Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 48
48 Áramótablað 29. desember 2017Völvuspáin 2017 enn meiri kappi í gagnrýnend- ur. Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mun koma RÚV til varnar. Innan Miðflokksins og Flokks fólksins eru þing- menn sem skipa sér í hóp gagn- rýnenda. Þar á meðal er Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson sem skýtur föstum skotum á fyrrum flokkssystur sína, Lilju Alfreðsdóttur. Verður þetta síst til að sætta þingmenn Framsóknar- flokks og Miðflokksins. Feminískt fjölmiðlaveldi Nýtt fjölmiðlaveldi verður til, þar verða í einum pakka sjón- varpsstöð, útvarpsstöð og dag- blað sem fær nafnið Samtíminn. Meðal eigenda er sterkefnuð kona og mikla athygli vekur að yfirmenn og fréttastjórar sam- steypunnar eru að mestu leyti konur. Feminískar áherslur verða áberandi í ritstjórn- arstefnu fjölmiðl- anna og vekur það blendin viðbrögð. Völvan seg- ir að fjölmiðl- ar muni ganga þokkalega á ár- inu, vegna þess að ríkir menn eru til- búnir að setja pening í þá. „Það er nú bara eins og er með flesta fjölmiðla hér á landi, þeir myndu deyja án ríku karlanna," segir völvan orðrétt. Mogginn lifir allt af, segir hún aðspurð, og bætir við að hjá DV og Fréttablaðinu muni ganga þokkalega og hún sér flutninga á báðum vígstöðvum. Frétta- blaðið flytur í miðbæinn en DV mun verða lengra í burtu. Völvan tekur síðan fram að þeir starfs- menn 365 sem fari yfir til Voda- fone þurfi ekki að hafa áhyggj- ur af stöðu sinni þetta árið en breytingar verði seinna. Hún segir að nokk- uð verði um að blaða- menn flytji sig á milli fjölmiðla og ráðn- ing nýrra yfirmanna veki athygli og komi á óvart. Þegar blaða- maður spyr nánar út í þau mál verður völvan leyndardómsfull og segir að sumt verði að koma á óvart. Erlendur var myrtur Blaðamaður spyr um menning- arárið 2018. Völvan, sem seg- ist vera mikil áhugamanneskja um glæpasögur og á allar bæk- ur Arnaldar Indriðasonar, seg- ir ekkert lát verða á vinsældum glæpasagnahöfunda þjóðarinn- ar. Þegar hér er komið sögu tekur hún sér smáhlé frá spádómum til að dásama Arnald og aðspurð segir hún Grafarþögn uppá- haldsbók sína eftir hann. Blaða- maður spyr hvort hún sjái hvort lögreglumaðurinn Erlendur muni aftur skjóta upp kollinum í sögu eftir Arnald. Hún segir að í næstu bók Arnaldar muni líkið af Erlendi finnast og í ljós komi að hann hafi ekki orðið úti held- ur hafi andlát hans borið að með saknæmum hætti. Sú uppljóstr- un mun komi miklu róti á aðdá- endur Erlendar en bókin muni vitaskuld verða metsölubók. Mistur slær í gegn erlendis Skáldsaga Ragnars Jónasson- ar, Mistur, á eftir að njóta sér- lega mikillar velgengni erlend- is. Skáldið Sjón er að stíga upp frægðarstigann í hinum alþjóð- lega bókmenntaheimi og viður- kenning, sem vekur athygli, fell- ur honum í skaut. Jón Kalman Stefánsson á eftir að fá Nóbels- verðlaun í bókmenntum, en ekki mun það þó verða á allra næstu árum, segir völvan. Ólafur Jóhann vill ekki lengur vera forstjóri Ólafur Jóhann Ólafsson læt- ur af störfum sem forstjóri í Bandaríkj- unum. Hon- um finnst nóg komið af við- skiptastússi og vill breyta til. Hann á eftir að fá starf hér á landi sem tengist pólitík á einhvern hátt. Völvan tekur fram að Ólafur Jóhann sé ópólitískur maður og bætir við að hann sé heilsteypt- ur maður sem eigi eftir að gera þjóð sinni mikið gagn. Honum mun áfram vegna vel í ritstörfum en bækur hans munu verða þó nokkuð vinsælli í enskumælandi löndum en hér á landi. Í Banda- ríkjunum munu hefjast tökur á kvikmynd byggðri á einni af skáldsögu hans. Cate Blanchett verður í einu af aðalhlutverkun- um. Björk fær alþjóðleg verðlaun Björk fær stór og virt alþjóð- leg verðlaun fyrir sitt merka fram- lag til tónlistarinnar í gegnum árin. Verð- launin verða veitt á þekktri hátíð sem sjónvarpað er beint frá víða um heim. Þarna verða flestar stórstjörnur tónlistarheims- ins samankomnar. Völvan sér Adele syngja á hátíðinni en mis- stíga sig illa og detta. Það fall mun vekja enn meiri athygli heimspressunnar en verðlaun Bjarkar og verður sýnt hvað eftir annað í fréttum heimspressunn- ar. Baltasar Kormákur land- ar kvikmyndasamningi. Þar er stórmynd á ferðinni með Hollywood-stjörnum. „Efni hennar sýnist mér tengjast Ís- landi á einhvern hátt, allavega verður hluti hennar tekinn upp hér á landi þegar að því kemur.“ Víkingur Heiðar heldur áfram að vinna stóra sigra úti í heimi og við honum blasa alls kyns tækifæri. Samstarf hans við stór- stjörnu í hinum klassíska heimi mun vekja athygli. Kári Egilsson, píanóleikari og tónskáld, sonur Egils Helgason- ar, leikur eigin verk á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar og slær rækilega í gegn. Plötusamn- ingur kemur í kjölfarið. Landsþekkt listakona mun hníga niður í stórafmæli, at- vikið verður fest á filmu og fer í dreifingu á netinu. Völvan sér konuna í viðtali stuttu síðar að ræða um breyttan lífsstíl. Enn ein Euro- vision-vonbrigðin Eurovision-áhugi þjóðarinnar er ekki að dala. Íslendingar munu freista þess að senda lítt þekkt- an einstakling í Eurovision en við munum eftir sem áður ekki uppskera eins og við sáðum. Það mun valda mikilli gremju meðal margra og háværar radd- ir heyrast sem krefjast þess að fyrirkomulagi keppninnar verði breytt. „Furðulegt hvað þessi þjóð getur endalaust æst sig yfir þessari keppni," segir völvan og dæsir, en sjálf segist hún eink- um hlusta á íslensk lög með „al- mennilegum söngvurum", eins og hún orðar það. Lítill árangur í Rússlandi Völvan segist ekki vera mikil íþróttakona en býðst þó til að skyggn- ast inn í íþróttaheim næsta árs. Þar ber vitanlega hæst Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi. „Rið- illinn er of erfiður fyrir okkar menn,“ segir völvan og liðið mun ekki komast áfram. „Við töp- um leiknum við Argentínu 3-0 þar sem Lionel Messi skorar eitt mark. Við vinnum leikinn við Nígeríu og mætum Króatíu í síð- asta leik og töpum honum.“ Hún segir stemningsfulla stuðnings- menn Íslands verða þjóðinni til sóma í Rússlandi og munu þeir vekja mun meiri athygli fjöl- miðla en liðið sjálft. Gleðin verð- ur við völd hjá Íslendingum þrátt fyrir tapið. Völvan segir að Brasil- ía og Þýskaland muni mætast í úrslitum á Heimsmeistara- mótinu í Rússlandi. Brasilía vinnur nauman 2-1 sigur þar sem Neymar skorar bæði mörk Brasilíu og verður kjörinn besti leikmað- ur mótsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.