Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Side 54
54 sport Áramótablað 29. desember 2017 Álitsgjafar gera upp Árið Á rið er senn á enda og í íþróttaheiminum hef- ur það verið afar fróð- legt. Sérstaklega hér á Íslandi þar sem mörg mögn- uð afrek áttu sér stað, þar má nefna það þegar karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sig inn á Heimsmeistaramótið í fyrsta sinn. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vann hug og hjörtu þjóðarinnar með frammistöðu sinni á meðal atvinnukylfinga í Bandaríkjunum. Kvenna- landsliðið í fótbolta olli von- brigðum á Evrópumótinu í Hollandi en kom síð- an til baka með góðum spretti í undankeppni HM. Aníta Hin- riksdóttir átti gott ár í hlaupum og Helgi Sveinsson gerði það gott í spjótkasti fatlaðra, svo eitt- hvað sé nefnt. DV leitaði til álits- gjafa sem gera upp helstu afrek innanlands og erlendis á þessu íþróttaári. n hoddi@433.is Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson - íþróttafréttamaður á RÚV Innlent: Við Íslendingar eigum orðið svo flott íþróttafólk að það er úr mörgu að velja. Aníta Hinriksdóttir vann brons á EM innanhúss í frjálsum íþróttum í 800 m hlaupi á árinu, Helgi Sveinsson setti heimsmet í sínum fötlunarflokki í spjótkasti, kraftlyftingafólkið okkar, Júlían Jóhannsson og Fanney Hauks unnu glæsta sigra, Ólafía Þórunn stóð sig gríðarlega vel á stóra sviðinu í golfinu og svona mætti lengi áfram telja. En í mínum huga er stærsta íslenska íþróttaafrek ársins það að íslenska karlalandsliðið í fótbolta hafi tryggt sér sæti í lokakeppni HM í fótbolta. Það er risastórt afrek. Erlent: Ég ætla að leyfa mér að segja sigur Svisslendingsins Rogers Federer á Wimbledon-risamótinu í tennis. Sett í samhengi finnst mér það allavega eitt af stærstu íþróttaafrekum ársins. Eftir að hafa verið bestur í mörg ár voru menn eiginlega búnir að afskrifa Federer fyrir þetta ár, enda hafði hann ekki unnið risamót síðan 2012. En þá mætti kappinn bara og vann bæði Opna ástralska og Wimbledon-mótið. Hann hefur unnið Wimbledon-mótið oftast allra í ein- liðaleik karla, eða átta sinnum, og hefur unnið flest risamót í tennis í sögunni, 19 talsins. Ótrúlegur íþróttamaður. Jóhann Laxdal - leikmaður Stjörnunnar í fótbolta Innlent: Það kemur ekkert annað til greina en þegar Siggi Dúlla og vinir komust á Heimsmeistaramótið, knattspyrnuáhugafólk á Íslandi hefur það gott og þeim finnst ekki leiðinlegt að venj- ast því að vera í svona partíi. Við munum síðar meir horfa til baka og átta okkur á því hversu stórt afrek það var að komast á HM. Erlent: Real Madrid tók virkilega gott ár í fótboltanum erlendis , þar sópaði liðið að sér titlum og Ziedine Zidane, þjálfari liðsins, var aðalmaður- inn. Endurkoma New England Patriots í úrslitaleiknum, Super Bowl, var einnig rosaleg. Það var magnað að fylgjast með því. Stefán Árni Pálsson - blaðamaður á Fréttablaðinu Innlent: Að mínu mati kemur aðeins eitt til greina og það er árangur karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu. Það að tryggja sig á lokamót HM í fyrsta sinn í sögunni er ótrúlegt afrek. Og að gera það með því að vinna þennan sterka riðil gerir afrekið enn ótrúlegra. Að komast á HM er ótrúlega erfitt og ég mun kannski aldrei aftur sjá íslenskt karlalandslið á Heimsmeistaramóti í knattspyrnu. Erlent: Sigur New England Patriots á Atlanta Falcons í Superbowl í byrjun ársins. Liðið lenti 28-3 undir og vann að lokum 34-28 í einhverjum ótrúlegasta íþróttaleik sögunnar. Minnti óneitanlega á endurkomu Liverpool gegn AC Milan í Istanbúl um hér um árið. „Þetta er risaafrek, eitt það stærsta í íþróttasögu þjóðarinnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.