Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Side 55

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Side 55
sport 55Áramótablað 29. desember 2017 Álitsgjafar gera upp Árið Ríkharð Óskar Guðnason - íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport Innlent: Tvennt sem kemur upp í huga mér í fljótu bragði. Íslenska landsliðið tryggði sér sigur í mjög erfiðum undanriðli og í leiðinni farseðil á HM í fyrsta sinn í sögu fótboltans. Það verður erfitt að toppa. Ólafía Þórunn náði frábærum árangri og stóð sig heilt yfir vel á LPGA-mótaröðinni og varð fyrst íslenskra kylfinga til að ná inn á túr bestu kylfinga heims. Hún varð golfíþróttinni hér heima til mikils sóma og ætti að ýta ungum krökkum í golfið. Erlent: Erlenda afrekið myndi ég segja Real Madrid. Skráðu sig á spjöld sögunnar með að verða fyrsta liðið til að vinna Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð, þ.e.a.s. í núverandi mynd keppninnar. Það hafði engu liði tekist að gera. Magnús Már Einarsson - ritstjóri Fótbolta.net Innlent: Það að Ísland hafi tryggt sér sæti á HM í fótbolta í fyrsta skipti í sögunni er stórkostlegt afrek. Ísland var eitt af níu liðum sem vann sinn riðil í undankeppninni í Evrópu og það er ótrúlegt. Heimsbyggðin fylgdist með ævintýrinu í haust og öll augu verða á Íslandi í Rússlandi næsta sumar. Erlent: Af Íslendingum erlendis þá er ekki hægt annað en að nefna árangurinn hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur í golfinu. Frábær árangur og gaman að sjá hana á stóra sviðinu. Hún er líka bara rétt að byrja. Þorkell Máni Pétursson - útvarpsmaður á X977 Innlent: Strákarnir á HM. Er líklega stærsta afrek í sögu íslenskra íþrótta og verður seint toppað. Síðan verður að nefna sigur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á Þjóðverjum sem var fyrsta tap Þjóðverja í 30 ár á heimavelli. Erlent: Þar stendur upp úr sigur Manchester United í Evrópudeildinni, að fá stórlið til að spila eins og lítilmagninn gegn unglingaliði frá Hollandi er stórkostlegt afrek. Helst í ljósi þess að í þessum leik dó líklegast síðasta gildi United frá tíma Sir Alex Ferguson. Kjartan Atli Kjartansson - stjórnandi Körfuboltakvölds Innlent: Afrekið hérlendis er þegar íslenska landsliðið komst á HM í knattspyrnu. Ísland er auðvitað langfámennasta þjóðin til að komast á HM og að vinna riðilinn var stórkostlegt. Þetta er risaafrek, eitt það stærsta í íþróttasögu þjóðarinnar, landsliðið verður nú á stærsta sviði heims næsta sumar. Erlent: Slóvenar skrifuðu söguna þegar þeir urðu Evrópumeistarar í körfubolta. Þessi litla þjóð náði ótrúlegum árangri á mótinu, níu sigurleikir í röð. Goran Dragic fór á kostum í mótinu, en sat samt á bekknum á ögurstundu, eitthvað sem maður sér ekki oft. Magnaður árangur hjá flottri liðsheild. Benedikt Bóas Hinriksson - blaðamaður á Fréttablaðinu Innlent: Það er Ísland á HM, ekki spurning. Að enda sem sigurvegar- ar í riðlinum er eitthvað það ótrúleg- asta sem ég hef orðið vitni að. Að sitja bara rólegur yfir umspilsleikj- unum, horfa á HM-dráttinn og fleira og fleira. Þetta er bara afrek sem heldur áfram að gefa. Erlent: Sigur New England Patriots í NFL. Þetta er einhver magnað- asti íþróttaleikur sem ég man eftir. Toppar eiginlega endurkomu Liverpool árið 2005. Tilþrif Julian Edelman, þegar hann greip boltann í fjórða leikhluta munu lifa um aldir og ævi. Ég vissi ekki að ég hefði svona sterkar taugar til New Eng- land Patriots, en guð minn góður hvað var ljúft að mæta of seint til vinnu þennan mánudag. Hver elskar ekki góðar endurkomur? m y n d d a v íð þ ó r
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.