Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 36
36 umræða DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Áramótablað 29. desember 2017 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur fréttaskot 512 7070 Spurning vikunnar Áramótaheit til góðs Á áramótum líta margir um öxl, kryfja liðið ár, íhuga hvað þeir hefðu getað gert betur og strengja síðan ára- mótaheit. Þetta er góður siður einstaklinga sem vilja sýna þroska- merki og gera betur á nýju ári en gert var á því gamla. Við skulum vona að ráðamenn þjóðarinnar séu í þessum fjölmenna hópi. Þeir hafa völd og áhrif og bera jafn- framt mikla ábyrgð og hefðu ræki- lega gott af að fara í vandlega sjálf- skoðun um áramót. Þannig ætti hin splunkunýja ríkisstjórn lands- ins að strengja þess heit að vanda sig og ganga ekki erinda valda- mikilla sérhagsmunahópa heldur huga að hagsmunum almennings. Hver og einn ráðherra ætti síðan að heita sjálfum sér því að haga verkum sínum á þann hátt að ekki verði hægt að saka hann um að hafa gengið fram af offorsi og þverbrotið reglur. Sem dæmi má nefna að það geta ekki talist með- mæli með ráðherra að hafa á fer- ilskránni að hafa verið stefnt fyrir dóm fyrir augljós embættisafglöp og sitja svo uppi með það að hafa tapað málinu. Ráðherrar þurfa að muna að þeir geta ekki hagað sér eins og einræðisherrar, þótt þá langi óskaplega mikið til þess. Hafi þeir þetta í huga verður samfélag okkar betra. Fleiri ættu að íhuga gjörðir sín- ar. Þar á meðal þeir einstaklingar sem vita upp á sig skömmina í sambandi við kynferðisafbrot og áreiti. Kannski sjá þeir sjálfir ekk- ert athugavert við gjörðir sínar en umræða síðustu mánaða ætti þó að hafa leitt til þess að þeir vita að umhverfið er ekki á sama máli. Það eru meðmæli með sam- félagi þegar fólk rís upp og lýs- ir því yfir að kynferðislegt áreiti verði ekki þolað. Um áramót ættu þeir sem hafa gerst sekir um slíkt áreiti að heita sjálfum sér því að koma framvegis fram af kurteisi og tillitssemi við aðra. Iðrun sakar heldur aldrei. Nettröllin alræmdu ættu síð- an að leggjast í sjálfskoðun um áramót og spyrja sig þeirrar sjálf- sögðu spurningar hvort þau myndu virkilega vilja fá yfir sig þann óhroða sem þau skrifa um aðra á netinu. Svarið er alveg ör- ugglega nei. Þetta sama fólk ætti að spyrja sig að því hvaðan hún er sprottin, þessi óskaplega reiði sem virðist búa innra með því, og hvort það geti ekki á einhvern hátt sefað hana. Það tekur á að vakna í reiði, lifa í reiði allan daginn og sofna í reiði. Hvar er gleðin, kátín- an og kurteisin? Nettröllin ættu að skipta um ham og heita því að láta af hinum ljóta munnsöfnuði sín- um og gera samfélag okkar þannig betra. n Gleðilegt nýtt ár, kæru landsmenn! Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Ráðherrar þurfa að muna að þeir geta ekki hagað sér eins og einræðisherrar, þótt þá langi óskaplega mikið til þess. Strengir þú áramótaheit? „Nei, ég er nú löngu hættur því.“ Jón Kristjánsson „Nei. Ég hef reynt það.“ Atli Freyr Egilsson „Já, að vera hamingjusamari.“ Þórunn Berg „Reyni það. Að standa við öll markmiðin.“ Kristín Tómasdóttir Skotleyfi á biskup? Jólin voru eflaust súrsæt hjá Agnesi M. Sigurðardóttur, bisk- upi Íslands. Fyrst bárust henni þau gleðitíðindi frá kjararáði að hún fengi ríflega launahækkun og 3,3 milljón- ir í eingreiðslu. Þegar greint var frá þessu opinberlega kárnaði gamanið og almenningur setti hávært spurningarmerki við ákvörðun kjararáðs. Séra Agn- es sendi frá sér yfirlýsingu um að hún vildi ekki ræða mál- ið frekar en þegar fréttamað- ur Stöðvar 2 mætti í hálftóma dómkirkju á Jóladag sagði Agnes að það væri biskupinn en ekki Agnes sem hafi feng- ið launahækkun. Einnig kaus hún að svara ekki hvort pen- ingarnir sem biskupinn fékk rynnu til góðgerðarmála eða ekki. Þau orð urðu ekki til að slökkva neina elda. Athygli vek- ur að enginn prestur eða leik- maður innan kirkjunnar hef- ur stigið fram biskupi og/eða Agnesi til varnar, því er von að spurt sé hvort gefið hafi verið út skotleyfi á biskupinn? Ekkert of stórt má gerast Landspítalinn var settur á gult viðbragðsstig í kjölfar hörmu- legs rútuslyss skammt frá Kirkjubæjarklaustri á mið- vikudag, Blóðbankinn aug- lýsti sömuleiðis sérstaklega eftir einstaklingum í O-blóð- flokki. Eins hræðilegt og þessi atburður er þá afhjúpar hann bæði styrk- og veikleika í heil- brigðiskerfinu. Styrkurinn felst í mannauðnum sem mætir í útkall og í vinnu á frívakt til að sinna slösuðum. Veikleikinn felst hins vegar í því að eitt stórt slys veldur því að þeir sem eru ekki í bráðri þörf þurfa að bíða eftir þjónustu og spítalinn þarf sérstaklega að hvetja almenn- ing til að nota heilsugæslu- stöðvar og Læknavaktina á Smáratogi til að hlífa spítalan- um. Við getum rétt svo ímynd- að okkur stöðuna ef slysin yrðu tvö á sama deginum. Ekkert of stórt má gerast á Íslandi, blá- kalda staðreyndin er sú að við myndum ekki ráða við það. F lugeldasala á ekki bara að vera í höndum björg- unarsveitanna. Þetta er bara vara eins og hver önnur vara. Segjum sem svo að einhverjum dytti í hug að einoka þetta við björgunar- sveitir, eða við Félag hjúkr- unarfræðinga eða guð má vita hvað, þá verðum við náttúrlega að byrja á að fara með EES- samninginn niður á Austur- völl og brenna hann. Almenn samkeppni er ein af grunn- samþykktum Evrópusam- bandsins, ég skal viðurkenna það er margt annað í þessum blessaða Evrópusamningi sem fer mikið í taugarnar á mér. Það er ekki hægt að segja að verslun sé opin og jöfn og hins vegar ætla að fá einhverja til að ein- oka eitthvað. Það er ekki hægt að setja einokun á flugelda eins og það er ekki hægt að setja einokun á að selja broskalla eða eitthvað annað. Sovétleiðin gekk ekkert rosalega vel. Ég hvet annars fólk til að styrkja björgunarsveitirnar, það getur keypt flugelda af mér á því verði sem ég sel þá á og gefið þeim mismuninn. F lugeldasalan er okkar stærsta og mikilvægasta fjáröflun. Þetta er meira en helmingur af öllum okkar tekjum, að minnsta kosti í okkar sveit. Þetta er enn mik- ilvægara fyrir sveitir á lands- byggðinni þar sem flugelda- salan getur verið allt að 90% af tekjunum. Við treystum á fram- lög allrar þjóðarinnar til að styðja okkur. Fjármunirnir sem við fáum fara að hluta í tækja- kaup og viðhald á útbúnaði, þjálfun björgunarsveitarfólks er mjög dýr. Við erum með mjög sérhæfða þjálfun fyrir ný- liða og svo eins alls konar sér- hæfð námskeið, því við viljum hafa mjög vel þjálfað fólk. Við viljum auðvitað ekki koma í veg fyrir heilbrigða samkeppni á flugelda- markaði, en við hvetjum fólk til að koma til okkar og styðja við okkur, láta það fé sem fer í flugeldakaup renna til góðs málefnis. Við erum með langstærsta úrvalið af öllum flugeldasölum og það eiga allir að geta fundið eitthvað hjá okkur. MEð og á MóTi - Flugeldar hjÁ björgunarsveitunum Ylfa Garpsdóttir hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík Einar Ólafsson hjá Alvöru flugeldum MEð á MóTi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.