Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Side 65

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Side 65
menning - Menningarannáll 2017 65Áramótablað 29. desember 2017 Eins og í tveimur síðustu þingkosninga- baráttum kom Ragnar Kjartansson inn í umræðuna á síðustu stundu með stuttum grínlegum áróðursmyndböndum merkt „skrímsladeildinni“ til stuðnings Vinstri grænum. Ásgeir Ingólfsson, skáld og menn- ingarrýnir, nefnir eitt þessara myndbanda eftirminnilegasta listaverk ársins: „Bestu listaverkin verða stundum stærri en lista- maðurinn – og afhjúpa jafnvel eitthvað sem honum er sjálfum hulið. Besta dæmið um slíkt í ár er myndband Ragnars Kjartans- sonar fyrir síðustu kosningar,“ segir Ásge- ir. Myndbandið, þar sem kampavínsská- landi og smókingklæddur Ragnar ímyndar sér í gríni framtíð þar sem Sjálfstæðisflokk- ur og Miðflokkur vinna að velferð fólksins í landinu, hafði kaldhæðnislegt forsagnagildi en samflokksmenn Ragnars, Vinstri græn, skáluðu í kampavíni, þegar samið hafði ver- ið um stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar þeirra með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Við borgum (loksins) myndlistarmönnum Undanfarin ár hefur Samband íslenskra myndlistarmanna gagnrýnt að listamenn fái ekki þóknun né útgjöldum þeirra mætt þegar settar eru upp sýningar á verkum þeirra í opnberum söfnum. Áfangasigur vannst í baráttunni, sem hefur verið háð undir yfirskriftinni Við borgum myndlistar- mönnum, þegar borgarráð veitti Listasfni Reykjavíkur viðbótarframlag til að greiða listamönnum. „Snemma á árinu voru kjör og staða listamanna rædd á þingi og það rætt út frá átaksverkefni SÍM, Við borgum myndlistar- mönnum, sem vakti marga til umhugsunar um mat á og afstöðu til starfsframlags lista- manna og stöðu þeirra neðst í lífkeðju list- anna,“ segir Birta Guðjónsdóttir. Yean Fee Quay, verkefnastóri við Lista- safn Reykjavíkur, nefnir þetta sem eitt það markverðasta í íslensku menningarlífi á árinu: „Þetta er stórt stökk fram á við, sem Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Sam- bands íslenskra myndlistarmanna, er upp- hafsmaðurinn að, og skref í átt að þeirri fagmennsku sem margir myndlistarmenn eiga að venjast í öðrum borgum.“ Pönkbylgja í tölvuleikjagerð Það tóku eflaust einhverjir eftir því að ris- inn í íslenska tölvuleikjaheiminum CCP tilkynnti á fyrri hluta ársins um besta af- komuár fyrirtækisins frá stofnun, en fyrir- tækið skilaði 21,5 milljóna dollara hagn- aði árið 2016. Það var hins vegar ekki síður merkileg sú sprenging sem varð í íslensku tölvuleikjagrasrótinni. „Oft er sagt að pönkið sé dautt, en sama er ekki hægt að segja um pönk tölvuleikja- geirans. Ég vildi að ég gæti valið einhvern einn leik sem leik ársins, en það sem hef- ur heillað mig hvað mest á þessu ári er ekki endilega leikirnir sjálfir, heldur frekar magnið og fjölbreytileikinn. Í ár gerðist nefnilega eitthvað merkilegt sem olli því að „pönk-tölvuleikjahönnun“ sprakk út og óx margfalt á við síðustu ár. Maður var van- ur að sjá undir 5 leiki á ári í það mesta, í ár erum við að tala um marga tugi,“ segir Jó- hannes Gunnar Þorsteinsson, tölvuleikja- smiður og einn álitsgjafa DV, og nefnir sérstaklega leikjasmiðjur Samtaka leikja- framleiðanda, IGI, sem ástæðu fyrir grósk- unni. Bókaskattur og framtíð íslenskunnar Í ár hefur mikið verið rætt um stöðu og framtíð íslenskunnar. Flestir virðast sam- mála um að hinum stafræna og snjalltækja- vædda samtíma fylgi hættur fyrir íslenska örmálsvæðið. Bóklestur minnkar og í stað- inn dvelur fólk æ stærri hluta dagsins í ýmsum snjalltækjum með erlent viðmót. Krafan um aðgerðir jukust í aðdraganda kosninga og í stjórnarsáttmála sínum svör- uðu nýju ríkisstjórnarflokkarnir kallinu, annars vegar með loforði um aðgerðáætl- un til að gera íslenska tungu gjaldgenga í stafrænum heimi og hins vegar afnámi virðisaukaskatts á bækur. Reyndar sáust þess engin merki í fyrsta fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar og bókmenntafólk þurfti að draga í land með lofsyrði sem þau höfðu látið falla í garð Lilju Alfreðsdóttur og Framsóknarflokksins. Nokkrir álitsgjafar DV nefna þetta sem helstu umræðu ársins á sviði menningar- innar. Silja Aðalsteinsdóttir segir þá til- kynningu nýrrar ríkisstjórnar að afnema virðisaukaskatt á bókum vera þá mark- verðustu á árinu: „Ég fyrirgef stjórnvöldum aldrei ef þau standa ekki við þetta loforð. Að skattleggja bókaútgáfu á einum minnsta bókamarkaði heimsins er eins og að leggja tekjuskatt á framlög til björgunarsveita,“ segir Silja. Stefán Baldursson er á svipaðri línu og segir þetta hafa verið tvær ánægjulegar menningarpólitískar ákvarðanir. „Annars vegar niðurfelling á virðisaukaskatti á bæk- ur sem er löngu tímabær. Eitthvað babb virðist hafa komið í bátinn á síðustu dögum en vonandi dregst ekki úr hömlu að hrinda þessu í framkvæmd. Hitt er hin ánægjulega ákvörðun stjórnvalda að koma íslensku í öll stafræn samskiptatæki og veita til þess 450 milljónum á næsta ári. Við erum í gríðar- legri hættu á að þjóðin tapi niður móður- máli sínu ef ekki er gripið til róttækra að- gerða. Þessi ákvörðun er ein þeirra og getur skipt sköpum fyrir þjóðarheill.“ Trollað í Feneyjum Á myndlistarsviðinu hefur verið gróska í gjörningum og leikrænni listsköpun. Verk Egils Sæbjörnssonar á Feneyjavíæringnum var þannig uppfullt af leik og lífi. Hann tilkynnti með viðhöfn að það væri ekki hann sjálfur heldur tröllin Ūgh og Bõögâr sem myndu sjá um listsköpunina. Þetta leikrit skilaði sér svo í verkum í ýmsum miðlum og form- um: þarna voru myndbands-skúlptúrar, skartgripir, ilmvatn, tónlist, samfélagsmið- laglens og svo framvegis. Birta Guðjónsdóttir, myndlistarkona og sýningarstjóri, segir vinsældir og velgengni Egils í Feneyjum hafa verið eitt af því sem stóð upp úr á myndlistarsviðinu á árinu: „Sýning hans þar var valin ein af fimm eða tíu áhugaverðustu sýningum tvíærings- ins af helstu listmiðlum heims. Hún dró að sér mikinn fjölda gesta og er enn einn siguráfanginn í ferli Egils, og eykur auk þess hróður annarra íslenskra myndlistar- manna.“ Tónlistarsenan flutt til LA Áhugi heimsins á Íslandi er ekki bara bundinn við náttúruna sem skýtur kollin- um ennþá reglulega upp í kvikmyndum og sjónarpsþáttum. Áhuginn á íslenskri list utan landsteinanna virðist heldur ekk- ert vera að minnka. Í vor var til að mynda haldin vegleg listahátíð tileinkuð íslenskri tónlist á vegum fílharmóníu Los Angel- es-borgar. Krútt- og klassískutónlistarsenu landsins var flogið út á einu bretti og vakti hátíðin mikla athygli. Stefán Baldursson, fyrrverandi þjóðleik- hús- og óperustjóri, nefnir hátíðina sem Blússandi góðæri, bókaskattur og #Metoo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.