Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 43
Áramótablað 29. desember 2017 43Völvuspáin 2017 kjarasamningar, sem samn- inganefndir verkalýðsfélaganna hafa náð, felldir í almennri at- kvæðagreiðslu. Forsetinn vekur reiði Vinstri grænna Það mun verða áframhald á því að flóttafólki og barnafjölskyld- um verði vísað úr landi sem mun valda Vinstri grænum talsverð- um erfiðleikum í umræðunni þar sem stjórnarandstöðuflokk- arnir, og þá sérstaklega Sam- fylking og Viðreisn, munu beina spjótum að Vinstri grænum og flokkurinn getur illa varið sig. Þetta mun ekki breyta stuðn- ingi við Vinstri græna með- al þjóðarinnar en reynast þeim erfitt innan flokks. Forseti Ís- lands, Guðni Th. Jóhannesson, blandar sér í málið og talar með þeim hætti að hluti stjórnarand- stöðunnar mun verða ánægður með hann en ríkisstjórnarflokk- arnir allir verða hinir æfustu og segja að þarna hafi hann farið út fyrir verksvið sitt. Það mun koma mörgum í opna skjöldu hversu Vinstri græn bregðast illa við orðum forsetans miðað við ímynd flokksins i þeim mál- um en þarna munu hagsmunir Vinstri grænna sem ríkisstjórn- arflokks hafa meira vægi en margur kynni að ætla fyrirfram. Það verður enn frekari aukn- ing á erlendu vinnuafli til dæmis vegna samgönguframkvæmda. Þar munu líka sjást mikil merki um félagsleg undirboð og illa meðferð á því erlenda fólki sem hingað kemur. Ríkisstjórnin mun liggja undir gagnrýni fyrir það, einkum og sér í lagi Vinstri græn. Stórbruni í starfsmannaleigu Stórbruni verður í ólöglegu húsi starfsmannaleigu og íbúar kom- ast út við illan leik. Eigendurn- ir eru dregnir fyrir dómstóla. Hneykslið snýr þó fyrst og fremst að eftirlitsaðilum, heilbrigðis- eftirlitinu og brunaeftirlitinu, sem hafa látið slíkt fyrirkomulag óátalið vegna húsnæðisskorts. Tekið verður á vandamálinu. Stjórnmálamenn í eldlínunni Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mun verða verulega í eldlínunni og sæta mikilli gagnrýni landsbyggðar- manna, einkum Vestfirðinga og Austfirðinga, vegna mjög hertra krafna í sjávarfiskeldi, auk þess sem hann mun beita sér gegn vegagerð á ákveðnum svæðum. Þetta mun skapa honum veru- legar óvinsældir úti á landi en að sama skapi mun hann eignast ákafa stuðningsmenn í hópi vinstri sinnaðra menntamanna á höfuðborgarsvæðinu. Völvan sér mikla óánægju í garð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra frá af- mörkuðum hópi innan heil- brigðisgeirans vegna máls sem hópurinn telur ganga gegn hags- munum sjúklinga. Mikil ánægja verður þó með framgöngu Svan- dísar í málinu hjá þorra þjóðar- innar. Gagnrýnendur ráðherrans munu fara offari og ein tiltekin ummæli eins gagnrýnanda í fjöl- miðli munu gjaldfella orðræðu þeirra til frambúðar og verða vatn á myllu Svandísar. Svan- dís mun hins vegar ekki verða vinsæl í öllum málum og verður sökuð um að bregðast hægt við bráðavanda. Tekið verður eftir framtaks- leysi og litlum gangi mála í fé- lagsmálaráðuneytinu. Mennta- málaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mun liggja undir verulegri gagnrýni innan kennarastétt- arinnar og mun eiga erfitt með að svara henni. Hún mun hins vegar njóta mikillar velvildar listamanna, sérlega rithöfunda og bókaútgefenda, sem þakka henni að virðisaukaskattur af bókum er loks felldur niður þegar líða tekur á árið. Sauðfjárbændur munu verða mjög óánægðir með framgöngu þessarar stjórnar sem mun að þeirra mati alls ekki gera nóg til að styðja við bændur í mikl- um kröggum. Finnst þeim þeir illa sviknir hafandi fengið stjórn flokka sem hafa í sögulegu sam- hengi verið hvað vinveittastir bændastéttinni. Framhjá- haldshneyksli Framhjáhaldsmál stjórnmála- manns kemst í fréttir og vekur þjóðarathygli. Erlend pressa mun einnig fjalla um málið. Þetta fram- hjáhaldsmál hef- ur tímabundin áhrif á verri veg á samskipti leiðtoga stjórnarflokkanna, enda málið hið óþægi- legasta. Ekki líður þó á löngu áður en samheldnin verður aftur við völd í þeim sam- skiptum. Facebook mun loga sem aldrei fyrr og mörg ljót orð munu falla. Eftir að maki við- komandi stjórnmálamanns stíg- ur fram í einlægu viðtali mun umræðan róast. „Ótrúlegt hvað fólk getur orðið æst vegna einka- mála náungans,“ segir völvan og hristir höfuðið. Hún segir að annað mál, ótengt þessu muni einnig vekja athygli en þar er um að ræða skilnað leiðtoga stjórn- málaflokks, sem mun koma þó nokkuð mikið á óvart. Brottfall hjá VG Seint á árinu munu tveir þing- menn, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, yfirgefa VG og verða óháðir þingmenn. Brotthvarfið mun ekki tengjast sérstaklega neinu því sem upp á kemur á þeim tíma held- ur telja þingmennirnir sér orðið óvært innan VG vegna persónu- legrar óvildar í þeirra garð. Steingrímur J. Sigfússon mun koma mönnum á óvart með því að reynast mannasættir hinn mesti sem forseti þingsins og mun hafa alveg sérstakt lag á að róa órólega þingmenn Pírata. Nýr varaformaður Sjálfstæðis- flokksins Innan Sjálfstæðisflokks- ins munu menn eiga í erfiðleikum vegna þess hversu mjög ýmsir þingmenn verða tilbúnir að lýsa skoðunum sín- um á óvinsælum mál- um. Þar verða mest áberandi þeir Pál Magn- ússon, Ásmund- ur Friðriksson og Brynjar Níels- son. Jón Gunnars- son mun reynast stjórninni erfiður, á tíðum ígildi stjórnar- andstöðuþingmanns. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður nýr varafor- maður Sjálfstæðisflokksins og Ás- laug Arna Sigurbjörnsdóttir verð- ur áfram ritari flokksins. Engin breyting hjá Framsókn Það verða ekki breytingar á for- ystu Framsóknarflokksins á árinu. Sigurður Ingi Jóhanns- son verður áfram formaður og Lilja Alfreðsdóttir varaformað- ur. Framsóknarmönnum mun bætast einn þingmaður á árinu þegar Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrverandi formaður Landssam- bands Framsóknarkvenna, geng- ur úr Miðflokknum og fer yfir í Framsókn. Það gerir að verkum að stjórnin styrkist aðeins eft- ir að hafa misst tvo þingmenn Vinstri grænna úr liði sínu. Lítill sýnileiki Sigmundar Davíðs Tekið verður eftir litlum sýnileika Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar, formanns Miðflokks- ins. Bæði verður lítill sýnileiki í þingsölum og embættisstörf- um hans og hann mun lítið sjást opinberlega. Þingmenn munu ergja sig á fjarveru hans og hjá hluta stjórnarandstöðunnar gæt- ir pirrings vegna þess að hann verður ekki til staðar til að veita lið í þungum málum. Aðrir þing- menn Miðflokksins munu einnig vera tiltölulega ófyrirsjáanlegir og jafnvel hallast á sveif með rík- isstjórninni í ýmsum málum. Írafár í kringum Ingu Mikið írafár verður í kringum Flokk fólksins í fjölmiðlum. Inga Sæland mun vekja athygli í fjöl- miðlum og þá fyrst og fremst varðandi mál er varða fátækt. Flokkurinn verður uppvís að vafa- samri afstöðu í málum er varða hælisleitend- ur og útlendinga og sætir fyrir vik- ið mikilli gagnrýni. Þingmönnum flokks- ins finnst gaman að vera á þingi og völvan sér þá iðna við að mæta í ræðustól Alþingis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.