Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 44
44 Áramótablað 29. desember 2017Völvuspáin 2017 Staða Heiðu Bjargar veikist Staða formanns Samfylkingar- innar, Loga Einarssonar, er sterk. Staða varaformanns Samfylk- ingarinnar, Heiðu Bjargar Hilm- isdóttur, mun hins vegar veikjast þegar hún nær ekki þeim árangri sem hún hafði æskt á framboðs- lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar. Þetta mun valda nokkrum titringi og óróa innan flokksins. Ræður Guðmundar Andra Thorsson- ar munu vekja athygli og þykja bæði innihaldsríkrar og ljóð- rænar. Á netmiðlum mun hann ítrekað vera kosinn besti ræðu- maður þingsins. Fjarar undan Pírötum Það verður skellur fyr- ir Pírata að ná ekki inn manni í borgar- stjórn sem mun verða enn frekara lóð á vogarskál þess að undan fjarar í flokksstarfi og innan flokksins. Flokkurinn er tvískiptur, framlínan vill gera flokkinn að flokki með strúktur líkt og hjá hefðbundnum stjórn- málaflokkum en það mun mæta andstöðu og deilum í grasrót og baklandi. Viðreisn í stuði í stjórn- arandstöðu Viðreisn siglir tiltölulega lygnan sjó og sækir í sig veðrið í skoðanakönnun- um eftir því sem á árið líð- ur á kostnað Sjálfstæðisflokks- ins. Einangrunarhyggjan sem mun einkenna þessa ríkisstjórn mun valda framsæknum hægri mönnum miklum vonbrigðum. Þeir munu horfa í kringum sig í leit að framsæknari kosti á hægri vængnum og Viðreisn verð- ur fyrir valinu. Viðreisn mun standa sig með prýði í stjórnarandstöðu, vera öfgalaus og fara fram af sanngirni og festu. Þingmaður hneykslast Eitthvert hneyksli mun koma upp sem tengist þingmanni og óæskilegri hegðun hans utan þings þar sem hann er staðinn að því að láta öllum illum látum. Það sem gerir málið verra er að athæfi hans er tekið upp á síma og sett á netið. Þingmaðurinn mun biðjast margfaldlega afsök- unar en pólitískir andstæðingar munu ekki gleyma þessu at- viki og nota það gegn honum í færslum á netinu. En eins og flestar aðrar uppákom- ur í íslensku samfé- lagi gleymist málið á nokkrum vikum. Enginn kvennalisti Blaðamaður spyr um úr- slit í sveitarstjórnarkosning- um. Spáin kemur á óvart. Völvan segir að hugmyndir og tilraun- ir til að bjóða fram kvenna- lista í borginni muni deyja í höndun- um í þeim sem það vilja reyna. Fjöldi flokka mun bjóða fram í borgarstjórn- arkosningum í Reykjavík. Flokk- ur fólksins mun leita logandi ljósi að odd- vita á sæti listans. Á lokametr- unum stígur Ólafur Arnarson fram sem málsvari þeirra sem minna mega. Píratar munu ekki verða jafn áberandi og áður. Eld- ur Birgittu Jónsdóttur er þó ekki slokknaður og hún mun með einhverjum hætti blanda sér inn í kosningabaráttuna í Reykjavík. Sú innkoma mun fara illa í kjós- endur og flokkurinn nær ekki ár- angri í kosningunum. Samstarf sem kallar á viðbrögð Þrátt fyrir mikið framboð flokka í borginni munu einungis sex flokkar komast inn í borgar- stjórn: Vinstri græn, Sjálfstæð- isflokkurinn, Samfylkingin, Framsókn, Viðreisn og Flokk- ur fólksins sem mun rétt merja það að komast inn. Gísla Mart- eini Baldurssyni verður boðið að leiða Viðreisn en hann hafnar því og heldur áfram í sjónvarpi en einhver uppákoma verður í þætti hans og tengist stjórnmál- um. Pawel Bartoszek mun leiða Viðreisn. Birgir Örn Guðjónsson (Biggi lögga) mun leiða Fram- sókn í borginni og vekja mikla athygli fyrir jákvæðni og sam- vinnufýsi. Meirihlutasamstarfið mun koma á óvart en þar munu leiða saman hesta sína Sam- fylking, Viðreisn og Sjálfstæð- isflokkur. Unnur Brá Konráðs- dóttir leiðir Sjálfstæðisflokkinn og verður formaður borgarráðs og Dagur B. Eggertsson verð- ur borgarstjóri. Samstarfið mun ganga prýðisvel en mun fara í taugarnar á ýmsum, ekki síst Sjálfstæðismönnum í hinni svokölluðu „skrímsladeild“. Mörg Reykjavíkurbréf verða skrifuð gegn meirihlutanum þar sem greinarhöfundur dreg- ur ekki af sér og krefur Bjarna Benediktsson ítrekað svara. Bjarni þegir þunnu hljóði. Samfylkingin vinnur sigur í Hafnarfirði og Einar Bárðar- son verður ráðinn bæjarstjóri og njóta vinsælda í því starfi. Eft- ir borgarstjórnarkosningarnar mun verða rætt af alvöru í Graf- arvogi um að segja sig úr Reykja- vík. Meirihlutinn mun reyna að kveða þær raddir niður með því að lofa auknu valdi til hverfis- ráða. Björt á önnur mið Á landsbyggðinni verður óvenju mikil vakning varðandi bland- aða lista og lista sem eru ekki beinlínis undir hatti stjórn- málaflokkanna. Í sveitarstjórn- arkosningum í stærri sveitarfélögum munu hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar þó bera nær full- kominn sigur úr býtum. Tími upp- hlaupsflokka eins og Pírata og Bjartr- ar framtíðar er liðinn. Björtu Ólafsdóttur mun mistakast að halda Bjartri fram- tíð saman og leita á önnur mið fyrir árslok 2018. Stjórnmálamenn í klóm fjölmiðla Einn frambjóðenda Miðflokksins til sveitarstjórnar á eftir að lenda í klóm fjölmiðla vegna vafa- máls. Formaðurinn kemur við- komandi einstaklingi til varnar og fær bágt fyrir hjá sumum en mikið lof hjá stuðningsmönnum flokksins. Orðið „loftárásir“ ber á góma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.