Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Side 76

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Side 76
76 Áramótablað 29. desember 2017 Áhrif reykinga á líkams-þyngd eru óumdeild. Reykingamenn eru að jafnaði léttari en hinir reyklausu, offita er sjaldgæfari í þeirra hópi og, það sem meira er, flestir fitna þegar þeir hætta að reykja. Ástæður þessa eru nokkuð skýrar: Nikótín örvar beinlínis efnaskiptin þannig að reykinga- menn þurfa fleiri hitaeiningar úr fæðunni til að halda holdum en eðlilegt getur talist. Þar við bætist að tóbakið dregur gjarnan úr mat- arlyst, ekki síst þar sem sígarettan kemur í staðinn fyrir nart á milli mála. Það er því varla að sökum að spyrja, þegar sagt er skilið við tóbakið geta aukapúðarnir gert óþægilega vart við sig. Að jafnaði er þyngdaraukningin um 4–5 kg eftir fyrsta reyklausa árið, sumir fitna þó lítið sem ekkert en aðrir meira, jafnvel svo að offita hlýst af öllu saman. En er veruleg þyngdaraukning óumflýj- anleg afleiðing reykbindindis? Nei, síður en svo. Meira að segja þarf hér ekki að vera á ferðinni enn ein kvöðin, enn eitt bindindið sem leggst á þjakaðar sálir fyrrver- andi reykingamanna. Þvert á móti getur holl og góð fæða og dagleg hreyfing ekki aðeins komið í veg fyrir þyngdaraukningu heldur getur bættur og breyttur lífsstíll beinlínis aukið vellíðan og styrkt okkur í baráttunni við reykinga- vanann. Á hinn bóginn má ekki sjá ofsjónum yfir einu eða tveimur kílóum, því oft og tíðum eru fyrr- verandi reykingamenn einungis að ná sinni eðlilegu þyngd eftir langvarandi undirþyngd. Í rauninni er þyngdaraukningin samfara því að hætta að reykja álíka mikil og eftir meðgöngu. Flestar konur fitna svolítið þegar þær ganga með barn og að jafnaði eru þær um 4 kílóum þyngri eftir barnsburð en þær voru fyrir. Óttinn við að fitna kemur þó sjaldan í veg fyrir að konur vilji eignast börn enda tekst flestum að losna við þessi fáu kíló á nokkrum mánuðum. Svipaða sögu ætti að vera hægt að segja af þeim sem hætta að reykja. Reykingamenn borða óhollari mat Í könnun sem gerð var á mataræði Íslendinga undir lok síðustu aldar kom greinilega í ljós að reykinga- menn hafa aðrar matarvenjur en hinir sem ekki reykja. Það sem einkenndi reykingamenn umfram aðra var mun feitara og óhollara fæði með minna af grænmeti og ávöxtum. Undir eðlilegum kringumstæðum mætti búast við að slíkar matarvenjur leiddu til offitu. Slík er þó ekki raunin þegar reykingamenn eiga í hlut – þar til sá hinn sami hættir að reykja. Þá verður sígarettan ekki lengur til að minnka matarlystina og örva efnaskiptin og matarvenjurnar fara að segja til sín með aukinni þyngd. Líkur á offitu eru því jafnvel meiri meðal fyrrverandi reykingamanna en meðal þeirra sem aldrei hafa reykt, svo framarlega sem ekkert er gert til að breyta öðrum lífsvenjum jafnhliða reykbindindi. Af þessu má ef til vill draga þann lærdóm að unglingar sem byrja að reykja í því augnamiði að halda þyngd- inni í skefjum eru að gera mikil mistök, því þegar þeir síðan hætta (og hver segir ekki að hann ætli að hætta þessu fyrr eða síðar), eru þeir komnir í sérstakan áhættuhóp fyrir offitu. Það er því full ástæða til að endurskoða mataræðið þegar hætt er að reykja. Rauði þráðurinn í þeirri endurskoðun er lystugur og hollur matur með miklu af grænmeti og ávöxtum en minni fitu og sykri. Grein þessi birtist í tímaritinu Heilbrigðismál. Birt með góðfúslegu leyfi Krabbameinsfélagsins. Fleiri greinar af þessu tagi er að finna á www.doktor.is Er hægt að losna við tóbakið án þEss að fitna? Hversu eftirsóknarvert er að vera grannur? Eru menn jafnvel tilbúnir til að deyja fyrir líkamsvöxtinn? Sumir virðast vera þessarar skoðunar, alla vega þeir sem halda þyngdinni í skefjum með reykingum. þEssi atriði skipta þá mEstu máli 1 Borðið reglulega, morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Athugið að það er yfirleitt betra að borða fleiri litlar máltíðir, jafnvel fjórar eða fimm, heldur en fáar stórar. 2 Reynið nýjar girnilegar upp-skriftir með minni fitu og færri hitaeiningum. 3 Borðið mikið af grænmeti og ávöxtum, bæði með máltíðum og á milli mála þegar nartlöngunin segir til sín. Gott er að hafa með sér ávexti og/eða hrátt grænmeti í vinnuna til að grípa til um miðjan morgun og síðdegis. Grænmeti er góð byrjun á máltíð, ávextir eru til þess fallnir að ljúka máltíð. 4 Veljið fituskertar mjólkurvörur, t.d. léttmjólk á morgunkorn eða sýrða léttmjólk með múslí. Þeir sem drekka mjólk ættu tvímælalaust að velja undanrennu eða fjörmjólk en alls ekki nýmjólk. 5 Smyrjið brauðið lítið eða ekkert og veljið fituskert viðbit. 6 Drekkið vatn eða ósæta drykki með mat og á milli mála. (Athugið að hreinn ávaxtasafi er jafnsætur og gosdrykkur og veitir jafnmargar hitaeiningar.) 7 Sykurlausar töflur geta komið sér vel, en annars er um að gera að borða ekki sætindi milli mála. 8 Njótið þess að borða góðan mat! Bragðskynið eykst og maturinn verður gómsætari þegar reykingarnar verða ekki til að slæva skynjunina. Munið þó að gæði eiga að skipta meira máli en magn. „Á hinn bóginn má ekki sjá ofsjónum yfir einu eða tveimur kílóum, því oft og tíðum eru fyrrverandi reykinga- menn einungis að ná sinni eðlilegu þyngd eftir langvarandi undirþyngd.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.