Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Page 68

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Page 68
68 menning Áramótablað 29. desember 2017 Bryndís Schram ritstjorn@dv.is Leikhús Hafið Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson Leikarar: Þröstur Leó Gunnarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Snorri Engilbertsson, Snæfríður Ingvars- dóttir, Oddur Júlíusson, Baltasar Breki Samper, Birgitta Birgisdóttir Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarson og Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Tónlist: Guðmundur Óskar Guðmundsson Frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 26. des. 2017 Þ að ríkti ekki bara þessi hefðbundni jólafiðringur á göngum Þjóðleikhússins á síðustu frumsýningu ársins annan í jólum. Stemningin var rafmögnuð – aldrei þessu vant klæddust karlarnir stífpressuðum svörtum buxum, voru með hvítt um hálsinn og í þröngum jökk- um, og konurnar státuðu öllum skala tískunnar, ýmist í dragsíðum svörtum kjólum eða knallstuttum pínupilsum, sem ekkert gátu falið. Það stóð eitthvað mikið til. Við biðum öll í ofvæni. Sýning kvölds- ins var til heiðurs leikskáldinu góða, Ólafi Hauki Símonarsyni, sjötugum. Snertir kvikuna Ólafur Haukur á glæsilegan feril að baki. Hann hefur samið fjölda leikrita, bæði fyrir leiksvið, út- varp og sjónvarp. Hver man ekki eftir Gauragangi eða Bílaverk- stæði Bubba? Allt verk sem gengu endalaust og öll þjóðin var farin að kunna utanbókar. Að ég tali nú ekki um söngtextana hans – Eniga meniga eða Ryksugan á fullu, sem Olga Guðrún gerði heimsfrægt á sínum tíma. Ólafur Haukur hittir alltaf í mark og talar bara um það sem máli skiptir. Textar hans eru ein- faldir, rökvísir og oft miskunnar- lausir. Hann er snillingur orð- ræðunnar. Samtölin verða eins og tónverk, þar sem aldrei er slegin feilnóta. Maður má ekki missa af einu orði. Á sinn einlæga og bein- skeytta hátt tekst honum að snerta kvikuna – gera okkur varnarlaus. Og þannig er Hafið. Hvert orð hefur djúpa merkingu og langa sögu. Sögu þjóðar, því að Hafið er ekki bara um venjulega fjölskyldu í sjávarplássi og ómerkilegar erjur hennar. Hafið er spegilmynd heill- ar þjóðar – er og verður. Það fjallar um græðgi, öfund og illsku – allar lægstu hvatir manneskjunnar. Og þó að Hafið hafi verið skrifað fyr- ir tuttugu og fimm árum, þá er það jafn ferskt og grimmt í dag og það var þá. Hittir í mark – ef það er gert af fagmennsku. Hafið er íslenskt þjóðfélag í hnotskurn. Höfundur- inn okkar Ibsen. Þegar textinn er svona frábær og maður má ekki missa af einu orði, þá skiptir öllu að maður heyri það sem sagt er á sviðinu. Jafnvel Guðrúnu Gísladóttur – sem er al- deilis stórkostleg í hlutverki Kötu gömlu og hreytir út úr sér hverj- um hatursfullum gullmolanum á fætur öðrum – tekst ekki að láta heyrast aftur á 13. bekk það sem hún segir. (Ég hélt mér væri far- ið að daprast heyrn, en ég heyrði fleiri kvarta undan þessu). Svo var líka með aðra leikara, einkum þá yngri. Ef þeir töluðu ekki beint út í salinn, þá missti setningin flug- ið og dó í þykkum hliðartjöldun- um og í gímaldinu þar á bak við. Þetta er veruleg synd, því að það er svo auðvelt að laga þetta, beita röddinni, nota magann og hugsa um fólkið á aftasta bekk á efri svöl- um. Það er engu líkara en að leik- listarnemar séu aðeins með hug- ann við kvikmyndina, þar sem hægt er að hvísla en heyrast þó. Forneskjulegur ættfaðir Nema hvað, sýningin fór hægt af stað, það voru óþægilegar þagnir hér og þar, eins konar hik á fram- vindunni, sem lagaðist þó þegar á leið. Kannski fannst okkur Þröstur Leó full ungur til að leika Þórð, forneskjulegan ættföður, sem stjórnar öllu með harðri hendi og er miskunnarlaus í svokallaðri sérvisku sinni. En Þröstur Leó er traustur leikari sem aldrei klikk- ar, og að lokum erum við sann- færð um að hann hafi tekið rétta ákvörðun. Samúð okkar er öll með honum, einkum þegar hann sýn- ir mannlegan veikleika og lætur vel að Kristínu, vinnukonunni og barnsmóðurinni, sem hann hafði aldrei gifst en bara sængað hjá í öll þessi ár. Elva Ósk dregur upp skýra og aðlaðandi mynd af hinni klass- ísku íslensku húsmóður, sem sinn- ir skyldum sínum í þögn og um- ber allt og alla. Hún umber jafnvel börn Þórðar, fordekruð og sjálf- hverf sem þau eru. Þau eru sam- ankomin í húsi föður síns yfir ára- mótin. Aftur komin heim í þorpið, þar sem allt snýst um fisk. Upp- gjör í vændum. Faðir gerir upp við börn sín. Þau bíða í ótta og ofvæni. Elstur er Haraldur, sem aldrei fór að heiman, en sér um dag- legan rekstur fyrirtækis föðurins – og hefur hagnast vel. Kona hans er Áslaug, sem dreymir um að verða rík og komast burt úr þessu öm- urlega þorpi, burt, burt. Það sóp- ar að Baldri Trausta og Birgittu í þessum skrítnu hlutverkum, sem verða æ farsakenndari, eftir því sem fyrsta nótt ársins lengist og vínið endist. Hin systkinin tvö, sem bæði fóru til náms í útlöndum – á kostnað föður- ins – eru komin um langan veg til fund- ar við fjölskylduna. Hvað er pabbi að bralla núna? Bráðfyndinn Snorri Sólveig Arnardóttir er skemmtilega töff í hlutverki Ragnheiðar, kvikmyndagerðar- konunnar sem yrkir ljóð i tóm- stundum. Sólveig hefur þennan galsafengna húmor og kemur til leiks eldhress og kraftmikil. Það gerir Guðmundur líka, maður hennar, leikinn af Snorra Eng- ilbertssyni. Guðmundur er alger sveimhugi, stingur í stúf við alla hina, enda kjörinn ræðumaður kvöldsins. Að lokum varð Snorri svo bráðfyndinn að fólk grét af hlátri allt um kring. Gústi bróðir er óráðin gáta. Hann fór utan og átti að leggja fyrir sig fiskifræði, en í raun er hann bara píanóleikari á djass- búllu í Berlín. Jafnvel búinn að barna eina þýska, en er á sama tíma ástfanginn af hálfsystur sinni, Maríu, heima á Íslandi. Mér fannst einhvern veginn að Oddur Júlíusson – sem komst reyndar að lokum mjög vel frá hlutverki sínu sem Gústi bróðir – hefði kannski passað betur í hlutverk Bergs, fóstursonarins og sjóarans, sem pabbi elskaði meira en sín eigin börn. Oddur er ekta töffari í útliti, þrekvaxinn og jarðbundinn. Og þá hefði Baltasar Breki verið upp- lagður í hlutverk Gústa, fínlegt yf- irbragð, bóhemskur í útliti, lista- maður, augljóslega aldrei migið í saltan sjó. María, hálfsystirin, ekki má gleyma henni. Hún er lausa- leiksbarnið, sem pabbi átti með Kristínu – vinnukonunni, systur mömmu – og kom í heiminn eft- ir að mamma dó. Snæfríður Ingv- arsdóttir smellpassar í hlutverk hennar, glaðlynd, barnsleg, ein- læg, falleg og fim. Og hvað hún dansaði vel! Gaman. Sýning sem á erindi Sýningin lifnaði skyndilega við eftir hlé. Þá fóru hlutirnir að ger- ast. Áramótapartí í algleymi, all- ir mígandi fullir og mismunandi skemmtilegir, eins og gengur. Pabbi lætur bíða eftir sér, er að undirbúa uppgjörið. Hann hefur í huga að hefna sín á börnum sín- um, gera þau eignalaus. En honum verður ekki kápan úr því klæðinu. Dauðinn bíður á næsta leiti. Allt fer á uppboð, kvótinn seld- ur, bátarnir brenndir, þorpsbúar missa vinnuna. Þetta er saga þjóð- ar. Hvar stöndum við í dag? Allt tæknilið Þjóðleikhússins á hrós skilið. Leikmyndin er látlaus, einföld – en skýr. Lýsing óaðfinn- anleg, nákvæm og hvergi um of né van. Búningarnir undirstrika karakterana sem klæðast þeim og segja okkur meira en orð fá lýst. Og ekki má gleyma tónlistinni, sem kom hvað eftir annað á óvart með seiðandi djúpum tónum og gerði okkur viðvart þegar höggin dundu. Siggi minn, til hamingju með þetta afrek. Þessi sýning á erindi og nýtur vonandi langra lífdaga. n „Allt fer á uppboð, kvótinn seldur, bátarnir brenndir, þorps- búar missa vinnuna. Þetta er saga þjóðar. Forneskjulegur ættfaðir Þröstur Leó leikur ættföðurinn Þórð sem stjórnar öllu með harðri hendi og er miskunnarlaus í sérvisku sinni. Upp- gjör er í vændum þegar börnin snúa aftur í hús föður síns í sjávarþorpinu. Spegilmynd þjóðar Bryndís Schram leikhúsgagnrýnandi segir Hafið vera íslenskt samfélag í hnotskurn. Okkar Ibsen
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.