknin sneri að innflutningi am- fetamíns og MDMA sem var ætl- að til sölu hérlendis. Einnig sneri málið að fjársvikum og peninga- þvætti. Gerðar voru húsleitir í verslunum Euro Market og lagt hald á eignir. Allir þeir sem hand- teknir voru eru Pólverjar búsettir hér á landi. 19. desember Biskup fær mikla launahækkun Kjararáð birti úrskurð sinn um kjör biskups Íslands og voru laun- in hækkuð um 21 prósent, upp í rúmlega eina og hálfa millj- ón króna. Ákveðið var að hækk- unin yrði afturvirk frá 1. janúar síðastliðnum og fær Agnes Sig- urðardóttir því 3,3 milljóna króna eingreiðslu frá ríkinu. Sjálf sendi Agnes kjararáði bréf haustið 2015 þar sem hún bað um að kjör bisk- ups yrðu endurmetin. Eftir að úrskurðurinn lá fyrir sagðist hún ekki tjá sig efnislega um hann. Búist er við því að laun presta og prófasta muni hækka umtalsvert í kjölfarið. 19. desember Atli Rafn rekinn úr Borgarleikhúsinu Leikaranum Atla Raf- ni Sigurðarsyni var sagt upp störfum hjá Borg- arleikhúsinu aðeins viku fyrir frumsýn- ingu verksins Medea, að sögn vegna ásakana um kynferðislega áreitni í kjölfar #metoo byltingar- innar. Atli Rafn gaf út yfir- lýsingu þar sem hann harmaði að nafnlausar ábendingar hafi valdið brottrekstrinum og að honum hefði ekki verið tjáð hvers eðlis þær væru. Kristín Eysteins- dóttir leikhússtjóri sagði hins vegar að brottreksturinn kæmi vegna beinna tilkynninga annars starfsfólks. 21. desember Tveir Stefánar stíga til hliðar Stefán Hallur Stefánsson leikari steig til hliðar úr starfi sínu sem stundakennari við Listaháskóla Íslands vegna ásakana um kyn- ferðislega áreitni í tengslum við #metoo. Sama dag var tilkynnt að Stefán Jónsson, fagstjóri sviðs- listadeildar, myndi stíga til hliðar úr vissum verkefnum og láta af störfum næsta sumar. Kom það eftir að Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona lýsti því hvernig Stefán talaði til sín og vildi að hún sýndi hold í leiksýningum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.