Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Side 42
42 Áramótablað 29. desember 2017Völvuspáin 2017 Eldgos og jarðskjálftar Völvan segir að náttúruöflin muni minna rækilega á sig á ár- inu. Eldgos verður á Suðurlandi sem valda mun nokkru eigna- tjóni. Þessi eldsumbrot tengjast Kötlueldstöðinni og vatn mun flæða frá Mýrdalsjökli. Umbrotin verða þó á óvæntum stað og flóðin verða ekki eins og vísindamenn hafa gert sér í hugarlund. Byggð í sveit- um er þó í mik- illi hættu og víst er að einhverjir þurfa að flýja heimili sín fyrirvaralaust. Flug- umferð mun leggjast af um tíma og íslenska og erlenda pressan fylgjast vel með. Björgunarsveitir landsins standa vaktina svo eftir verður tekið. Öræfajökull heldur áfram að byggja sig upp fyrir næsta gos, þótt ekki sé líklegt að það verði alveg á næstunni. Kröftugur jarðskjálfti verður í grennd við Tröllaskaga og vekur ótta á Akur- eyri og nágrenni. Eignatjón verður þó ekki mik- ið. Völvan segir að nokkuð verði um jarðhræringar á næstu árum en ít- rekar að fólk verði að halda ró sinni. Farsælt fyrsta ár Völvan segir að ný ríkisstjórn muni ekki sitja út kjörtímabilið. Fyrsta árið verði þó fremur far- sælt. Samstarf leiðtoga stjórnar- flokkanna mun ganga vel, þeir virka samstíga og styðja hver annan, segir hún. Það mun þó valda nokkurri óánægju innan Framsóknar og Vinstri grænna hversu fast Bjarni Benediktsson mun halda í budduna í ýms- um málaflokkum sem þessir tveir flokkar vilja eyða ómæld- um peningum í. Bjarni mun standa fastur fyrir þótt einhver útgjaldaaukning verði. Vegna þessa mun núningur meðal þingmanna ríkis- stjórnarinnar valda meiri erfiðleikum en ella hefði ver- ið. Óeining muni síðan blossa upp 2019, samstarfið muni laskast mjög og stjórnar- slit verði ekki umflúin. Völvan ítrekar um leið að á árinu 2018 muni samt ekkert benda til annars en að sam- starfið muni halda út kjörtímabilið, en síðan muni heldur betur halla undan fæti. „Þetta mun enda með ósköpum,“ segir hún. Velsæld í efnahagslífinu Völvan segir að áframhaldandi velsæld verði í efnahagslífi þjóðarinnar. Þar verður ekkert bakslag næstu árin þótt verð- bólga aukist eitthvað vegna of mikillar þenslu í ríkisútgjöldum. Það er ekki fyrr en 2027 sem hún sér kreppuástand. Það verður þó ekki jafn slæmt og á hrunárun- um. Þjóðin þarf sem sagt engu að kvíða á næstunni. Góðær- ið mun þó leiða til þess að bilið á milli þeirra ríkustu og þeirra sem minnst eiga verður æ meira áberandi. Þegar líður á árið kemur í ljós að Katrín Jakobsdóttir mætti vera röskari við verkstjórn sem hún sinnir ekki nægilega. Erfiðar vinnudeilur Árið mun einkennast af titringi og erfiðum vinnudeilum. Rík- ið verður gagnrýnt harkalega fyrir að koma ekki inn í kjara- deilurnar sem slíkar með sér- tæk útspil. Það kemur til vinnu- deilna og verkfalla en flest mál munu leysast þannig að vinnuveitendur og viðsemj- endur munu telja sig hafa náð eins viðunandi niðurstöðu og hægt er. Þetta mun hins vegar ekki vera skoðun launamanna og í einhverjum tilvikum verða Sannspá spákona Á síðasta ári reyndist völvan afar sannspá og hér skulu nokkur atriði nefnd af mörgum. Hún sá myndun þriggja flokka ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem myndi eiga í erfiðleikum. Hún sá ljóshærðar konur taka við varaformennsku í Sjálfstæð- isflokki og Viðreisn og það rættist þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tóku við þeim embættum. Hún sá Pál Val Björnsson yfirgefa Bjarta framtíð og að Heiða B. Hilmisdóttir yrði varaformaður Samfylkingarinn- ar. Hún sagði Dag B. Eggertsson ná vopnum sínum þegar liði á árið. Einnig sagði hún að tilkoma Costco myndi verða mikil blóðtaka fyrir íslenska heildsala. Hún sá menningarsinnaða konu með viðskiptavit verða forstjóra Hörpu en Svanhildur Konráðsdóttir var ráðin í það starf. Til marks um það hversu nákvæm völvan getur verið í spádómum sínum skal að lokum nefna að hún sá Bubba Morthens senda frá sér ljóðabók og sagði: „Bókin mun fjalla um verbúðarlíf og vera mjög persónuleg.“ Blaðamaður heldur á fund spákonunnar sem reyndist svo sannspá á síðasta ári. Hún býr í litlu grænmáluðu húsi rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Hún kemur til dyra og heilsar hlýlega og býður blaðamanni til stofu. Sem fyrr er kristalskúlan góða á stofuborðinu. Það er vistlegt og jólalegt hjá völvunni sem segir blaðamanni að hún sé mikið jólabarn og hafi alltaf verið. Hún býr ein en eiginmaður hennar lést fyrir einhverjum árum. Aðspurð segist hún halda jólin hátíðleg á heimili sonar síns og tengdadóttur í Kópavogi. Blaðamaður fær sér sæti í IKEA-sófanum og völvan sest andspænis honum. Eins og á síðasta ári vekja augu völvunnar sérstaka athygli blaðamanns, þau eru ekki bara góðleg, það er hreinlega eins og þau sjái í gegnum holt og hæðir. Eldgos, hneykslismál og skelfingu lostin heimsbyggð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.